Sigur­mark Trezeguet í upp­bótar­tíma skaut Villa í úr­slita­leikinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Leikmenn Villa fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Villa fagna sigurmarkinu. vísir/getty

Aston Villa er komið í úrslitaleik enska deildarbikarsins eftir 2-1 sigur á Leicester í síðari undanúrslitaleik liðanna í kvöld.







Leicester var mikið sterkari aðilinn í fyrri leik liðanna en staðan var þó jöfn fyrir leik kvöldsins, 1-1.

Aftur voru það Leicester sem voru sterkari aðilinn. Þeir þjörmuðu að marki Villa en hinn norski Oerjan Haaskjold Nyland var vel á verði í markinu.

Það voru heimamenn í Villa sem komust yfir á tólftu mínútu. Matt Targett skoraði þá eftir laglegan undirbúning Jack Grealish og Villa 1-0 yfir í hálfleik.

Kelechi Iheanacho jafnaði metin á 72. mínútu og allt stefndi í framlengingu þegar varamaðurinn Trezeguet skoraði sigurmarkið á 93. mínútu.





Allt ætlaði um koll að keyra á Villa Park þegar flautað var til leiksloka en áhorfendurnir hlupu inn á völlinn.

Villa mætir annað hvort Man. City eða Man. United í úrslitaleiknum en þau mætast aftur annað kvöld. City leiðir 3-1 eftir fyrri leikinn.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira