Ágúst: Þurfum að finna meiri gleði og ástríðu Víkingur Goði Sigurðarson skrifar 29. janúar 2020 20:20 Ágúst og hans menn eru í vandræðum. vísir/bára Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ” Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira
Valsmenn töpuðu 96-68 í Dominos deild karla í kvöld á heimavelli á móti Keflavík. Valsmenn komu ekki tánum þar sem gestirnir höfðu hælana en þeir voru að elta allan leikinn án árangurs. Valsmenn eru búnir að vera í miklu basli í Dominos deildinni uppá síðkastið en þeir eru bara búnir að vinna 2 af seinustu 12 leikjum sínum í deildinni eftir góða byrjun. „Við byrjuðum mjög illa og urðum bara fljótt litlir í okkur. Við vorum bara að elta allan leikinn,” sagði Ágúst Björgvinsson þjálfari Vals svekktur eftir leik kvöldsins. Það mætti halda að Keflvíkingar hafi verið að skjóta í stærri körfu en þeir settu meira en 50% af þriggja stigum sínum í leiknum. Varnarleikur Vals var fyrir neðan allar hellur en Keflvíkingar voru sömuleiðis að nýta færin sín vel. „Þeir hitta náttúrulega vel á móti okkur. Þeir hitta vel yfir 50% úr þristunum sínum. Síðan má líka spyrja sig hvort þetta sé bara góð hittni hjá þeim eða bara slæmur varnarleikur hjá okkur. Við vorum að hjálpa af stöðum sem við áttum ekki að vera að hjálpa svo þetta skrifast að miklu leyti bara á lélelgan varnarleik hjá okkur.” Keflvíkingar voru ekki bara að hitta vel úr þristum heldur voru þeir líka að fá fullt af opnum sniðskotum. Ágúst hefur alltaf lagt upp með að sín lið spili góðan varnarleik og verji körfuna. Liðið gerði það hinsvegar alls ekki í kvöld en gestirnir komust oftar en ekki í nákvæmlegu þau skot sem þeir vildu. „Ég er bara langt því frá að vera sáttur með okkar leik hérna í kvöld. Við getum spilað miklu betur en við gerðum. Við þurfum að finna miklu meiri gleði og ástríðu fyrir því sem við erum að gera. Það kemur þarna kafli í lok þriðja þar sem við vorum fínir. Þriðji leikhluti var svo sem allt í lagi hjá okkur. Við unnum hann og náðum þessu síðan niður í 12 stig í upphafi fjórða. Síðan skoruðu þeir bara einhverjar 4-5 körfur í röð og klára leikinn.” Það tóku eflaust einhverjir glöggir áhorfendur eftir því að Pavel Ermolinskij spilaði ekkert í fjórða leikhluta í kvöld. Pavel er á sínum degi einn besti leikmaður deildarinnar en hann hefur ekki alveg verið að hitta á sína besta daga síðan að flutti sig yfir Vatnsmýrina úr Vesturbænum. „Ég var að fara að setja hann aftur inná þegar við náðum þessu niður í 12 stig en síðan skoruðu þessar 4-5 körfur í röð. Þá var maður bara að hugsa um að það er stutt í næsta leik og maður þarf að halda mönnum ferskum.” Félagsskiptaglugginn lokar um mánaðarmótin. Sumir eru pottþétt að spá í því hvort Valsmenn munu ekki reyna að bæta við sig leikmanni áður en glugginn lokar til að styrkja sig í baráttunni. Gústi staðfesti aftur á móti að það kemur enginn liðsstyrkur í Valsliðið áður en glugginn lokar. „Við erum bara að hugsa um það sem við getum gert. Við erum að bæta okkar leik þrátt fyrir að þetta hafi verið skref aftur á bak. Vonandi getum þá bara tekið tvö skref áfram í næsta leik, en hann er bara á næsta mánudag. ”
Dominos-deild karla Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Í beinni: Svíþjóð - Ísland | Alvaran fyrir HM hefst Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Fleiri fréttir Í beinni: Álftanes - Njarðvík | Vinna heimamenn líka hitt liðið úr Reykjanesbæ? Í beinni: Keflavík - Höttur | Keflvíkingar þurfa að svara fyrir sig Í beinni: Tindastóll - ÍR | Komast Stólarnir á toppinn? Í beinni: Grindavík - Haukar | Hvað gera gestirnir eftir fyrstu tvo sigrana? Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Sjá meira