Uppgjafarhermaður játar morð á rannsóknarblaðamanni Kjartan Kjartansson skrifar 13. janúar 2020 15:25 Marcek játaði morðið við upphaf aðalmeðferðar í dag. Vísir/EPA Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember. Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Fyrrum hermaður játaði að hann hefði verið ráðinn til að myrða Jan Kuciak, rannsóknarblaðamann, fyrir dómi í Slóvakíu í dag. Þekktur kaupsýslumaður er einnig ákærður fyrir morðið á Kuciak og unnustu hans sem átti meðal annars þátt í að stjórnarskipti urðu Slóvakíu í kjölfarið. Morðið á Kuciak og unnustu hans, Martinu Kusnirova, í febrúar árið 2018 olli hneykslan og reiði í Slóvakíu. Þau urðu kveikjan að mótmælum sem beindust gegn spillingu og leiddu á endanum til þess að Robert Fico hraktist úr embætti forsætisráðherra. Kuciak var þekktur rannsóknarblaðamaður sem hafði upplýst um spillingu. Þau Kusnirova voru bæði 27 ára gömul þegar þau voru skotin til bana á heimili sínu nærri höfuðborginni Bratislava. Miroslav Marcek, 37 ára gamall uppgjafarhermaður, sagði fyrir dómi að hann hefði verið ráðinn til að myrða Kuciak. Hann hefði hvorki þekkt blaðamanninn né unnustu hans. Frændi Marcek hafi borið honum tilboð um launmorðið og keyrt hann að íbúð parsins, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Baðst Marcek afsökunar á skaðanum sem hann hefði valdið aðstandendum Kuciak og Kusnirova. Þegar hann hafi séð þjáningar þeirra í sjónvarpinu hafi hann séð sig knúinn til að gangast við glæp sínum. Auk Marcek er Marian Kocner, þekktur kaupsýslumaður, ákærður í málinu, sakaður um að hafa fyrirskipað morðið á Kuciak. Hann neitar sök. Kuciak hafði meðal annars fjallað um viðskipti Kocner. Tomas Szabo, frændi Marcek og fyrrverandi lögreglumaður, hefur ekki tekið afstöðu til ákæru um aðild að morðinu. Alena Zsuzsova er einnig ákærð fyrir að hafa haft milligöngu um morðið. Fimmti einstaklingurinn, Zoltan Andrusko, játaði aðild að morðinu og var dæmdur í fimmtán ára fangelsi í desember.
Slóvakía Tengdar fréttir Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30 Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02 Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49 Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00 Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17 Mest lesið Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Kínverjar menga mest en standa sig samt best Erlent Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Innlent Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Sprengdi sig í loft upp við dómshús Erlent Fleiri fréttir Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Sjá meira
Fjölmenn mótmæli í skugga morðs á blaðamanni Þess er krafist í Slóvakíu að stjórnmálastéttin axli ábyrgð. 10. mars 2018 10:30
Kaupsýslumaður ákærður fyrir morð á blaðamanni og unnustu Rúmt ár er liðið frá því að ungur blaðamaður og unnusta hans voru myrt á heimili sínu. Umfjöllun blaðamannsins leiddi til falls ríkisstjórnar Slóvakíu eftir að hann lést. 14. mars 2019 15:02
Telja að blaðamaður hafi verið myrtur vegna umfjöllunar um meint skattsvik Ján Kuciak og unnusta hans Martina Kušnírová fundust látin á sunnudag. 26. febrúar 2018 18:49
Í haldi fyrir morð Kuciaks Dómstóll í Slóvakíu úrskurðaði fjóra í gæsluvarðhald í gær þar til mál þeirra fer fyrir dóminn, en viðkomandi eru ákærð fyrir að hafa myrt rannsóknarblaðamanninn Ján Kuciak og Martinu Kusnírová, unnustu hans, í febrúar. 1. október 2018 07:00
Síðasta frétt myrta rannsóknarblaðamannsins birt Fréttin fjallar um tengsl ítölsku mafíunnar við stjórnmálamenn í Slóvakíu. Kuciak var myrtur á sunnudaginn ásamt unnustu sinni. 28. febrúar 2018 21:17