Handbolti

EM í dag: Pirruðu danska blaða­menn og truflun í boði skatt­greið­enda

Valur Páll Eiríksson skrifar
Henry Birgir og Valur Páll gerðu upp svekkjandi tap fyrir Danmörku í Herning.
Henry Birgir og Valur Páll gerðu upp svekkjandi tap fyrir Danmörku í Herning. Vísir/Vilhelm

Langur dagur er að kveldi kominn í Herning eftir undanúrslitaleiki á EM karla í handbolta. Strákarnir okkar stóðu vel í besta liði heims en leika um brons.

Það var við ofjarl að etja í Herning í dag. Ekki aðeins vegna þess hversu gríðarlega sterkt danska liðið er heldur einnig vegna þeirra 14 þúsund danskra stuðningsmanna sem voru í stúkunni samanborið við örfáar bláklæddar hræður.

Strákarnir sýndu frábæra frammistöðu eftir að hafa lagt á sig fimm klukkustunda rútuferð og fengið minni hvíld en danska liðið og það er sannarlega vert hróss.

Henry Birgir og Valur Páll gerðu leik kvöldsins upp sem og stemninguna í Boxinu í Herning. Upptaka þáttar tókst þó ekki fullkomnlega flekklaust fyrir sig.

Þáttinn má sjá í spilaranum.

Klippa: EM í dag 30. janúar 2026: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda



Fleiri fréttir

Sjá meira


×