Viðskipti innlent

Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ein af vörunum sem Nói Siríus þarf að innkalla.
Ein af vörunum sem Nói Siríus þarf að innkalla. nói siríus

Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er um að ræða tvær stærðir af hreinu Síríus Rjómasúkkulaði og eina stærð af Síríus Suðusúkkulaði.

„Plastið sem kann að hafa farið í súkkulaðið er ýmist blátt eða bleikt að lit og ætti því að vera sjáanlegt neytendum þegar varan er opnuð. Tekið skal fram að umræddur vélbúnaður hefur verið lagfærður og því um einangrað tilvik að ræða.

Nói Síríus fylgir ströngum gæðastöðlum og gerðar hafa verið ráðstafanir til að útiloka að sambærilegt tilvik komi upp aftur.

Neytendur sem hafa keypt tilgreindar vörur eru beðnir að skila þeim inn í verslun eða á skrifstofu Nóa Síríusar að Hesthálsi 2-4.

Nói Síríus harmar þau óþægindi sem þetta kann að hafa valdið neytendum,“ segir í tilkynningunni.

Tegundirnar sem um ræðir eru:

Síríus Rjómasúkkulaði 3x100g.

Strikamerki: 5690576570585.

Best fyrir; 03.06.2021 og 04.06.2021.

Síríus Rjómasúkkulaði 150g.

Strikamerki: 5690576570608.

Best fyrir: 17.06.2021.

Síríus Suðusúkkulaði 300g.

Strikamerki: 5690576560302.

Best fyrir; 09.06.2021, 10.06.2021,

11.06.2021, 12.06.2021 .

Síríus rjómasúkkulaði 150 grömm er innkallað.nói siríus
Rjómasúkkulaði 300 grömm er einnig innkallað.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×