Trommari Rush látinn Andri Eysteinsson skrifar 11. janúar 2020 08:27 Peart lemur húðirnar árið 2012. Getty/Mike Lawrie Kanadíski trommarinn Neil Ellwood Peart lést á dögunum á heimili sínu í Santa Monica í Bandaríkjunum, 67 ára að aldri. Peart gerði garðinn frægan sem trommari og textahöfundur hljómsveitarinnar Rush en hana skipuðu, auk Peart, Alex Lifeson og Geddy Lee. Opinber Twitteraðgangur sveitarinnar greindi aðdáendum frá andláti Peart í gær. Sagði þar að „sálarbróðir“ þeirra Lifeson og Lee hafi glímt við krabbamein í heila undanfarin þrjú og hálft ár. Peart gekk til liðs við Rush árið 1974 og lék með þeim til ársins 2015 þegar hann ákvað að draga sig í hlé. Þá hafði sveitin þegar verið tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2013 en Peart sjálfur var tekinn inn í frægðarhöll trommara árið 1983 og er hann sá yngsti til að hljóta þar inngöngu. Peart var giftur ljósmyndaranum Carrie Nuttall og eiga þau eina dóttur, Oliviu Peart sem fædd er árið 2009. Neil Peart September 12, 1952 - January 7, 2020 pic.twitter.com/NivX2RhiB8— Rush (@rushtheband) January 10, 2020 Andlát Kanada Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Kanadíski trommarinn Neil Ellwood Peart lést á dögunum á heimili sínu í Santa Monica í Bandaríkjunum, 67 ára að aldri. Peart gerði garðinn frægan sem trommari og textahöfundur hljómsveitarinnar Rush en hana skipuðu, auk Peart, Alex Lifeson og Geddy Lee. Opinber Twitteraðgangur sveitarinnar greindi aðdáendum frá andláti Peart í gær. Sagði þar að „sálarbróðir“ þeirra Lifeson og Lee hafi glímt við krabbamein í heila undanfarin þrjú og hálft ár. Peart gekk til liðs við Rush árið 1974 og lék með þeim til ársins 2015 þegar hann ákvað að draga sig í hlé. Þá hafði sveitin þegar verið tekin inn í frægðarhöll rokksins árið 2013 en Peart sjálfur var tekinn inn í frægðarhöll trommara árið 1983 og er hann sá yngsti til að hljóta þar inngöngu. Peart var giftur ljósmyndaranum Carrie Nuttall og eiga þau eina dóttur, Oliviu Peart sem fædd er árið 2009. Neil Peart September 12, 1952 - January 7, 2020 pic.twitter.com/NivX2RhiB8— Rush (@rushtheband) January 10, 2020
Andlát Kanada Tónlist Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira