15 ára stelpa í Þorlákshöfn seldi 20 myndir á klukkustund Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 12. janúar 2020 19:15 Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndlist Ölfus Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira
Þrátt fyrir að Birgitta Björt Rúnarsdóttir í Þorlákshöfn sé ekki nema fimmtán ára gömul þá hefur hún opnað sína fyrstu málverkasýningu. Á sýningunni eru tuttugu myndir, sem seldust öll á fyrsta klukkutíma sýningarinnar. Sýning Birgittu er til húsa Í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn. Margir mættu við opnuna á fimmtudaginn og dáðust af verkum Birgittu enda er hún mjög efnileg myndlistarkona, sem er nýbyrjuð að mála. Birgitta málar bara það sem henni þykir fallegt. En hvenær fékk hún áhuga á að fara að teikna og mála myndir? „Þegar ég rakst á Bob Ross kennslumyndbönd á YouTube, þá byrjaði áhuginn á því strax, ég myndi segja að hann hafi byrjað í september 2018“. En kemur það Birgittu á óvart hvað hún er góð að teikna og mála? „Það kom mér smá á óvart hvað ég þurfti litla kennslu, já ég myndi segja að það hafi komið mér á óvart hvað ég gat“. Þessi mynd er í miklu uppáhaldi hjá Birgittu en það tók hana 3-4 klukkustundir að teikna og mála hana.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Myndirnar málar Birgitta heima hjá sér á kvöldin inn í herberginu sínu en hún er yfirleitt mjög fljót með hverja mynd. Hún segist ekki vera búin að ákveða hvað hún geri í framtíðinni, hvort myndlistin verði fyrir valinu eða eitthvað annað „Ég er ekki viss en í augnablikinu er þetta bara mjög fínt áhugamál en við sjáum til hvert þetta fer“, segir hún. Tvíburabróðir Birgittu, Daníel Rúnarsson, er líka mikill listamaður en hann hefur ekki enn haldið sýningu á sínum verkum. En er gott að vera ungur listamaður í Þorlákshöfn? „Já, það er mjög skemmtilegt, maður fær mikið af hrósum því þetta er lítið þorp, það er mjög þægilegt. Ég á mikið af vinum, allir krakkarnir ná mjög vel saman, þannig að það er mjög skemmtilegt að búa hér“, segir Birgitta. Birgitta notar fallega liti og sækir mikið í náttúruna í myndum sínum.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Allar tuttugu myndir Birgittu seldust upp á fyrsta klukkutíma sýningarinnar en þær verða þó ekki teknar af veggjunum strax því sýningin verður opin út janúar á opnunartíma bæjarbókasafnsins. Daníel og Birgitta sem eru tvíburar í Þorlákshöfn og bæði mjög flottir og efnilegir listamenn.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Myndlist Ölfus Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Fleiri fréttir Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Óbreyttir stýrisvextir, samræmd námspróf og breytt snið á Menningarnótt Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Sjá meira