Enski boltinn

Liver­pool mætir Chelsea vinni krakkaliðið Shrews­bury | Rooney gæti mætt United

Anton Ingi Leifsson skrifar
Úr leik Liverpool og Chelsea fyrr á leiktíðinni.
Úr leik Liverpool og Chelsea fyrr á leiktíðinni. vísir/getty

Dregið var í fimmtu umferð enska bikarsins í kvöld þrátt fyrir að ekki sé búið að útkljá öll einvígin úr fjórðu umferðinni.

Fyrrum ensku bikarmeistararnir, Glen Johnson og Teddy Sheringham, hjálpuðu til við dráttinn.







Það verður stórleikur milli Chelsea og Liverpool í fimmtu umferðinni vinni Liverpool síðari leikinn gegn Shrewsbury en þeir munu stilla upp varaliði.

Manchester United mætir annað hvort Northampton eða Derby sem þurfa að mætast á nýjan leik á meðan ríkjandi meistarar í Man. City mæta toppbaráttuliði ensku B-deildarinnar, Sheffield Wednesday.

Wayne Rooney, er nú spilandi aðstoðarþjálfari Derby, og gæti hann því mætt sínum gömlu félögum í United en dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan.

Drátturinn í heild sinni:

Sheffield Wednesday - Manchester City

Reading eða Cardiff - Sheffield United

Chelsea - Shrewsbury/Liverpool

West Brom - Newcastle/Oxford

Leicester - Coventry/Birmingham

Northampton/Derby - Manchester United

Southampton/Tottenham - Norwich

Portsmouth - Bournemouth/Arsenal




Fleiri fréttir

Sjá meira


×