Auba­mey­ang fékk beint rautt í jafn­tefli Arsenal gegn Palace

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aubameyang sér rautt.
Aubameyang sér rautt. vísir/getty

Arsenal gerði 1-1 jafntefli við Crystal Palace á útivelli í dag en Pierre-Emerick Aubameyang fékk beint rautt spjald í leiknum.

Arsenal komst yfir á 12. mínútu en þar var að verki Pierre-Emerick Aubameyang eftir magnaða sókn Arsenal-liðsins.

Liðið spilaði boltanum átján sínum á milli sín áður en Aubameyang skoraði eftir laglega stungusendingu frá Lacazette.







Staðan var 1-0 fyrir Skytturnar í hálfleik.

Jordan Ayew jafnaði metin á níundu mínútu síðari hálfleiks. Skot hans fór af David Luiz og yfir Bernd Leno í markinu.

Arsenal varð svo fyrir áfalli á 67. mínútu er Aubameyang fékk rautt spjald eftir groddaralegt brot á Max Meyer.

Í fyrstu fékk Aubameyang bara gult spjald en eftir skoðun í VARsjánni var hann sendur í sturtu.





Arsenal komst þó næst því að skora sigurmarkið en Vicente Guaita varði í tvígang frábærlega frá Arsenal.

Lokatölur 1-1 og Arsenal áfram í 10. sætinu með 28 stig en Palace er sæti ofar með stigi meira.



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira