Hörð barátta um starf ríkislögreglustjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 13. janúar 2020 13:57 Haraldur Johannessen hefur snúið sér að sérfræðistörfum hjá dómsmálaráðuneytinu. Vísir/Vilhelm Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Ljóst er að hæfnisnefnd mun hafa úr nokkrum fjölda umsækjenda að velja þegar ráðist verður í það verkefni að velja nýjan ríkislögreglustjóra. Haraldur Johannessen, sem lét af störfum sem ríkislögreglustjóri eftir 22 ár í starfi, komst að samkomulagi um starfslok á liðnu ári eftir að átta af níu lögreglustjórum landsins höfðu lýst yfir vantrausti á hann. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, og Halla Bergþóra Björnsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, eru einu lögreglustjórarnir á landinu sem staðfest hafa umsókn sína um starfið. Þá hefur Páll Winkel fangelsismálastjóri og Grímur Grímsson, tengiliður Íslands hjá Europol, einnig sótt um. Samkvæmt lögreglulögum skal umsækjandi um embættið hafa lokið lögfræðiprófi eða jafngildu háskólaprófi. Grímur er menntaður viðskiptafræðingur og segist í samtali við Fréttablaðið ætla að láta reyna á þetta ákvæði. Grímur Grímsson er einn þeirra sem sækist eftir embættinu.stöð 2 Kristín Jóhannesdóttir lögmaður er líklega óvæntasti umsækjandinn sem komið hefur fram. Kristín starfaði meðal annars sem framkvæmdastjóri hjá fjárfestingafélaginu Gaumi og hefur setið í stjórn Baugs þar sem bróðir hennar Jón Ásgeir Jóhannesson var í aðalhlutverki í lengri tíma. Þá sækja Logi Kjartansson lögfræðingur og Arnar Ágústsson öryggisvörður um starfið. Ekki áhuga á starfinu Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur gegnt stöðu ríkislögreglustjóra síðan Haraldur steig til hliðar. Hann segist þó ekki hafa áhuga á starfinu til frambúðar. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, vildi hvorki játa né neita aðspurður hvort hann hefði sótt um. Hann var eini lögreglustjórinn sem skrifaði ekki undir vantraustsyfirlýsingu á Harald í fyrra. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari og Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hafa verið nefnd til sögunnar sem líklegir umsækjendur. Sömuleiðis Páley Bergþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum og Karl Ingi Vilbergsson, lögreglustjóri á Vestfjörðum. Þau sóttu ekki um starfið. Fréttastofa hefur óskað eftir lista umsækjenda frá dómsmálaráðuneytinu. Von er á listanum í dag. Fréttin var uppfærð klukkan 14:43 þegar listinn var gerður opinber.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra 2020 Vantraust á ríkislögreglustjóra Vistaskipti Tengdar fréttir Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09 Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Talinn að hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Sjá meira
Páll Winkel vill verða ríkislögreglustjóri Páll Winkel, fangelsismálastjóri, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 20:09
Sigríður Björk sækist eftir embætti ríkislögreglustjóra Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, hefur sótt um stöðu ríkislögreglustjóra. 11. janúar 2020 18:29