Ritstjórinn sorgmæddur og í sjokki yfir þessum endalokum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. janúar 2020 13:50 Tímaritið Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í rúmlega 26 ár. Ritstjóri blaðsins var Bergur Ísleifsson. Myndir/Aðsent Tímaritið Myndir mánaðarins hefur hætt útgáfu og kemur blaðið ekki út aftur. Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í hverjum mánuði í 26 ár samfellt. Blaðið hefur alltaf verið í frídreifingu og verið fáanlegt í verslunum, bíóhúsum og á sölustöðum kvikmynda. Blaðið var einnig fáanlegt á vídeóleigum landsins þegar þær voru enn starfandi. „Ég er mjög sorgmæddur yfir þessum endalokum. Í hálfgerðu sjokki reyndar,“ segir Bergur Ísleifsson ritstjóri blaðsins í samtali við fréttastofu. „Ég vil senda kveðju til lesenda með þökk fyrir lesturinn í gegnum árin. Þeir eru margir sem eiga eftir að sakna þessa blaðs.“ Í blaðinu mátti finna umfjallanir um kvikmyndir og tölvuleiki. Einnig var fjallað um það helsta sem var að gerast í kvikmyndaheiminum. Útgefandi Mynda mánaðarins var Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Síðan árið 2012 hefur blaðið einnig verið fáanlegt rafrænt í samstarfi við Kvikmyndir.is vefinn. „Ég heyrði ávæning af þessu síðastliðið sumar, að auglýsingasamningar myndu klárast um áramót og framhald væri í óvissu,“ útskýrir Bergur. Hann vonaði þó að blaðið yrði áfram í útgáfu. „Síðan gerðist það að útgefandi blaðsins ákvað að leita ekki eftir frekari samningum og hætta. Það staðfesti hann í lok nóvember. Ég bauðst til að halda útgáfunni áfram og taldi það vel mögulegt en tvö af þremur bíóanna höfðu ekki áhuga á því, einhverra hluta vegna, og þar með var blaðið dauðadæmt.“ Tölublöðin voru í heildina 317 talsins.Mynd/Myndir mánaðarins Auglýsingamarkaðurinn erfiður „Við höfum komið út í öll þessi ár og lesturinn hefur verið mældur reglulega af Gallup. Þær tölur hafa sýnt þennan mikla lestur ár eftir ár þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið á óvart. Í síðustu mælingu minnir mig að heildarlesturinn hafi verið upp á 14,8 prósent. Mælingarnar hafa sýnt að það var alveg sérstaklega vinsælt hjá yngri lesendum,“ segir Stefán Unnarsson útgáfustjóri hjá Myndmark í samtali við Vísi. „Þó að heildarafkoman hafi verið í lagi þá voru einstaka blöð erfið auglýsingalega séð, menn að færa sig yfir í netauglýsingar og minnka prentauglýsingar. Maður sá að auglýsingamarkaðurinn að breytast.“ Hann segir að ekki hafi komið til greina að halda áfram rafrænni útgáfu, prentaða útgáfan hafi verið miklu vinsælli. „Það er viss söknuður hjá okkur eins og mörgum öðrum, yfir að geta ekki haldið þessu áfram reglulega. Við vorum allan tímann ánægð með gæðin.“ 317 tölublöð Aðstandendur blaðsins þakka lesendum fyrir lesturinn í gegnum árin og samstarfsfólki fyrir samstarfið, í færslu sem birt var á Facebook. Á síðustu forsíðunni eru Bad Boys félagarnir Martin Lawrence og Will Smith. „Engin veit sína ævi fyrr en öll er,“ svara aðstandendur blaðsins þegar einn Facebook fylgjandi spurði hvort síðasta forsíðan hefði ekki þurft að vera merkilegri. Ef marka má viðbrögðin við þessari tilkynningu eru margir sem munu sakna blaðanna. Blaðið virðist hafa verið sérstaklega vinsælt hjá ungu kynslóðinni. Á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna á Facebook eru lesendur til meira en tuttugu ára. Einhverjir lesendur hafa safnað blöðunum og eiga heilu árgangana heima hjá sér. Tölublöðin voru í heildina 317 talsins sem telst mikið afrek í tímaritaútgáfu hér á landi. Um tíma var það mest lesna tímarit landsins. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Stefáni Unnarssyni útgáfustjóra. Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Tímaritið Myndir mánaðarins hefur hætt útgáfu og kemur blaðið ekki út aftur. Myndir mánaðarins hefur verið gefið út í hverjum mánuði í 26 ár samfellt. Blaðið hefur alltaf verið í frídreifingu og verið fáanlegt í verslunum, bíóhúsum og á sölustöðum kvikmynda. Blaðið var einnig fáanlegt á vídeóleigum landsins þegar þær voru enn starfandi. „Ég er mjög sorgmæddur yfir þessum endalokum. Í hálfgerðu sjokki reyndar,“ segir Bergur Ísleifsson ritstjóri blaðsins í samtali við fréttastofu. „Ég vil senda kveðju til lesenda með þökk fyrir lesturinn í gegnum árin. Þeir eru margir sem eiga eftir að sakna þessa blaðs.“ Í blaðinu mátti finna umfjallanir um kvikmyndir og tölvuleiki. Einnig var fjallað um það helsta sem var að gerast í kvikmyndaheiminum. Útgefandi Mynda mánaðarins var Myndmark – félag myndbandaútgefanda og myndbandaleigna. Síðan árið 2012 hefur blaðið einnig verið fáanlegt rafrænt í samstarfi við Kvikmyndir.is vefinn. „Ég heyrði ávæning af þessu síðastliðið sumar, að auglýsingasamningar myndu klárast um áramót og framhald væri í óvissu,“ útskýrir Bergur. Hann vonaði þó að blaðið yrði áfram í útgáfu. „Síðan gerðist það að útgefandi blaðsins ákvað að leita ekki eftir frekari samningum og hætta. Það staðfesti hann í lok nóvember. Ég bauðst til að halda útgáfunni áfram og taldi það vel mögulegt en tvö af þremur bíóanna höfðu ekki áhuga á því, einhverra hluta vegna, og þar með var blaðið dauðadæmt.“ Tölublöðin voru í heildina 317 talsins.Mynd/Myndir mánaðarins Auglýsingamarkaðurinn erfiður „Við höfum komið út í öll þessi ár og lesturinn hefur verið mældur reglulega af Gallup. Þær tölur hafa sýnt þennan mikla lestur ár eftir ár þannig að þessi viðbrögð hafa ekki komið á óvart. Í síðustu mælingu minnir mig að heildarlesturinn hafi verið upp á 14,8 prósent. Mælingarnar hafa sýnt að það var alveg sérstaklega vinsælt hjá yngri lesendum,“ segir Stefán Unnarsson útgáfustjóri hjá Myndmark í samtali við Vísi. „Þó að heildarafkoman hafi verið í lagi þá voru einstaka blöð erfið auglýsingalega séð, menn að færa sig yfir í netauglýsingar og minnka prentauglýsingar. Maður sá að auglýsingamarkaðurinn að breytast.“ Hann segir að ekki hafi komið til greina að halda áfram rafrænni útgáfu, prentaða útgáfan hafi verið miklu vinsælli. „Það er viss söknuður hjá okkur eins og mörgum öðrum, yfir að geta ekki haldið þessu áfram reglulega. Við vorum allan tímann ánægð með gæðin.“ 317 tölublöð Aðstandendur blaðsins þakka lesendum fyrir lesturinn í gegnum árin og samstarfsfólki fyrir samstarfið, í færslu sem birt var á Facebook. Á síðustu forsíðunni eru Bad Boys félagarnir Martin Lawrence og Will Smith. „Engin veit sína ævi fyrr en öll er,“ svara aðstandendur blaðsins þegar einn Facebook fylgjandi spurði hvort síðasta forsíðan hefði ekki þurft að vera merkilegri. Ef marka má viðbrögðin við þessari tilkynningu eru margir sem munu sakna blaðanna. Blaðið virðist hafa verið sérstaklega vinsælt hjá ungu kynslóðinni. Á meðal þeirra sem skrifa athugasemdir við færsluna á Facebook eru lesendur til meira en tuttugu ára. Einhverjir lesendur hafa safnað blöðunum og eiga heilu árgangana heima hjá sér. Tölublöðin voru í heildina 317 talsins sem telst mikið afrek í tímaritaútgáfu hér á landi. Um tíma var það mest lesna tímarit landsins. Fréttin hefur verið uppfærð með viðbrögðum frá Stefáni Unnarssyni útgáfustjóra.
Bíó og sjónvarp Fjölmiðlar Mest lesið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira