Móðir barnanna handtekin grunuð um morð Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 10:06 Conor, Darragh og Carla McGinley ásamt föður sínum, Andrew. Írska lögreglan Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni. Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Lögregla á Írlandi hefur handtekið móður írsku barnanna þriggja, sem fundust látin í úthverfi Dyflinnar á Írlandi síðasta föstudag. Móðirin er grunuð um að hafa myrt börn sín. Irish Times greinir frá. Systkinin hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. Þau voru níu, sjö og þriggja ára. Leigubílstjóri gekk fram á móður barnanna, Deirdre Morley, í miklu uppnámi fyrir utan heimilið á föstudagskvöld. Lík barnanna fundust skömmu síðar og Morley var flutt á sjúkrahús, þar sem hún hefur fengið aðhlynningu. Krufning hefur farið fram Í yfirlýsingu frá lögreglu kemur fram að kona á fimmtugsaldri hafi verið handtekin í tengslum við málið, grunuð um morð. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að konan hafi fundist á vettvangi og dvalið á sjúkrahúsi. Hún sé nú í haldi lögreglu. Sjá einnig: Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla telur að börnin hafi verið í umsjá móður sinnar þegar þau létust. Morley er hjúkrunarfræðingur og starfar á barnaspítala í úthverfi Dyflinnar. Hún var send í „streitutengt“ leyfi frá störfum á síðasta ári. Lögregla hefur rannsakað hús fjölskyldunnar síðan á föstudag.Vísir/Getty Þá hafði Irish Times eftir lögreglu í gær að talið væri að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan, mögulega róandi lyf. Þau hafi svo verið kæfð. Rannsókn muni m.a. beinast að því hvaða lyf voru í húsinu þegar börnin létust. Börnin hafa þegar verið krufin, að því er segir í frétt Irish Times. Faðirinn kom heim á sama tíma og viðbragðsaðilar Fyrsta tilkynning um málið barst frá leigubílstjóra, sem kom að Morley seint á föstudagskvöld líkt og áður sagði. Hann fylgdi henni heim en þegar þangað var komið hneig hún niður. Í húsinu fannst jafnframt miði með fyrirmælum um að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja á neyðarlínu, sem leigubílstjórinn gerði. Irish Times greinir enn fremur frá því að faðir barnanna, Andrew McGinley, hafi komið heim á sama tíma og viðbragðsaðilar mættu á vettvang. McGinley sendi frá sér yfirlýsingu í gær þar sem hann lýsti „eyðileggingu, sorg og örvæntingu“. „Hver einasti andardráttur er barátta. Conor, Darragh og Carla eru elskuð. Þau áttu öll fallega, bjarta framtíð fyrir höndum með fjölskyldu, vinum og samfélagi sem elskaði þau,“ sagði jafnframt í yfirlýsingunni.
Írland Tengdar fréttir Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43 Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08 Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48 Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira
Talið að börnunum hafi verið byrluð ólyfjan og þau kæfð Lögregla bíður nú eftir að ræða við móður barnanna, sem liggur þungt haldin á sjúkrahúsi. 28. janúar 2020 13:43
Lík þriggja barna fundust í Dyflinni Gert er ráð fyrir að lögregla rannsaki andlát þeirra sem morð. 25. janúar 2020 12:08
Sagt að fara ekki upp á efri hæðina heldur hringja í neyðarlínu Írsku systkinin sem fundust látin á heimili sínu í úthverfi Dyflinnar á Írlandi á föstudagskvöld hétu Conor, Darragh og Carla McGinley. 26. janúar 2020 08:48