Gylfi og fé­lagar svöruðu fyrir sig | Öruggur sigur Chelsea og hikst á Leicester

Anton Ingi Leifsson skrifar
Gylfi í leiknum í dag.
Gylfi í leiknum í dag. vísir/getty

Everton kom til baka eftir niðurlæginguna gegn Liverpool í enska bikarnum um síðustu helgi og vann 1-0 sigur á Brighton á heimavelli.

Fyrsta og eina mark leiksins gerði Richarlison á 38. mínútu. Eftir laglega sókn fékk hann sendingu frá Lucas Digne og kláraði færið vel.

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði allan leikinn fyrir Everton sem er í 11. sæti deildarinnar með 28 stig.







Chelsea vann loksins heimasigur er liðið hafði betur gegn Burnley, 3-0. Jorginho skoraði úr vítaspyrnu á 27. mínútu og Tammy Abraham bætti við marki ellefu mínútum síðar.

Þetta var fimmtánda mark Abraham í deildinni en þriðja og síðasta mark leiksins kom einnig frá ungum Englendingi. Það gerði Callum Hudson Odoi á 49. mínútu. Lokatölur 3-0.





Chelsea er í 4. sætinu með 39 stig, fimm stigum á undan Man. United sem er sæti neðar, en Jóhann Berg Guðmundsson var á meiðslalistanum hjá Burnley sem er í 15. sætinu.

Leicester gæti misst annað sætið til Manchester City eftir að tapaði 2-1 fyrir við Southampton á heimavelli.

Leicester vann fyrri leik þessara liða 9-0. Dennis Praet kom Leicester yfir en Stuart Armstrong og Danny Ings tryggðu Sothampton sigurinn.





Southampton hefur verið á miklu skriði. Liðið er í 10. til 12. sæti deildarinnar með 28 stig en Leicester er í 2. sætinu. Þeir gætu þó misst það til Man. City á morgun.

Newcastle og Wolves gerðu svo 1-1 jafntefli. Miguel Almiron kom Newcastle yfir á sjöundu mínútu en eftir stundarfjórðung jafnaði Leander Dendoncker.

Newcastle er í þrettánda sætinu og Wolves í því sjöunda.

Úrslit dagsins:

Crystal Palace - Arsenal 1-1

Chelsea - Burnley 3-0

Everton - Brighton 1-0

Leicester - Southampton 1-2

Man. United - Norwich 4-0

Wolves - Newcastle 1-1

17.30 Tottenham - Liverpool

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira