Appelsínugular viðvaranir og hviður allt að 50 m/s Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. janúar 2020 09:27 Appelsínugular viðvaranir eru í gildi alls staðar á landinu nema fyrir austan. Skjáskot/veðurstofan Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Appelsínugul viðvörun er í gildi víða í dag og þangað til á morgun. Þegar hefur komið fram að ekkert ferðaveður verði á landinu þar til á miðvikudag en gert er ráð fyrir hviðum allt að 50 m/s á Suðausturlandi í dag. Djúp lægð nálgast landið í suðri og stormur gengur á land eftir hádegi. Appelsínugular stormviðvaranir taka gildi um eða eftir hádegi á Suðurlandi, Suðausturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og Miðhálendinu. Þá eru appelsínugular hríðarviðvaranir á Vestfjörðum, Ströndum og Norðurlandi vestra. Í þessum landshlutum er búist við vindi allt að 28 m/s. Einna hvassast verður undir Eyjafjöllum, Snæfellsnesi, austantil á Breiðafirði og almennt við fjöll en á áðurnefndum svæðum gætu hviður farið upp í 40 m/s. Í ábendingu frá veðurfræðingi Vegagerðarinnar segir að staðbundið ofsaveður verði suðaustanlands. Hviður í Öræfum og við Lómagnúp gætu orðið allt að 40-50 m/s en óveðrið stendur yfir frá um klukkan 14 og fram á nótt. Á höfuðborgarsvæðinu er hins vegar búist við skárra veðri en þar er aðeins gul viðvörun í gildi og gert ráð fyrir 15-23 m/s, með skafrenningi og lélegu skyggni í fyrstu. Vegir lokaðir og ekkert ferðaveður Þá eru gular hríðarviðvaranir í gildi á Norðurlandi eystra, Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum frá því í kvöld og þangað til á morgun. Alls staðar á landinu má jafnframt búast við lélegu skyggni og samgöngutruflunum, enda ekkert ferðaveður líkt og áður hefur komið fram. Vegfarendur eru beðnir að fylgjast vel með færð og veðri áður en lagt er í langferð, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar. Beðið hefur verið með mokstur vegna veðurs á norðanverðum Vestfjörðum. Vegurinn um Þröskulda er lokaður og ófært er um Klettsháls. Þá er þungfært frá Hofsósi í Ketilás og lokað þaðan í Siglufjörð. Einnig má gera ráð fyrir lokun í dag frá Fosshóteli við Núpá að Jökulsárlóni frá 14:30 eða 15 þangað til klukkan sjö eða átta í fyrramálið, að morgni þriðjudags. Nálgast má upplýsingar um færð á vegum í rauntíma á vef Vegagerðarinnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Veður Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira