22 sigrar hjá Liver­pool í 23 leikjum og ní­tján stiga for­skot á toppnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Firmino og Chamberlain fagna í kvöld.
Firmino og Chamberlain fagna í kvöld. vísir/getty

Það er ekkert sem stoppar Liverpool í að verða enskur meistari í fyrsta sinn í 30 ár en toppliðið vann í kvöld 2-0 sigur á West Ham á útivelli.







Toppliðið var án Sadio Mane í kvöld sem er á meiðslalistanum en Divock Origi fékk tækifæri í byrjunarliðinu í stað Mane.

Það var einmitt Origi sem átti þátt í fyrsta marki leiksins. Hann fiskaði þá vítaspyrnu á 35. mínútu en Egyptinn Mohamed Salah steig á punktinn og skoraði.

Ekki voru fleiri mörk skoruð í fyrri hálfleik en á sjöundu mínútu síðari hálfleiks tvöfölduðu Liverpool forystuna.

West Ham átti þá hornspyrnu, Liverpool vann boltann og sótti hratt. Mo Salah kom boltanum á Alex Oxlade-Chamberlain sem tók vel við knettinum og kláraði færið vel.





Ekki gerðist mikið í síðari hálfleiknum en Trent Alexander-Arnold var nærri því að skora sjálfsmark er hann skaut boltanum í stöngina á sínu eigin marki.

Lokatölur 2-0 og Liverpool er þar af leiðandi með 19 stig stiga forskot á toppi deildarinnar. Þeir hafa unnið 23 af þeim 24 leikjum sem þeir hafa spilað og gert eitt jafntefli.

West Ham er í 17. sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Bournemouth og Watford sem eru í 18. og 19. sætinu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira