„Íslendingar vilja ekki spænsku litina” Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 12. janúar 2020 16:30 „Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira
„Íslendingar vilja ekki spænsku litina,“ segir Eydna Fossádal fasteignasali og hristir höfuðið yfir Íslendingum sem fúlsa við nýjum og hagstæðum íbúðum í Orihuela á Spáni vegna þess að byggingin er máluð í rauðleitum lit og dökkbláum. Í myndskeiðinu sem hér fylgir úr þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? fer Lóa Pind með Guðmundi Þór Sigurbjörnssyni að hitta fasteignasala þar sem hann er að leita að íbúð fyrir íslensk vinahjón. „En þú færð svo mikið fyrir peninginn hér. Og þá hugsa ég: getur maður ekki látið sig hafa þetta,“ segir Eydna hlæjandi og bendir á litina utan á húsinu. Það var samdóma álit allra sem Lóa Pind og Egill Aðalsteinsson myndatökumaður hittu í Íslendinganýlendunni í Orihuela að það væri auðveldara að komast af á Spáni en Íslandi. Enda fasteignaverð lægra, matarverð lægra og þeir sem lifa á eftirlaunum eða örorkulífeyri geta því leyft sér langtum meira þar en á Íslandi. Enda íslenskar tekjur mun hærri en spænskar. Guðný Ingólfsdóttir, einstæð móðir unglingsstúlku, sem rætt er við í þættinum segist geta komist af á 1000 evrum á mánuði. Það eru 137.000 kr. á genginu í dag. Og það þarf víst ekki að segja nokkrum manni að það dygði engan veginn fyrir foreldri á leigumarkaði á Íslandi.Rætt er við fjölda Íslendinga sem búa eða dvelja langdvölum í Orihuela í þætti kvöldsins en best kynnumst við daglegu lífi fjögurra Íslendinga, þeim Ingu Jóhannsdóttur (67 ára), Hilmars B. Jónssonar matreiðslumanns (76 ára) og svo hjónanna Friðbjargar Arnþórsdóttur (57 ára) og Guðmundar Þórs Sigurbjörnssonar (73 ára). Öll eiga þau sína sögu. Friðbjörg var nær dauða en lífi fyrir fáeinum árum en lifir nú eins og blóm í eggi á Spáni. Guðmundur er fyrrverandi smiður og fær rækilega útrás fyrir félagsþörf sína í Íslendingasamfélaginu. Inga sá fram á að neyðast til að fara á leigumarkaðinn í Reykjavík en gat keypt sér þriggja hæða hús í Orihuela og Hilmar, sem starfaði í 12 ár sem kokkur Vigdísar forseta, segir að hann hefði hugsanlega getað skrimt á eftirlaununum á Íslandi en lifi góðu lífi á þeim á Spáni.Íslenskir eftirlaunaþegar, öryrkjar og Íslendingar á vinnumarkaði á Spáni verða til umfjöllunar í fimmta þætti af Hvar er best að búa? á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld kl. 19:10. Í þessari 8 þátta seríu heimsækir Lóa Pind fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Í næstu þáttum kynnumst við fyrrverandi lögregluþjóni og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur, flugvirkja og markþjálfa í Englandi og hjónum sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumaður þessa þáttar er Egill Aðalsteinsson, klippingu önnuðust Tumi Bjartur Valdimarsson og Ólafur Þór Chelbat. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Mest lesið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Lífið Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ Lífið Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Lífið „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Lífið Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Lífið Opnar sig um dulið fósturlát Lífið Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Lífið Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Lífið Tískukóngar landsins á bleiku skýi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sögufrægt hús í miðborginni falt fyrir hálfan milljarð „Hann er að slátra laxinum“ Kessler-tvíburarnir fengu aðstoð við að deyja Tárvotir endurfundir sögulegra feðga Síðasta púslið væntanlegt í maí Dönsku keppendurnir hafi hætt að abbast upp á hana eftir samtalið Banastuð í bókateiti breska sendiráðsins Ísadóra á lista svölustu stelpna Bretlands „Loksins fékk drengurinn okkar nafnið sitt“ Von á þriðju stúlkunni: „Brotnaði um stund við fregnirnar“ Ragnheiður Guðfinna og Hjörtur að hittast Hefði getað blindast ef æxlið hefði ekki uppgötvast Labubu-fígúran mætir á hvíta tjaldið Íslenskur læknanemi keppir til úrslita í Bakaraslagnum Sjá meira