Billie Eilish kom, sá og sigraði á Grammy-verðlaunahátíðinni Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 06:35 Billie Eilish var sigursæl á Grammy-verðlaununum í nótt. vísir/getty Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘ Grammy Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bandaríska tónlistarkonan Billie Eilish, sem sló eftirminnilega í gegn á síðasta ári með fyrstu plötu sinni, When We All Fall Asleep, Where Do We Go, sópaði til sín öllum stærstu verðlaununum á Grammy-verðlaunahátíðinni sem fram fór í Los Angeles í gærkvöldi og nótt. Alls vann Eilish til fimm verðlauna. Hún var valin besti nýliðinn og á lag ársins, Bad Guy, sem einnig var valin smáskífa ársins. Þá var plata hennar When We All Fall Asleep, Where Do We Go bæði valin plata ársins sem og poppplata ársins. Þá hlaut eldri bróðir hennar og nánasti samstarfsmaður, Finneas O‘Connell, Grammy-verðlaun fyrir að framleiða fyrstu plötu systur sinnar. Eilish, sem tilnefnd var til alls átta Grammy-verðlauna, er yngsti tónlistarmaðurinn til að hljóta verðlaunin fyrir plötu ársins. „Ég grínast mikið með þessa hluti en ég vil í einlægni segja að ég er mjög þakklát,“ sagði Eilish í gærkvöldi. Platan var öll tekin upp æskuheimili hennar og bróður hennar í Los Angeles. Sagði O‘Connell að þau hefðu gert það því hann væri mest skapandi þar sem honum liði hvað þægilegast. „Það er ótrúlega mikill heiður að fá Grammy-verðlaunin fyrir að gera heimagerðar smákökur,“ sagði hann. Eins og Vísir greindi frá í gærkvöldi vann íslenska tónskáldið Hildur Guðnadóttir Grammy-verðlaunin fyrir tónlist sína í sjónvarpsþáttunum Chernobyl. Helstu sigurvegarar á Grammy-verðlaununum 2020: Plata ársins: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoSmáskífa ársins: Billie Eilish, Bad GuyLag ársins: Billie Eilish, Bad GuyNýliði ársins: Billie Eilihs, Bad GuyBesta poppplatan – sungin: Billie Eilish, When We All Fall Asleep, Where Do We GoBesti sóló-poppflytjandinn: Lizzo, Truth HurtsBesta poppdúóið/poppsveitin: Lil Nas X og Billy Ray Cyrus, Old Town RoadBesta poppplatan – hefðbundin: Elvis Costello & The Impostors, Look NowBesta raftónlistarplatan: The Chemical Brothers, No GeographyBesta rokkplatan: Cage the Elephant, Social CuesBesta alternative-platan: Vampire Weekend, Father of the BrideBesta R&B-platan: Anderson Paak, VenturaBesta rappplatan: Tyler, the Creator, IgorBesta kántríplatan: Tanya Tucker, While I‘m Livin‘
Grammy Hollywood Mest lesið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið „Hún leggst ofan á mig og tekur mig kyrkingartaki“ Lífið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira