Gleðjast saman í skugga hópuppsagnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 16. janúar 2020 09:00 Starfsmenn Arion banka leggja undir sig Hörpu um helgina. Vísir/Vilhelm Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september. Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Þremur mánuðum eftir að hafa ráðist í stærstu einstöku hópuppsögn í bankakerfinu frá því í hruninu blæs Arion banki til heljarinnar veislu. Árshátíð bankans fer fram um helgina og verður öllu til tjaldað; búið er að leigja stærstan hluta Hörpu og verður slegið upp tónleikum um allt hús, sem gestir geta sótt eftir að hafa þegið veitingar við sitjandi borðhald. Tónlistaratriði verða meðal annars í höndum Gus Gus, Emmsé Gauta, Jóa P og Króla, Herra Hnetusmjörs og Bríetar. Þá lék Nýdönsk í bankanum á dögunum, en að sögn Viðskiptablaðsins munu þeir tónleikar hafa verið á vegum eignarstýringar bankans fyrir viðskiptavini. Í samskiptum við blaðið segir upplýsingafulltrúi Arion að umfang árshátíðarinnar sé svipað og síðustu ár. Íburðurinn skýrist af stærð vinnustaðarins, en 800 manns vinna hjá bankanum eftir uppsagnir síðasta árs. Blésu af starfsmannagleði Um 150 starfsmönnum Arion banka var sagt upp störfum í fyrra, þar af 102 í hausttiltekt bankans í lok september. Rekstur bankans hafði ekki staðið undir væntingum, arðsemin ekki nógu góð og var uppsögnunum ætlað að draga úr rekstrarkostnaði Arion. Talið var að uppsagnir haustsins myndu kosta bankann næstum 900 milljónir króna, en að breytingarnar muni að öðru óbreyttu hafa jákvæð áhrif á afkomu bankans sem nema um 1,3 milljörðum króna á ársgrundvelli, að teknu tilliti til skatta. Þessara jákvæðu áhrifa á að gæta á yfirstandandi ársfjórðungi. Starfsmenn bankans voru ekki í miklu partýstuði strax eftir niðurskurðinn. Árlegt Októberfest Arion var blásið af enda lítil stemning fyrir fjöri á þeim tímapunkti. „Maður heyrði strax raddir um að fólk væri ekki í stuði fyrir þetta,“ eins og meðlimur í skemmtinefnd Skjaldar, starfsmannafélagi Arion banka, orðaði það að kvöldi uppsagnadagsins 26. september.
Íslenskir bankar Tónlist Tengdar fréttir Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07 Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30 Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Sjá meira
Arion segir upp 100 manns Stjórn Arion banka samþykkti á fundi sínum í morgun nýtt skipulag bankans sem tekur gildi í dag. 26. september 2019 09:07
Viðskiptin 2019: WOW, þrot og takkaskór Viðskiptaárið 2019 var fjölbreytt og forvitnilegt. Hér er drepið á því áhugaverðasta sem átti sér stað í viðskiptalífinu á síðasta ári. 29. desember 2019 09:30
Starfsmannagleði morgundagsins hjá Arion banka blásin af Einn skipuleggjenda veislunnar segir að strax hafi orðið ljóst að starfsfólk væri ekki í skapi fyrir hátíðahöld. 26. september 2019 21:33