Greindi óvænt frá því að hún væri transkona Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. janúar 2020 19:51 Nikkie de Jager, betur þekkt sem NikkieTutorials, heldur úti gríðarvinsælli YouTube-rás þar sem hún birtir förðunarmyndbönd af ýmsum toga. Vísir/getty Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum. Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Nikkie de Jager, ein vinsælasta YouTube-stjarna heims, er transkona. De Jager greindi frá þessu í myndbandi sem hún birti á YouTube í gær og sagðist hafa ákveðið að taka málin í sinar hendur eftir að óprúttnir aðilar hefðu hótað því að afhjúpa hana. De Jager er þekkt undir nafninu NikkieTutorials og hefur haldið úti samnefndri YouTube-rás í rúman áratug. Hún er ein sú vinsælasta á sviði förðunar á miðlinum og státar af um þrettán milljón áskrifendum. Þá hefur hún birt myndbönd í samstarfi við Hollywood-stjörnur á borð við Lady Gaga og Jessie J. Þetta er í fyrsta sinn á löngum ferli sem De Jager greinir frá því að hún sé trans og fréttirnar komu því mörgum aðdáendum hennar í opna skjöldu. Myndbandið sem flutti netheimum tíðindin ber heitið „I‘m Coming Out“, eða „Ég kem út úr skápnum“ upp á íslensku og er í fyrsta sæti á vinsældarlista YouTube þessa stundina. De Jager rekur þar sögu sína og aðdraganda þess að hún ákvað loks að svipta hulunni af því sem hingað til hafði verið leyndarmál. „Þegar ég var yngri fæddist ég í röngum líkama, sem þýðir að ég er núna trans. […] Guð minn góður, þetta er svo frelsandi. Þið höfðuð ekki hugmynd um það þessi ellefu ár sem ég hef haldið rásinni úti, að ég bjó yfir þessu leyndarmáli og mig langaði alltaf að deila því með ykkur.“ Þá vandar hún óprúttnum aðilum, sem hún segir í raun hafa neytt sig til að leysa frá skjóðunni, ekki kveðjurnar. „Þessi er fyrir ykkur,“ segir De Jager og heldur uppi löngutöng á annarri hönd. Myndbandið má sjá í spilaranum ofar í fréttinni. De Jager hefur notið mikils stuðnings meðal aðdáenda sinna, sem og meðlima hinseginsamfélagsins, eftir að hún greindi frá því að hún væri transkona. Hún kveðst afar þakklát fyrir viðtökurnar, þær hafi farið fram úr hennar björtustu vonum.
Hinsegin Samfélagsmiðlar Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira