Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 06:35 Billie Eilish var sigursæl á Grammy-verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘ Grammy Hollywood Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘
Grammy Hollywood Mest lesið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Sonur Tinu Turner látinn Lífið Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira