Arsenal áfram eftir sigur á suðurströndinni Anton Ingi Leifsson skrifar 27. janúar 2020 22:00 Leikmenn Arsenal fagna í kvöld. vísir/getty Arsenal er komið áfram í 5. umferð enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Bournemouth á útivelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bukayo Saka skoraði og kom Arsenal yfir eftir afar fallega sókn. 22 sendingar áður en Saka þrumaði boltanum í slá og inn. What a goal Watch Bukayo Saka score an absolute belter in the first five minutes ⬇https://t.co/XQQvEwtDV0#BOUARS#FACup#bbcfootballpic.twitter.com/l4mHQOEYhw— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Bournemouth var í tómu tjóni í fyrri hálfleik. Liðið náði ekkert að halda boltanum og Arsenal réði ferðinni og rúmlega það í fyrri hálfleik. Edward Nketiah tvöfaldaði svo forystuna á 26. mínútu. Aftur var það gott uppspil, lagleg fyrirgjöf og mark. Nketiah að nýta tækifærið í byrjunarliðinu eftir að hafa verið í láni hjá Leeds fyrr á leiktíðinni. Varamaðurinn Sam Surridge minnkaði muninn fyrir Bournemouth á 92. mínútu eftir fyrirgjöf en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1.- @Arsenal are only the third club to record 9 wins in a span of 10 away matches in the FA Cup, after Preston North End in the late 19th century and Manchester United between 2015 and 2019. #EmiratesFACup#BOUARS— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 27, 2020 Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í næstu umferð. Enski boltinn
Arsenal er komið áfram í 5. umferð enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Bournemouth á útivelli í kvöld. Það voru ekki liðnar nema fimm mínútur er Bukayo Saka skoraði og kom Arsenal yfir eftir afar fallega sókn. 22 sendingar áður en Saka þrumaði boltanum í slá og inn. What a goal Watch Bukayo Saka score an absolute belter in the first five minutes ⬇https://t.co/XQQvEwtDV0#BOUARS#FACup#bbcfootballpic.twitter.com/l4mHQOEYhw— BBC Sport (@BBCSport) January 27, 2020 Bournemouth var í tómu tjóni í fyrri hálfleik. Liðið náði ekkert að halda boltanum og Arsenal réði ferðinni og rúmlega það í fyrri hálfleik. Edward Nketiah tvöfaldaði svo forystuna á 26. mínútu. Aftur var það gott uppspil, lagleg fyrirgjöf og mark. Nketiah að nýta tækifærið í byrjunarliðinu eftir að hafa verið í láni hjá Leeds fyrr á leiktíðinni. Varamaðurinn Sam Surridge minnkaði muninn fyrir Bournemouth á 92. mínútu eftir fyrirgjöf en nær komust heimamenn ekki og lokatölur 2-1.- @Arsenal are only the third club to record 9 wins in a span of 10 away matches in the FA Cup, after Preston North End in the late 19th century and Manchester United between 2015 and 2019. #EmiratesFACup#BOUARS— Gracenote Live (@GracenoteLive) January 27, 2020 Arsenal mætir Portsmouth á útivelli í næstu umferð.