Guðrún Brá komin á Evrópumótaröðina: Var harðákveðin að ná þessu í ár Anton Ingi Leifsson skrifar 28. janúar 2020 19:00 Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið. Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Íslendingar eiga tvo keppendur í Evrópumótaröð kvenna í golfi, LET-mótaröðinni á þessari keppnistíð. Valdís Þóra Hallgrímsdóttir var komin með keppnisréttinn. Íslandsmeistarinn, tvö síðastliðin ár, Guðrún Brá Björgvinsdóttir fylgir í kjölfarið. Hún varð í 10-17. sæti á lokaúrtökumótinu á La Manga um helgina. Tvær aðrar hafa spilað í mótaröðinni, Ólöf María Jónsdóttir og Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Arnar Björnsson ræddi við Guðrúnu Brá í dag. „Ég var harðákveðin að ná þessu í ár og ég er ótrúlega ánægð að ég náði því,“ sagði Guðrún Brá við heimavöll sinn, Golfklúbbinn Keili. „Ég er ótrúlega spennt fyrir komandi ári og komandi verkefnum. Þetta verður vonandi mjög gott ár,“ en dagskráin framundan er ansi þétt. „Fyrsta mót er í Ástralíu 20. febrúar. Það er gaman að koma á nýja staði. Fyrstu tvö mótin verða þar og svo verðum við í Suður-Afríku, svo Sádi-Arabíu og svo verða mest megnis af mótunum í Evrópu í sumar sem er mjög þægilegt.“ Meiri peningur er komin í Evrópumótaröðina og Guðrún segir að þetta líti vel út. „Þeir eru búnir að styrkja þetta mjög fyrir árið í ár. Það er komið aðeins meira verðlaunafé í mótið sem er frábært.“ „Þeir eru búnir að vera í smá vandræðum síðustu ár með styrktaraðila en þetta lítur út fyrir að vera á réttri leið núna.“ Guðrún er komin inn á Evrópumótaröðina og vill komast enn lengra en hún tekur því með rónni einni. „Ég hef alltaf tekið eitt skref í einu. Nú hef ég náð þessu og get tékkað í það box. Svo er næsta skref LPGA en ég tek eitt skref í einu svo ég ætla að taka þetta skref fyrst.“ Nánari viðtal við Guðrúnu Brá má sjá hér að ofan þar sem hún ræðir meðal annars um föður sinn sem hjálpar henni mikið.
Golf Mest lesið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Blikar áfram með fullt hús stiga Körfubolti Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti „Bara feginn að við fundum þó leið“ Körfubolti ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Enski boltinn Sandra hélt áfram að fagna eftir landsleikina Fótbolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira