22 sigrar hjá Liverpool í 23 leikjum og nítján stiga forskot á toppnum Anton Ingi Leifsson skrifar 29. janúar 2020 21:30 Firmino og Chamberlain fagna í kvöld. vísir/getty Það er ekkert sem stoppar Liverpool í að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en toppliðið vann í kvöld 2-0 sigur á West Ham á útivelli. Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Toppliðið var án Sadio Mane í kvöld sem er á meiðslalistanum en Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliðinu í stað Mane. Það var einmitt Origi sem átti þátt í fyrsta marki leiksins. Hann fiskaði þá vítaspyrnu á 35. mínútu en Egyptinn Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfölduðu Liverpool forystuna. West Ham átti þá hornspyrnu, Liverpool vann boltann og sótti hratt. Mo Salah kom boltanum á Alex Oxlade-Chamberlain sem tók vel við knettinum og kláraði færið vel.Mohamed Salah has now been directly involved in 90 Premier League goals for Liverpool: 95 games 66 goals 24 assists That pass was *chef's kiss* pic.twitter.com/YPvV3qj4fJ— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Ekki gerðist mikið í síðari hálfleiknum en Trent Alexander-Arnold var nærri því að skora sjálfsmark er hann skaut boltanum í stöngina á sínu eigin marki. Lokatölur 2-0 og Liverpool er þar af leiðandi með 19 stig stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir hafa unnið 23 af þeim 24 leikjum sem þeir hafa spilað og gert eitt jafntefli. West Ham er í 17. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Bournemouth og Watford sem eru í 18. og 19. sætinu. Enski boltinn
Það er ekkert sem stoppar Liverpool í að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en toppliðið vann í kvöld 2-0 sigur á West Ham á útivelli. Liverpool have beaten every team in a single top-flight league season for the first time in the club's 127-year history. Boom. pic.twitter.com/zeuFbYduHi— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Toppliðið var án Sadio Mane í kvöld sem er á meiðslalistanum en Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliðinu í stað Mane. Það var einmitt Origi sem átti þátt í fyrsta marki leiksins. Hann fiskaði þá vítaspyrnu á 35. mínútu en Egyptinn Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði. Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfölduðu Liverpool forystuna. West Ham átti þá hornspyrnu, Liverpool vann boltann og sótti hratt. Mo Salah kom boltanum á Alex Oxlade-Chamberlain sem tók vel við knettinum og kláraði færið vel.Mohamed Salah has now been directly involved in 90 Premier League goals for Liverpool: 95 games 66 goals 24 assists That pass was *chef's kiss* pic.twitter.com/YPvV3qj4fJ— Squawka Football (@Squawka) January 29, 2020 Ekki gerðist mikið í síðari hálfleiknum en Trent Alexander-Arnold var nærri því að skora sjálfsmark er hann skaut boltanum í stöngina á sínu eigin marki. Lokatölur 2-0 og Liverpool er þar af leiðandi með 19 stig stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir hafa unnið 23 af þeim 24 leikjum sem þeir hafa spilað og gert eitt jafntefli. West Ham er í 17. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Bournemouth og Watford sem eru í 18. og 19. sætinu.