Bæði snjóflóðin á Flateyri fóru yfir varnargarðinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. janúar 2020 18:49 Frá Flateyri í nótt. Þar varð tjón á smábátum þegar flóðið úr Skollahvilft féll í höfnina. Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn. Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Bæði snjóflóðin sem féllu á Flateyri seint í gærkvöldi fóru yfir varnargarð í bænum. Áður hafði komið fram að annað flóðið fór að hluta yfir garðinn og lenti á hús í útjaðri bæjarins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Veðurstofunnar. Snjóathugunarmenn og sérfræðingar hafa í dag kannað snjóflóðin á Flateyri. Samkvæmt upplýsingum sem liggja fyrir nú áætlar Veðurstofan að flóðin á Flateyri í gær kunni að vera sambærileg að stærð við snjóflóð sem féll úr Skollahvilft við Flateyri árið 1995. Annað flóðið í gær kom úr Innra-Bæjargili og hafnaði á húsi við Ólafstún 14. Íbúi í húsinu, unglingsstúlka, lenti í flóðinu en slapp með nokkrar skrámur. Hún lá undir flóðinu í um 40 mínútur en björgunarsveitarmönnum í bænum tókst að grafa hana upp. Skýringarmynd sem sýnir hvar snjóflóðin tvö féllu.Vísir/Hjalti Hitt flóðið féll úr Skollahvilft á Flateyri og olli tjóni í höfninni. Í ljós hefur komið að þetta flóð fór að hluta yfir varnargarðinn, eins og áður var vitað um flóðið sem féll hinum megin í bænum úr Innra-Bæjargili. Þá eru vísbendingar um að meira hafi flætt yfir Skollahvilftargarðinn en yfir garðinn undir Innra-Bæjargili. Niðurstöður mælinga liggja þó ekki fyrir. „Flóð yfir varnargarðana á tveimur stöðum nú kalla á endurmat á virkni varnargarðanna á Flateyri og þá um leið endurskoðun á hættumati sem gert var 2004,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar. Auður Elva Kjartansdóttir, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands, sagði í samtali við Vísi í dag að svo virtist sem eins konar öldugangur hefði myndast í flóðinu sem kom úr Innra-Bæjargili. Þessi öldugangur hefði valdið því að flóðið skvettist yfir varnargarðinn og lenti á íbúðarhúsinu. Þá væri það ekki nema við allra verstu aðstæður að Veðurstofan búist við því að flóð gæti hugsanlega farið yfir varnargarðinn.
Almannavarnir Snjóflóðin í Súðavík Veður Tengdar fréttir Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46 Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31 Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04 Mest lesið Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Fleiri fréttir „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Sjá meira
Unglingsstúlkan sefur og segir læknir hana hafa sloppið ótrúlega vel Örn Erlendur Ingason, læknir á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði, segir fimmtán ára stúlku sem lenti í snjóflóði á Flateyri seint í gærkvöld hafa sloppið ótrúlega vel. Hann þakkar snarræði heimamanna. 15. janúar 2020 11:46
Íbúar Suðureyrar beðnir um að halda sig frá tilteknum götum og svæðum Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra beinir því til íbúa á Suðureyri að vera ekki úti eða á ferli á eftirtöldum svæðum: Aðalgötu, Eyrargötu, Skipagötu, Skólagötu, Freyjugöta, hafnarsvæði og neðan Sætúns. 15. janúar 2020 16:31
Ómar segir varnargarðana hafa sannað gildi sitt í nótt Ómar Ragnarsson segir að snjóflóðavarnargarðarnir á Flateyri hafi sannað gildi sitt í gærkvöldi þar sem þeir bægðu stóru snjóflóði frá byggðinni. 15. janúar 2020 07:04