Ósýnilegt misrétti Mordekaí Elí Esrason skrifar 14. janúar 2020 09:00 Opið bréf til landsmanna Kæru Íslendingar, gleðilegt ár! Ég vona að þið séuð búin að ná ykkur eftir ofátið sem fylgir jólum og áramótum. Atvinnuleitin Engum finnst atvinnuleit auðveld eða skemmtileg, en hún er eitt af því sem við þurfum að kljást við í okkar daglega lífi. Þú dregur fram hæfni þína og áhuga á því starfi sem þú ert að leitast eftir, kynnir þér fyrirtæki sem gætu passað hæfileikum þínum, markmiðum og áhuga. Til að sækja um starf þarftu svo að passa upp á að ferilskráin þín sé flekklaus og auðlesanleg. Oft er einnig gerð krafa um kynningarbréf, og það má sko alls ekki endurnýta. Það kannast allir við þetta ferli, ekki satt? Svo loksins færðu svar, einhver hefur áhuga á að kynnast þér betur og leist vel á umsóknina þína. Þau ætla sér að bjóða þér í viðtal, þetta vekur hjá þér tilhlökkun af því að viðtalið færir þér einu skrefi nær þínum draumi. Þú lætur þau vita að þú sért þakklátur fyrir boðið og að þau viðurkenni hæfileika þína. En þú bíður samt áfram eftir tímasetningu viðtalsins. Næsta morgun færðu tölvupóst frá atvinnurekandanum um boð í viðtal og ert beðinn um að staðfesta hvort þú komist á þeim tíma sem óskað er eftir af þér. Þá kemur að stóru stundinni, þú lætur þau vita að þú þurfir á táknmálstúlki að halda fyrir viðtalið. Það eru nokkrir möguleikar á svari sem þú getur átt von á... - Ekkert mál! Hvar get ég pantað túlk? Láttu mig endilega vita og ég panta túlk fyrir þig! - Hmm... Ég er ekki viss um að þessi staða henti þér. Engin frekari samskipti í kjölfarið. - Engin svör, þú ýtir á og biður eftir svörum, kannski er viðkomandi mjög upptekinn og hefur ekki séð fyrsta svarið frá þér. Loks kemur svar: „Það er búið að ráða í starfið.“ Það versta er, annað og þriðja svarið er lang algengast. Nú ertu kominn aftur á byrjunarreit og veist ekki hvernig þú átt að snúa þér, hvað næst? Held ég bara áfram? Mikið hefur verið talað og barist fyrir jafrétti hér á landi, samt sem áður er enn alveg ofboðsleg mismunun og fordómar gagnvart minnihlutahópum hér á landi. Það kemur fyrir að manni sé boðið í viðtal, sem er frábært, en svo fer allt viðtalið í að sanna fyrir atvinnurekandanum að þú sért full fær um að sinna því starfi sem þú sóttist eftir þrátt fyrir heyrnarleysi í stað þess að ræða styrki þína og hæfileika sem gætu nýst í starfi. Oftar en ekki í þessu jafnréttissamfélagi sem við búum í er spyrillinn kona, kona sem er svo blind af sínum forréttindum á að vera heyrandi að hún gleymir því hversu hart hún og kynsystur hennar hafa þurft að berjast fyrir þeirra réttindum í samfélaginu, að hún áttar sig ekki á því að það sem hún er að gera er að mismuna á sömu forsendum og karlar gerðu, og sumir gera enn, gagnvart henni og kynsystrum hennar hér áður fyrr. Í einu slíku viðtali fékk ég eftirminnilega spurningu: „af hverju ætti ég að ráða þig ef það þýðir að ég þurfi að gera breytingar á hvernig samskipti fara fram á vinnustaðnum?“ Ég svaraði með því að benda á kaldhæðnina í spurningunni í ljósi sögunnar: „Ég skil ekki hvernig þú getur sagt þetta í ljósi þess að kynsystur þínar fengu vafalaust sömu spurningu í upphafi þeirra baráttu, hvernig eiga samskiptin að vera ef það er kona á vinnustaðnum?“. Nú ertu í okkar sporum, hvernig líður þér með það? Heyrnarlausir með gott vald á íslensku, eða óíslenskumælandi starfsfólk? Það er ákveðin spurning sem íslenskir atvinnurekendur þyrftu að íhuga. Er betra að ráða starfsfólk til vinnu sem kann ekki stakt orð í íslensku heldur en heyrnarlausan einstakling sem talar reiprennandi íslenskt táknmál og er lesandi og skrifandi á hið ástkæra ylhýra. Það virðist að minnsta kosti vera mun auðveldara fyrir útlendinga að fá vinnu en döff fólk. Hvar er virðingin sem við eigum verðskuldaða? Erum við virkilega ennþá talin minna virði en heyrandi fólk líkt og hugsunarhátturinn var gagnvart konum og lituðu fólki hér áður fyrr? Ég hef engan áhuga á því að vinna í vernduðu umhverfi, enda myndi það eingöngu benda til aðskilnaðar milli hinna máttugu og þeirra minnimáttar. Latning og höfnun Latning er stórvandi á meðal fólks, hún hefur áhrif á andlega heilsu og leiðir mann inn í depurð og hvíða fyrir höfnun og fordómum. Við byrjum að hugsa hvort það sé virkilega þess virði að vera hér og að styðja við hinn „heyrandi“ efnahag þegar við erum ekki metin að verðleikum og eigum ekki séns í að vaxa í starfi. Hvar munum við finna hamingju og stöðuleika í lífinu með endalausa veggi fyrir framan nefið á okkur? Því miður hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvernig fordómar og mismunun á vinnustöðum hefur haft áhrif á döff einstaklinga á Íslandi. Fordómar spila stóra rullu í atvinnulífi heyrnarlausra, sem endar á uppsagnarbréfi þeirra vegna óánægju í starfi, ómöguleika á því að vaxa í starfi, eða eftirtektarlaus stjórnun. Að lokum hverjir eru atvinnumöguleikar okkar? Heyrandi fólk virðist vera með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvað við getum og getum ekki gert. Það eru ákveðin skilaboð til kvenna sem fylgja þessum skrifum mínum; lítið í eigin barm áður en þið takið ákvörðun um að ráða okkur ekki, þið hafið verið í okkar sporum. Fyrir unga fólkið, það er gaman að vera í kringum ungt döff fólk! Höfundur er döff í leit að jafnrétti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Vinnumarkaður Mest lesið Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Opið bréf til landsmanna Kæru Íslendingar, gleðilegt ár! Ég vona að þið séuð búin að ná ykkur eftir ofátið sem fylgir jólum og áramótum. Atvinnuleitin Engum finnst atvinnuleit auðveld eða skemmtileg, en hún er eitt af því sem við þurfum að kljást við í okkar daglega lífi. Þú dregur fram hæfni þína og áhuga á því starfi sem þú ert að leitast eftir, kynnir þér fyrirtæki sem gætu passað hæfileikum þínum, markmiðum og áhuga. Til að sækja um starf þarftu svo að passa upp á að ferilskráin þín sé flekklaus og auðlesanleg. Oft er einnig gerð krafa um kynningarbréf, og það má sko alls ekki endurnýta. Það kannast allir við þetta ferli, ekki satt? Svo loksins færðu svar, einhver hefur áhuga á að kynnast þér betur og leist vel á umsóknina þína. Þau ætla sér að bjóða þér í viðtal, þetta vekur hjá þér tilhlökkun af því að viðtalið færir þér einu skrefi nær þínum draumi. Þú lætur þau vita að þú sért þakklátur fyrir boðið og að þau viðurkenni hæfileika þína. En þú bíður samt áfram eftir tímasetningu viðtalsins. Næsta morgun færðu tölvupóst frá atvinnurekandanum um boð í viðtal og ert beðinn um að staðfesta hvort þú komist á þeim tíma sem óskað er eftir af þér. Þá kemur að stóru stundinni, þú lætur þau vita að þú þurfir á táknmálstúlki að halda fyrir viðtalið. Það eru nokkrir möguleikar á svari sem þú getur átt von á... - Ekkert mál! Hvar get ég pantað túlk? Láttu mig endilega vita og ég panta túlk fyrir þig! - Hmm... Ég er ekki viss um að þessi staða henti þér. Engin frekari samskipti í kjölfarið. - Engin svör, þú ýtir á og biður eftir svörum, kannski er viðkomandi mjög upptekinn og hefur ekki séð fyrsta svarið frá þér. Loks kemur svar: „Það er búið að ráða í starfið.“ Það versta er, annað og þriðja svarið er lang algengast. Nú ertu kominn aftur á byrjunarreit og veist ekki hvernig þú átt að snúa þér, hvað næst? Held ég bara áfram? Mikið hefur verið talað og barist fyrir jafrétti hér á landi, samt sem áður er enn alveg ofboðsleg mismunun og fordómar gagnvart minnihlutahópum hér á landi. Það kemur fyrir að manni sé boðið í viðtal, sem er frábært, en svo fer allt viðtalið í að sanna fyrir atvinnurekandanum að þú sért full fær um að sinna því starfi sem þú sóttist eftir þrátt fyrir heyrnarleysi í stað þess að ræða styrki þína og hæfileika sem gætu nýst í starfi. Oftar en ekki í þessu jafnréttissamfélagi sem við búum í er spyrillinn kona, kona sem er svo blind af sínum forréttindum á að vera heyrandi að hún gleymir því hversu hart hún og kynsystur hennar hafa þurft að berjast fyrir þeirra réttindum í samfélaginu, að hún áttar sig ekki á því að það sem hún er að gera er að mismuna á sömu forsendum og karlar gerðu, og sumir gera enn, gagnvart henni og kynsystrum hennar hér áður fyrr. Í einu slíku viðtali fékk ég eftirminnilega spurningu: „af hverju ætti ég að ráða þig ef það þýðir að ég þurfi að gera breytingar á hvernig samskipti fara fram á vinnustaðnum?“ Ég svaraði með því að benda á kaldhæðnina í spurningunni í ljósi sögunnar: „Ég skil ekki hvernig þú getur sagt þetta í ljósi þess að kynsystur þínar fengu vafalaust sömu spurningu í upphafi þeirra baráttu, hvernig eiga samskiptin að vera ef það er kona á vinnustaðnum?“. Nú ertu í okkar sporum, hvernig líður þér með það? Heyrnarlausir með gott vald á íslensku, eða óíslenskumælandi starfsfólk? Það er ákveðin spurning sem íslenskir atvinnurekendur þyrftu að íhuga. Er betra að ráða starfsfólk til vinnu sem kann ekki stakt orð í íslensku heldur en heyrnarlausan einstakling sem talar reiprennandi íslenskt táknmál og er lesandi og skrifandi á hið ástkæra ylhýra. Það virðist að minnsta kosti vera mun auðveldara fyrir útlendinga að fá vinnu en döff fólk. Hvar er virðingin sem við eigum verðskuldaða? Erum við virkilega ennþá talin minna virði en heyrandi fólk líkt og hugsunarhátturinn var gagnvart konum og lituðu fólki hér áður fyrr? Ég hef engan áhuga á því að vinna í vernduðu umhverfi, enda myndi það eingöngu benda til aðskilnaðar milli hinna máttugu og þeirra minnimáttar. Latning og höfnun Latning er stórvandi á meðal fólks, hún hefur áhrif á andlega heilsu og leiðir mann inn í depurð og hvíða fyrir höfnun og fordómum. Við byrjum að hugsa hvort það sé virkilega þess virði að vera hér og að styðja við hinn „heyrandi“ efnahag þegar við erum ekki metin að verðleikum og eigum ekki séns í að vaxa í starfi. Hvar munum við finna hamingju og stöðuleika í lífinu með endalausa veggi fyrir framan nefið á okkur? Því miður hafa ekki verið gerðar rannsóknir á því hvernig fordómar og mismunun á vinnustöðum hefur haft áhrif á döff einstaklinga á Íslandi. Fordómar spila stóra rullu í atvinnulífi heyrnarlausra, sem endar á uppsagnarbréfi þeirra vegna óánægju í starfi, ómöguleika á því að vaxa í starfi, eða eftirtektarlaus stjórnun. Að lokum hverjir eru atvinnumöguleikar okkar? Heyrandi fólk virðist vera með fyrirfram ákveðnar hugmyndir um það hvað við getum og getum ekki gert. Það eru ákveðin skilaboð til kvenna sem fylgja þessum skrifum mínum; lítið í eigin barm áður en þið takið ákvörðun um að ráða okkur ekki, þið hafið verið í okkar sporum. Fyrir unga fólkið, það er gaman að vera í kringum ungt döff fólk! Höfundur er döff í leit að jafnrétti.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun