Enski boltinn

Mourin­ho: Er ekki öfundsjúkur út í Man. City og Liver­pool

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mourinho ósáttur í leiknum gegn Liverpool um síðustu helgi.
Mourinho ósáttur í leiknum gegn Liverpool um síðustu helgi. vísir/getty

Jose Mourinho, stjóri Tottenham, segir að hann sé ekki afbrýðissamur út í Man. City og Liverpool vegna leikmannahópa þeirra.

Meiðsli hafa herjað á lið Tottenham sem hafa gefið Portúgalanum fáa möguleika. Hann hefur neyðst til að spila Christian Eriksen sem er væntanlega á förum frá félaginu.

Harry Kane, Hugo Lloris, Ben Davis, Moussa Sissoko og Tanguy Ndombele eru á meðal þeirra sem eru á meiðslalistanum.

„Láttu ekki svona. Svona er staðan. Við getum ekki haft hópa eins og önnur lið. Það eru ekki við,“ sagði Mourinho hress og kátur eins og vanalega.







„Í gær (fyrradag) var ég að horfa á Man. City og ég leit á bekkinn. Sterling, Bernardo, Gundogan, Otamendi. Þú veist?“

„Þú sérð svo Liverpool og bekkinn þar. Þeir eru einnig í meiðslum með Matip, Lovren, Keita og Fabinho.“

„Ég er ekki afbrýðissamur. Ég er í frábæru starfi en þetta eru öðruvísi störf. Þetta er öðruvísi félag,“ bætti Portúgalinn við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×