Föstudagsplaylisti Ægis Sindra Bjarnasonar Hjalti Freyr Ragnarsson skrifar 10. janúar 2020 16:29 Ægir Sindri á tónleikastaðnum sínum R6013 í skúr við Ingólfsstræti. Vísir/Vilhelm Ægir Sindri trommukolkrabbi og grasróttæklingur setti saman löngu tímabæran föstudagslagalista fyrir Vísi á þessum stormasama föstudegi. Auk þess að tromma og gegna öðrum hlutverkum í fjölda tónlistarverkefna, World Narcosis, Logn, Bagdad Brothers og Laura Secord til að nefna nokkur, þá heldur hann reglulega tónleika í skúrnum heima hjá sér í Ingólfsstræti. Nefnist tónleikastaðurinn R6013 og heldur Ægir utan um staðinn í samfloti við plötuútgáfuna sína, Why Not? plötur. Þar er lögð rík áhersla að allir komist að, engin aldurstakmörk og að ungt tónlistarfólk fái svið að spreyta sig á. Síðasta sunnudag hélt Ægir svo sína fyrstu sólótónleika, þar sem hann lék á trommur, endurtekningarfetla og alls kyns gervla og önnur hljóðtól. Hann spilaði þar efni af plötu sem kom út samdægurs í 27 eintökum, en Ægir átti afmæli á sunnudaginn og varð 27 ára gamall. Aðspurður út í lagavalið segir Ægir listann vera „innblásturslista“, hann samanstandi af lögum sem hann var að hlusta á eða hugsa um þegar hann vann að áðurnefndri nýútkominni plötu. Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Ægir Sindri trommukolkrabbi og grasróttæklingur setti saman löngu tímabæran föstudagslagalista fyrir Vísi á þessum stormasama föstudegi. Auk þess að tromma og gegna öðrum hlutverkum í fjölda tónlistarverkefna, World Narcosis, Logn, Bagdad Brothers og Laura Secord til að nefna nokkur, þá heldur hann reglulega tónleika í skúrnum heima hjá sér í Ingólfsstræti. Nefnist tónleikastaðurinn R6013 og heldur Ægir utan um staðinn í samfloti við plötuútgáfuna sína, Why Not? plötur. Þar er lögð rík áhersla að allir komist að, engin aldurstakmörk og að ungt tónlistarfólk fái svið að spreyta sig á. Síðasta sunnudag hélt Ægir svo sína fyrstu sólótónleika, þar sem hann lék á trommur, endurtekningarfetla og alls kyns gervla og önnur hljóðtól. Hann spilaði þar efni af plötu sem kom út samdægurs í 27 eintökum, en Ægir átti afmæli á sunnudaginn og varð 27 ára gamall. Aðspurður út í lagavalið segir Ægir listann vera „innblásturslista“, hann samanstandi af lögum sem hann var að hlusta á eða hugsa um þegar hann vann að áðurnefndri nýútkominni plötu.
Föstudagsplaylistinn Mest lesið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Lífið Fleiri fréttir „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira