Ferill Kobe Bryant í máli og myndum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. janúar 2020 06:30 Goðsögnin Kobe Bryant er fallinn frá. Vísir/AP Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Hann lést í þyrluslysi ásamt Gianni Bryant, dóttur sinni, og þremur öðrum er þau voru á leiðinni í keppnisleik hjá Gianni. Bryant var 41 árs gamall en Gigi, eins og hún var oftast kölluð, var aðeins 13 ára. Talið er að með þeim í þyrlunni hafi verið liðsfélagi hennar og foreldri ásamt þyrluflugmanni. Í greininni hér að neðan verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Bryant skil.Upphafið Kobe Bean Bryant fæddist þann 23. ágúst árið 1978 í Fíladelfíu í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. Hans verður ætíð munað sem ótrúlega íþróttamanns sem gaf allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði. Þá elskaði hann að hjálpa öðrum að bæta leik sinn og gátu leikmenn NBA deildarinnar alltaf hringt í Kobe og fengið ráð við hinu og þessu. Þá var hann einkar stoltur faðir og eiginmaður. Watching Kobe Bryant on ‘Jimmy Kimmel Live’ gushing about his daughter, Gianna, crushes me even more Gotta get off Twitter for awhile ... Going to play basketball with my daughters #RIPMAMBApic.twitter.com/gA3PzTJsJy— T̷R̷O̷Y̷ ̷H̷U̷G̷H̷E̷S̷ (@TommySledge) January 26, 2020 Kobe ólst upp í „Philly“ en þegar hann var sex ára flutti fjölskyldan búferlum til Ítalíu. Faðir hans, Joe Bryant, hafði verið atvinnumaður í NBA deildinni og vildi halda áfram að spila körfubolta. Því lá leiðin til Rieti á Ítalíu. Þar kynntist Kobe knattspyrnu og var hann alltaf mikill áhugamaður þó svo að körfubolti hafi átt hug hans allan frá því hann byrjaði fyrst að æfa þriggja ára gamall. Kobe náði góðum tökum á ítölsku á meðan dvöl þeirra stóð en hann var mikill tungumálamaður. Einnig talaði hann spænsku og meira að segja smá slóvensku eins og ungstirnið Luka Doncic komst að í desember á síðasta ári. Frá unga aldri var Lakers uppáhaldslið Kobe í NBA deildinni. Afi hans sendi honum myndbandsspólur með leikjum í pósti til Ítalíu sem Kobe horfði á aftur og aftur. Grandskoðaði hann hinar ýmsu hreyfingar leikmanna sem og öll smáatriði. Kobe var þekktur fyrir gífurlegt keppnisskap og gera allt sem í sínu valdi stóð til að verða betri. Þessi árátta fyrir smáatriðum byrjaði þarna er hann horfði á spólurnar aftur og aftur þangað til þær voru nánast ónýtar. Þegar Kobe var 13 ára flutti fjölskyldan aftur til Bandaríkjanna. Skömmu síðar varð hann að nafni í körfuboltaheiminum, innan Bandaríkjanna allavega, en Kobe var þá í menntaskóla. Lék hann með Lower Merion High School in Ardmore, sem var staðsettur í úthverfi Fíladelfíu. Eftir að hafa séð Kevin Garnett valinn í nýliðavali NBA án þess að hafa farið í haáskóla ákvað Kobe að taka sömu áhættu. Hann skráði sig því í nýliðaval NBA deildarinnar árið 1996, aðeins 18 ára að aldri. Alls voru 12 leikmenn valdir á undan honum en Charlotte Hornets nýttu valrétt sinn og völdu hinn 18 ára gamla Kobe Bryant sem 13. val. Þeir skiptu honum svo samstundis til Los Angeles Lakers og draumur Kobe um að verða Laker þar af leiðandi orðinn að veruleika. Það var þó bara byrjunin. Ungur Kobe Bryant gegn Ray Allen.Vísir/Getty Fyrstu árin hjá Lakers Kobe var ekki beint að kveikja í aðdáendum Lakers í upphafi ferilsins. Hann var jú yngsti leikmaður i sögu NBA deildarinnar á þeim tíma, aðeins 18 ára og 72 daga gamall, og því eðlilega ekki í stóru hlutverki. Það er ekki einsog hann hafi komið inn í deildina og verið bestur strax fra upphafi. Hann byrjar varla leik fyrstu árin og skoraði aldrei mikið. En krakkinn sem eg var elskaði þessi highlight af honum— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020 Hann kom oftar en ekki inn af bekknum hjá Lakers á þessum tíma en þegar hann var 18 ára og 152 gamall varð hann yngsti byrjunarliðs leikmaður í sögu deildarinnar. Á sínu fyrsta tímabili vann hann troðslukeppnina sem fram fer sömu helgi og Stjörnuleikurinn. Kobe er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vinna troðslukeppnina. Kobe fékk svo óvænt hlutverk gegn Utah Jazz í úrslitakeppninni á sinni fyrstu leiktíð. Í leik fimm voru Lakers við það að detta út og vegna meiðsla lykilmanna ásamt því að Shaquille O'Neill hafði fengið sex villur þá spilaði Kobe lokamínútur leiksins. Hann átti skelfilegan leik og skaut fjórum loftboltum (e. airballs) á síðustu tveimur mínútunum er Lakers tapaði 98-93 í framlengdum leik og seríunni samtals 4-1. Shaq sagði eftir leik að „Kobe væri eini leikmaðurinn með nægilegt hugrekki til að taka skot sem þessi á ögurstundu.“ Á næstu tveimur tímabilum fékk Kobe stærra hlutverk í Lakers liðinu og það var svo á þriðja tímabili hans, 1998-1999, sem hann loks fór að láta ljós sitt skína. Hann byrjaði alla leiki Lakers á tímabilinu og skrifaði undir nýjan sex ára samning. Hér var strax farið að líkja hinum unga Kobe við hina mögnuðu Michael Jordan og Magic Johnson. Lakers var hins vegar sópað af San Antonio Spurs í undanúrslitum Vesturdeildarinnar það tímabilið. Hlutirnir áttu svo aldeilis eftir að breytast eftir það. Shaq og Kobe saman á góðri stund.Vísir/Getty Hið óstöðvandi tvíeyki Los Angeles Lakers voru einfaldlega óstöðvandi um og eftir aldamótin. Kobe Bryant og Shaquille O´Neill mynduðu eitt öflugusta tvíeyki sem NBA deildin hefur séð. Innkona Phil Jackson, goðsagnakenndi þjálfarinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum, spilaði einnig stóra rullu í árangri liðsins. Þó svo að Shaq hafi stolið fyrirsögnunum í úrslitakeppninni árið 2000 þá átti Bryant stóran þátt í því að liðið landaði titlinum eftir hörku einvígi gegn Indiana Pacers. Í leik fjögur, eftir að hafa misst af leik þrjú vegna meiðsla, þá skoraði Kobe 22 stig í seinni hálfleik og kom Lakers í framlengingu þar sem hann skoraði sigurkörfuna í 120-118 sigri. Á endanum vann Lakers seríuna 4-2 og fyrsti titillinn síðan 1988 kominn í hús. Árið eftir voru Lakers með töluvert lakari árangur í deildarkeppninni en árið áður. Á sama tíma byrjuðu orðrómar um ósætti milli Kobe og Shaq að koma upp á yfirborðið. Sagan segir að Kobe hafi verið pirraður á hversu „kærulaus“ Shaq var. Þeir hafa blásið á þá orðróma þó svo sambandið hafi ekki alltaf verið fullkomið. There’s no words to express the pain Im going through with this tragedy of loosing my neice Gigi & my brother @kobebryant I love u and u will be missed. My condolences goes out to the Bryant family and the families of the other passengers on board. IM SICK RIGHT NOW pic.twitter.com/pigHywq3c1— SHAQ (@SHAQ) January 26, 2020 Kobe was so much more than an athlete, he was a family man. That was what we had most in common. I would hug his children like they were my own and he would embrace my kids like they were his. His baby girl Gigi was born on the same day as my youngest daughter Me’Arah. pic.twitter.com/BHBPN5Wq8V— SHAQ (@SHAQ) January 26, 2020 Til að svara „slöku“ gengi í deildarkeppninni þá gerðu Lakers sér lítið fyrir og unnu 15 af 16 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið kom í framlengdnum leik gegn Philadelphia 76ers í úrslitum með Allen Iverson í fararbroddi. Kobe spilaði nær alla leikina í úrslitakeppninni frá upphafi til enda. Var hann að meðaltali með 29.4 stig, 7.3 fráköst og 6.1 stoðsendingu í leik. Shaq lýsti því þarna yfir að Kobe væri besti leikmaður deildarinnar. Árið eftir vann Lakers enn og aftur. Þriðja árið í röð. Leiðin var þó töluvert erfiðari en árið á undan. Þeir lentu í 2. sæti á eftir Sacramento Kings og voru því ekki með heimaleikjarétt er liðin mættust í úrslitum Vesturdeildarinnar. Fór serían alla leið í oddaleik en Lakers höfðu á endanum betur. Í úrslitum mættu þeir svo New Jersey Nets sem reyndust lítil fyrirstaða og þriðji titllinn í höfn. Hinn 23 ára gamli Kobe var þar með orðinn yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að vinna þrjá titla.Næstum því Tímabilið 2002/2003 verður helst minnst fyrir ótrúlegt stigaskor Kobe rétt eftir áramót. Hann lék þá alls níu leiki þar sem hann skoraði 40 stig eða meira, ásamt því að taka 6.9 fráköst og gefa 5.9 stoðsendingarað meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni það árið máttu Lakers þola tap gegn verðandi meisturum San Antonio Spurs. Árið eftir komust Lakers alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu nokkuð óvænt 4-1 gegn Detroit Pistons. Í kjölfarið var Phil Jackson látinn fara og Shaq skipt til Miami Heat. Kobe skrifaði hins vegar undir nýjan sjö ára samning. Tímabilið eftir það komst Lakers ekki í úrslitakeppnina og umræðan um að Kobe þyrfti að hafa Shaq með sér í liði til að vinna eitthvað fór á flug. Jackson var ráðinn aftur fyrir 2005/2006 tímabilið. Það var svo í janúar 2006 sem Bryant skoraði 81 stig í 122-104 sigri á Toronto Raptors en Lakers höfðu verið 14 stigum undir í hálfleik. Þetta er næst hæsta stigaskor í sögu deildarinnar. Wilt Chamberlain á metið en hann skoraði 100 stig í einum og sama leiknum árið 1962. Kobe Bryant og fjölskylda er treyjunúmer hans, 8 og 24, voru hengd upp í rjáfur í Staples Center, heimavelli Lakers.Vísir/Getty Úr 8 í 24 Áður en leiktíðinni lauk var gefin út sú tilkynning að Kobe myndu færa sig úr treyju númer 8 sem hann hafði leikið í allan sinn Lakers feril og yfir í treyju númer 24. Í menntaskóla hafði hann verið í treyju númer 24 áður en hann skipti yfir í 33. Hjá Lakers var 24 í notkun þegar hann kom inn sem nýliði og 33 hafði verið lögð á hilluna til heiðurs Kareem Abdul-Jabbar. Þó svo að gengi Lakers hafi ekki verið jafn gott og áður þá varð treyjan hans sú mest selda í NBA á meðan tímabilinu 2006/2007 stóð.Aftur á toppinn Þann 23. desember 2007 varð Kobe yngsti leikmaður sögunnar (29 ára og 122 daga gamall) til að skora yfir 20.000 stig í NBA deildinni. LeBron James á metið í dag. Í febrúar 2008 meiddist Kobe illa á fingri en neitaði að fara í aðgerð og var á endanum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Hann fór svo fyrir sínum mönnum og með hjálp hins stóra og stæðilega Pau Gasol fóru Lakers alla leið í úrslit. Þar biðu erkifjendurnir í gegn í Boston Celtics. Var þetta í fyrsta skipti sem Kobe komst í úrslit án Shaq en því miður tapaði Lakers í sex leikja seríu. Spánverjinn var enginn Shaq en Kobe tengdi einkar vel við Gasol samt sem áður.Vísir/Getty Lakers mættu tvíefldir til leiks árið eftir og enduðu þeir deildarkeppninar með 65 sigra og aðeins 17 töp. Kobe varð annar í valinu á mikilvægasta leikmanni deildarinnar en LeBron James hlaut þann heiður að þessu sinni. Bryant lét það ekki á sig fá og var á endanum valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna er Lakers unnu Orlando Magic í fimm leikjum. Var Kobe með yfir 30 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar í þeirri seríu. Á meðan 2009/2010 tímabilinu stóð skoraði Kobe alls sex sigurkörfur, þar á meðal eina þriggja stiga flautukörfu er hann stökk upp á einum fæti gegn Miami Heat þann 4. desember 2009. Aftur meiddist hann á fingri og aftur ákvað hann að spila í gegnum sársaukann. skoraði hann sigurkörfuna gegn Milwaukee Bucks nokkrum dögum síðar. Þegar fólk hugsar um Kobe þá hugsar það um leikmann sem stígur upp þegar allt er undir og setur ómöguleg skot. Svo mikið að mín kynslóð kallar KOBE! þegar það reynir að hitta körfubolta í körfuna eða jafnvel þegar rusli er hent í ruslatunnuna af löngu færi. Every Kobe Bryant game winner to brighten up a shitty day.pic.twitter.com/Ax6z23pAvr— Sportacus (@IamSportacus33) January 26, 2020 Sama tímabil varð Kobe yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 25.000 stig (31 árs og 151 daga gamall). Hann varð einnig stigahæsti leikmaður í sögu Lakers. Þann 2. apríl 2010 skrifaði hann svo undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Kobe missti af níu leikjum á leiktíðinni vegna ýmissa meiðsla þó svo að hann hafi oftar nær reynt að spila meiddur. Það hafði engin áhrif er liðið var komið í úrslitakeppnina en þriðja árið í röð komst Lakers í úrslit. Þar mætti liðið aftur erkifjendum sínum í Boston. Serían fór í oddaleik þar sem Kobe leiddi endurkomu Lakers eftir að hafa verið 13 stigum undir. Kobe skoraði 10 af 23 stigum sínum í 4. leikhluta ásamt því að taka 15 fráköst. Kobe landaði þar með sínum fimmta NBA titli og var annað árið í röð valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaseríunnar. Kobe hefur síðan sagt að þetta sé uppáhalds titillinn hans af þeim fimm sem hann hefur unnið. Eins og sannur Laker þá elskaði Kobe að vinna Celtics.Vísir/Getty Leitin að þeim sjötta og meiðslin sem enduðu ferilinnÞað var ekkert leyndarmál að Kobe vildi ná sex titlum en það var fjöldinn sem Jordan náði. Lakers var hins vegar sópað úr úrslitakeppninni af verðandi meisturum Dallas Mavericks árið 2011. Árið eftir töpuðu þeir fyrir Oklahoma City Thunder með Kevin Durant í fararbroddi. Þann 5. desember 2012 varð Kobe yngsti leikmaðurinn til að skora yfir 30.000 stig í deildinni (34 ára og 104 daga gamall). Mikil meiðsli hrjáði Lakers það tímabilið og liðið var að berjast um að ná 8. og síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Kobe spilaði oftar en ekki allar 48 mínútur leikja undir lok tímabilsins. Það var svo þann 10. apríl 2013 sem Kobe sleit hásin í leik gegn Golden State Warriors. Á þessum tíma var aðeins nýliðinn Damian Lillard að spila fleiri mínútur að meðaltali en hinn 34 ára gamli Kobe Bryant. Hann fór í aðgerð sem þýddi að hann yrði frá í 6-9 mánuði. Lakers komust þó í úrslitakeppnina en var sópað af San Antonio í fyrstu umferð. Kobe snéri til baka á völlinn þegar 19 leikir voru búnir af 2013/2014 leiktíðinni. Hann meiddist hins vegar skömmu síðar á hné og var frá í sex vikur. Í mars 2014 var það svo gefið út að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni þar sem hann þyrfti lengri tíma til að jafna sig. Lakers enduðu tímabilið með aðeins 27 sigra og 55 töp sem þýddi að þeir komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2005. Einnig var þetta þeirra versti árangur í sögunni. Kobe snéri aftur tímabilið 2014/2015 og varð á endanum þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. Staða sem hann hélt allt þangað til innan við sólahring fyrir andlát sitt er LeBron James komst upp fyrir hann á listanum. Í kjölfarið ræddi LeBron áhrifn sem Kobe hafði haft á hann sem leikmann. LeBron talking about how Kobe inspired him, 15 hours before Kobe died. Hard to watch pic.twitter.com/qnYHfuQLV3— Jake Emery (@emers4) January 26, 2020 Í janúar 2015 meiddist Kobe á hægri öxl er hann keyrði að körfunni gegn New Orleans Pelicans. Hann kom þó aftur inn á og kláraði leikinn notandi eingöngu vinstri hendina, en Kobe var rétthentur. Fór það svo að Kobe þurfti aftur að fara undir hnífinn vegna meiðslanna og aftur var hann frá í 6-9 mánuði. Lakers enduðu tímabilið með 21 sigur og 61 tap. Sem þýddi að annað árið í röð áttu þeir sitt versta ár í sögunni. Eftir gífurlegt álag gaf önnur hásinin sig hjá Kobe. Hann setti þó niður vítaskot áður en hann haltraði út af.Vísir/Getty Svanasöngurinn með LakersKobe spilaði fyrsta leik Lakers á 2015/2016 tímabilinu sem þýddi að hann hafði þá leikið 20 leiktíðir með einu og sama liðinu. Í nóvember 2015 tilkynnti Kobe að þetta yrði hans síðasta tímabil. Hann birti ljóðið „Dear Basketball“ í gegnum The Players Tribune. Alls birti Kobe þrjár greinar á vefsíðu þeirra sem eru alllar á forsíðunni eftir andlát hans. Í „Dear Basketball“ lýsir Kobe yfir ást sinni á körfubolta frá sex ára aldri. Hvernig hún hefði heltekið líf hans og að hann hefði gefið allt sem hann ætti í leikinn sem hann elskaði af öllu hjarta. Hins vegar væri kominn tími til að hætta þar sem líkaminn gæti ekki meir. Þremur árum síðar var téð ljóð gert að stuttri teiknimynd sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í sínum flokki. Kobe, sigurvegarinn sem hann var, vann að sjálfsögðu Óskarinn fyrir bestu stuttmynd í flokki teiknimynda. This animated short about #Kobe won an Oscar last year. Watching it will give you chills. "My mind can handle the grind but my body knows it's time to say goodbye. And that's OK. I'm ready to let you go." RIP pic.twitter.com/UffY9v3aLl— Benny (@bennyjohnson) January 26, 2020 Kobe bað sérstaklega um að lið væru ekki að halda einhverjar ræður eða sína myndbönd er hann mætti í útileiki. Hann vildi bara mæta og spila körfubolta. Það gekk ekki eftir þar sem nánast hvert einasta lið tók honum fagnandi og birtu myndbönd honum til heiðurs. Á endanum tók ESPN staman leikmenn deildarinnar þar sem þeir þakka Kobe fyrir sitt framlag til deildarinnar og íþróttarinnar yfir höfuð. Dear Kobe: pic.twitter.com/Vy3o4nmAi2— ESPN (@espn) January 26, 2020 Tímabilið var algjör skelfing hjá Lakers en þeir enduðu leiktíðina með sinn versta árangur frá upphafi, þriðja árið í röð. 17 sigrar og 65 töp. Þeir unnu hins vegar lokaleik tímabilsins gegn Utah Jazz þar sem Kobe, verandi Kobe, fór out with a bang. Hann skoraði 60 stig í 101-96 stiga sigri Lakers. Kobe’s iconic last game pic.twitter.com/TNJL0xV7WC— NBALakersReport (@NBALakersReport) January 26, 2020 Kobe gengur af velli eftir að hafa skorað 60 stig í síðasta leik sínum fyrir Los Angeles Lakers.Vísir/AP Á tímabili sem spannar 20 leiktíðir í NBA deildinni skoraði Kobe að meðaltali 25 stig í leik, tók 5.2 fráköst, gaf 4.7 stoðsendingar og stal boltanum 1.4 sinnum í leik. Hæsta stigaskor hans var tímabilið 2005/2006 þegar hann skoraði að meðaltali 35.4 stig í þeim 80 leikjum sem hann spilaði – alla í byrjunarliði. Goðsögnin Kobe Bryant Hvort hann taki því sem hrósi verður aldrei vitað en eitt mesta hrós sem Kobe sem körfuboltamaður hefur fengið er það að vera líkt við Michael Jordan. Þó svo að Kobe hafi ekki náð að jafna titla fjölda Jordan þá er ljóst að þeir tveir eru ávallt í umræðunni um hver sé besti leikmaður í sögu NBA. Kobe Bryant er stigahæsti leikmaður Los Angeles Lakers frá upphafi. Hann er fimmfaldur NBA meistari og fór alls sjö sinnum í úrslit. Treyjunúmer hans, bæði 8 og 24, voru hengdar upp í rjáfur er hann lagði skóna á hilluna. Hann er af mörgum talinn einn fullkomnasti leikmaður NBA sögunnar, hafandi verið frábær sóknarmaður og mögulega enn betri varnarmaður. Kobe vann tvö gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu. Samkvæmt Jim Boeheim, þáverandi aðstoðarþjálfara landsliðsins, þá breytti Kobe landslagi bandaríska landsliðins og ástríða hans fyrir leiknum smitaðist til annarra leikmanna landsliðsins á þeim tíma. Hann var fyrsti leikmaður í sögu NBA til að skora 30.000 stig og gefa 6000 stoðsendingar. Hann er aðeins einn fjögurra leikmanan til að skora yfir 25.000 stig, gefa 6000 stoðsendingar og taka 6000 fráköst. Kobe bjó til ákveðið hliðarsjálf er hann átti í erfiðleikum innan sem utanvallar árin 2003 og 2004. Fjölskyldan hans var við það að liðast í sundur og það hafði áhrif á frammistöður hans á vellinum. Í kjölfarið varð The Black Mamba til. Hliðarsjálf Kobe átti sum sé að sjá um málin inn á vellinum, algjörlega óháð því sem var í gangi í lífi hans, á meðan Kobe sjálfur sá um hluti utan vallar.Black Mamba er tegund af snák sem er talin einstaklega eitruð. Það var það sem Kobe vildi vera inn á vellinum. Í kjölfarið varð svo Mamba mentality til en það var hugarfarið sem Kobe sýndi af sér á vellinum; Að gefa allt sem hann átti í hvert einasta skipti. Að gefast aldrei upp. Voru þetta hlutir sem einkenndu hann allt þangað til ferlinum lauk. Þegar leið á ferilinn varð Kobe að lærifaðir margra leikmanna deildarinnar. Sama hvort þeir voru samherjar hans eða mótherjar. Það átti eingöngu eftir að aukast eftir að hann lagði skóna á hilluna. Til að mynda gaf hann Giannis Antetokounmpo ýmis ráð og sá er nú líklega einn besti leikmaður deildarinnar. Ofan á þetta allt saman var Kobe að því virðist frábær og stoltur faðir. Hann hefur stutt dætur sínar fjórar í einu og öllu. Sama hvort það hafi verið innan vallar sem utan. Að eiga eingöngu dætur virðist hafa vakið áhuga hans á WNBA (Women´s NBA) og aðstoðaði hann leikmenn þar einnig. pic.twitter.com/sc2v8nMis2 — SLAM (@SLAMonline) January 26, 2020 Hans verður ætíð minnst sem manns sem því miður lést alltof snemma. Hvíl í friði Kobe Bryant, þín verður sárt saknað. Kobe was a legend on the court and just getting started in what would have been just as meaningful a second act. To lose Gianna is even more heartbreaking to us as parents. Michelle and I send love and prayers to Vanessa and the entire Bryant family on an unthinkable day.— Barack Obama (@BarackObama) January 26, 2020 Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði. 26. janúar 2020 21:49 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins Kobe Brant, er sögð vera á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 20:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Kobe Bryant, einn magnaðasti íþróttamaður og karakter íþróttasögunnar, er látinn. Hann lést í þyrluslysi ásamt Gianni Bryant, dóttur sinni, og þremur öðrum er þau voru á leiðinni í keppnisleik hjá Gianni. Bryant var 41 árs gamall en Gigi, eins og hún var oftast kölluð, var aðeins 13 ára. Talið er að með þeim í þyrlunni hafi verið liðsfélagi hennar og foreldri ásamt þyrluflugmanni. Í greininni hér að neðan verður reynt að gera ótrúlegum íþróttaferli Bryant skil.Upphafið Kobe Bean Bryant fæddist þann 23. ágúst árið 1978 í Fíladelfíu í Pennsylvaniu fylki í Bandaríkjunum. Hans verður ætíð munað sem ótrúlega íþróttamanns sem gaf allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði. Þá elskaði hann að hjálpa öðrum að bæta leik sinn og gátu leikmenn NBA deildarinnar alltaf hringt í Kobe og fengið ráð við hinu og þessu. Þá var hann einkar stoltur faðir og eiginmaður. Watching Kobe Bryant on ‘Jimmy Kimmel Live’ gushing about his daughter, Gianna, crushes me even more Gotta get off Twitter for awhile ... Going to play basketball with my daughters #RIPMAMBApic.twitter.com/gA3PzTJsJy— T̷R̷O̷Y̷ ̷H̷U̷G̷H̷E̷S̷ (@TommySledge) January 26, 2020 Kobe ólst upp í „Philly“ en þegar hann var sex ára flutti fjölskyldan búferlum til Ítalíu. Faðir hans, Joe Bryant, hafði verið atvinnumaður í NBA deildinni og vildi halda áfram að spila körfubolta. Því lá leiðin til Rieti á Ítalíu. Þar kynntist Kobe knattspyrnu og var hann alltaf mikill áhugamaður þó svo að körfubolti hafi átt hug hans allan frá því hann byrjaði fyrst að æfa þriggja ára gamall. Kobe náði góðum tökum á ítölsku á meðan dvöl þeirra stóð en hann var mikill tungumálamaður. Einnig talaði hann spænsku og meira að segja smá slóvensku eins og ungstirnið Luka Doncic komst að í desember á síðasta ári. Frá unga aldri var Lakers uppáhaldslið Kobe í NBA deildinni. Afi hans sendi honum myndbandsspólur með leikjum í pósti til Ítalíu sem Kobe horfði á aftur og aftur. Grandskoðaði hann hinar ýmsu hreyfingar leikmanna sem og öll smáatriði. Kobe var þekktur fyrir gífurlegt keppnisskap og gera allt sem í sínu valdi stóð til að verða betri. Þessi árátta fyrir smáatriðum byrjaði þarna er hann horfði á spólurnar aftur og aftur þangað til þær voru nánast ónýtar. Þegar Kobe var 13 ára flutti fjölskyldan aftur til Bandaríkjanna. Skömmu síðar varð hann að nafni í körfuboltaheiminum, innan Bandaríkjanna allavega, en Kobe var þá í menntaskóla. Lék hann með Lower Merion High School in Ardmore, sem var staðsettur í úthverfi Fíladelfíu. Eftir að hafa séð Kevin Garnett valinn í nýliðavali NBA án þess að hafa farið í haáskóla ákvað Kobe að taka sömu áhættu. Hann skráði sig því í nýliðaval NBA deildarinnar árið 1996, aðeins 18 ára að aldri. Alls voru 12 leikmenn valdir á undan honum en Charlotte Hornets nýttu valrétt sinn og völdu hinn 18 ára gamla Kobe Bryant sem 13. val. Þeir skiptu honum svo samstundis til Los Angeles Lakers og draumur Kobe um að verða Laker þar af leiðandi orðinn að veruleika. Það var þó bara byrjunin. Ungur Kobe Bryant gegn Ray Allen.Vísir/Getty Fyrstu árin hjá Lakers Kobe var ekki beint að kveikja í aðdáendum Lakers í upphafi ferilsins. Hann var jú yngsti leikmaður i sögu NBA deildarinnar á þeim tíma, aðeins 18 ára og 72 daga gamall, og því eðlilega ekki í stóru hlutverki. Það er ekki einsog hann hafi komið inn í deildina og verið bestur strax fra upphafi. Hann byrjar varla leik fyrstu árin og skoraði aldrei mikið. En krakkinn sem eg var elskaði þessi highlight af honum— Finnur Stefánsson (@FinnurStef) January 26, 2020 Hann kom oftar en ekki inn af bekknum hjá Lakers á þessum tíma en þegar hann var 18 ára og 152 gamall varð hann yngsti byrjunarliðs leikmaður í sögu deildarinnar. Á sínu fyrsta tímabili vann hann troðslukeppnina sem fram fer sömu helgi og Stjörnuleikurinn. Kobe er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að vinna troðslukeppnina. Kobe fékk svo óvænt hlutverk gegn Utah Jazz í úrslitakeppninni á sinni fyrstu leiktíð. Í leik fimm voru Lakers við það að detta út og vegna meiðsla lykilmanna ásamt því að Shaquille O'Neill hafði fengið sex villur þá spilaði Kobe lokamínútur leiksins. Hann átti skelfilegan leik og skaut fjórum loftboltum (e. airballs) á síðustu tveimur mínútunum er Lakers tapaði 98-93 í framlengdum leik og seríunni samtals 4-1. Shaq sagði eftir leik að „Kobe væri eini leikmaðurinn með nægilegt hugrekki til að taka skot sem þessi á ögurstundu.“ Á næstu tveimur tímabilum fékk Kobe stærra hlutverk í Lakers liðinu og það var svo á þriðja tímabili hans, 1998-1999, sem hann loks fór að láta ljós sitt skína. Hann byrjaði alla leiki Lakers á tímabilinu og skrifaði undir nýjan sex ára samning. Hér var strax farið að líkja hinum unga Kobe við hina mögnuðu Michael Jordan og Magic Johnson. Lakers var hins vegar sópað af San Antonio Spurs í undanúrslitum Vesturdeildarinnar það tímabilið. Hlutirnir áttu svo aldeilis eftir að breytast eftir það. Shaq og Kobe saman á góðri stund.Vísir/Getty Hið óstöðvandi tvíeyki Los Angeles Lakers voru einfaldlega óstöðvandi um og eftir aldamótin. Kobe Bryant og Shaquille O´Neill mynduðu eitt öflugusta tvíeyki sem NBA deildin hefur séð. Innkona Phil Jackson, goðsagnakenndi þjálfarinn sem gerði Chicago Bulls sex sinnum að meisturum, spilaði einnig stóra rullu í árangri liðsins. Þó svo að Shaq hafi stolið fyrirsögnunum í úrslitakeppninni árið 2000 þá átti Bryant stóran þátt í því að liðið landaði titlinum eftir hörku einvígi gegn Indiana Pacers. Í leik fjögur, eftir að hafa misst af leik þrjú vegna meiðsla, þá skoraði Kobe 22 stig í seinni hálfleik og kom Lakers í framlengingu þar sem hann skoraði sigurkörfuna í 120-118 sigri. Á endanum vann Lakers seríuna 4-2 og fyrsti titillinn síðan 1988 kominn í hús. Árið eftir voru Lakers með töluvert lakari árangur í deildarkeppninni en árið áður. Á sama tíma byrjuðu orðrómar um ósætti milli Kobe og Shaq að koma upp á yfirborðið. Sagan segir að Kobe hafi verið pirraður á hversu „kærulaus“ Shaq var. Þeir hafa blásið á þá orðróma þó svo sambandið hafi ekki alltaf verið fullkomið. There’s no words to express the pain Im going through with this tragedy of loosing my neice Gigi & my brother @kobebryant I love u and u will be missed. My condolences goes out to the Bryant family and the families of the other passengers on board. IM SICK RIGHT NOW pic.twitter.com/pigHywq3c1— SHAQ (@SHAQ) January 26, 2020 Kobe was so much more than an athlete, he was a family man. That was what we had most in common. I would hug his children like they were my own and he would embrace my kids like they were his. His baby girl Gigi was born on the same day as my youngest daughter Me’Arah. pic.twitter.com/BHBPN5Wq8V— SHAQ (@SHAQ) January 26, 2020 Til að svara „slöku“ gengi í deildarkeppninni þá gerðu Lakers sér lítið fyrir og unnu 15 af 16 leikjum sínum í úrslitakeppninni. Fyrsta tapið kom í framlengdnum leik gegn Philadelphia 76ers í úrslitum með Allen Iverson í fararbroddi. Kobe spilaði nær alla leikina í úrslitakeppninni frá upphafi til enda. Var hann að meðaltali með 29.4 stig, 7.3 fráköst og 6.1 stoðsendingu í leik. Shaq lýsti því þarna yfir að Kobe væri besti leikmaður deildarinnar. Árið eftir vann Lakers enn og aftur. Þriðja árið í röð. Leiðin var þó töluvert erfiðari en árið á undan. Þeir lentu í 2. sæti á eftir Sacramento Kings og voru því ekki með heimaleikjarétt er liðin mættust í úrslitum Vesturdeildarinnar. Fór serían alla leið í oddaleik en Lakers höfðu á endanum betur. Í úrslitum mættu þeir svo New Jersey Nets sem reyndust lítil fyrirstaða og þriðji titllinn í höfn. Hinn 23 ára gamli Kobe var þar með orðinn yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að vinna þrjá titla.Næstum því Tímabilið 2002/2003 verður helst minnst fyrir ótrúlegt stigaskor Kobe rétt eftir áramót. Hann lék þá alls níu leiki þar sem hann skoraði 40 stig eða meira, ásamt því að taka 6.9 fráköst og gefa 5.9 stoðsendingarað meðaltali í leik. Í úrslitakeppninni það árið máttu Lakers þola tap gegn verðandi meisturum San Antonio Spurs. Árið eftir komust Lakers alla leið í úrslit þar sem þeir töpuðu nokkuð óvænt 4-1 gegn Detroit Pistons. Í kjölfarið var Phil Jackson látinn fara og Shaq skipt til Miami Heat. Kobe skrifaði hins vegar undir nýjan sjö ára samning. Tímabilið eftir það komst Lakers ekki í úrslitakeppnina og umræðan um að Kobe þyrfti að hafa Shaq með sér í liði til að vinna eitthvað fór á flug. Jackson var ráðinn aftur fyrir 2005/2006 tímabilið. Það var svo í janúar 2006 sem Bryant skoraði 81 stig í 122-104 sigri á Toronto Raptors en Lakers höfðu verið 14 stigum undir í hálfleik. Þetta er næst hæsta stigaskor í sögu deildarinnar. Wilt Chamberlain á metið en hann skoraði 100 stig í einum og sama leiknum árið 1962. Kobe Bryant og fjölskylda er treyjunúmer hans, 8 og 24, voru hengd upp í rjáfur í Staples Center, heimavelli Lakers.Vísir/Getty Úr 8 í 24 Áður en leiktíðinni lauk var gefin út sú tilkynning að Kobe myndu færa sig úr treyju númer 8 sem hann hafði leikið í allan sinn Lakers feril og yfir í treyju númer 24. Í menntaskóla hafði hann verið í treyju númer 24 áður en hann skipti yfir í 33. Hjá Lakers var 24 í notkun þegar hann kom inn sem nýliði og 33 hafði verið lögð á hilluna til heiðurs Kareem Abdul-Jabbar. Þó svo að gengi Lakers hafi ekki verið jafn gott og áður þá varð treyjan hans sú mest selda í NBA á meðan tímabilinu 2006/2007 stóð.Aftur á toppinn Þann 23. desember 2007 varð Kobe yngsti leikmaður sögunnar (29 ára og 122 daga gamall) til að skora yfir 20.000 stig í NBA deildinni. LeBron James á metið í dag. Í febrúar 2008 meiddist Kobe illa á fingri en neitaði að fara í aðgerð og var á endanum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar. Hann fór svo fyrir sínum mönnum og með hjálp hins stóra og stæðilega Pau Gasol fóru Lakers alla leið í úrslit. Þar biðu erkifjendurnir í gegn í Boston Celtics. Var þetta í fyrsta skipti sem Kobe komst í úrslit án Shaq en því miður tapaði Lakers í sex leikja seríu. Spánverjinn var enginn Shaq en Kobe tengdi einkar vel við Gasol samt sem áður.Vísir/Getty Lakers mættu tvíefldir til leiks árið eftir og enduðu þeir deildarkeppninar með 65 sigra og aðeins 17 töp. Kobe varð annar í valinu á mikilvægasta leikmanni deildarinnar en LeBron James hlaut þann heiður að þessu sinni. Bryant lét það ekki á sig fá og var á endanum valinn mikilvægasti leikmaður úrslitanna er Lakers unnu Orlando Magic í fimm leikjum. Var Kobe með yfir 30 stig, fimm fráköst og fimm stoðsendingar í þeirri seríu. Á meðan 2009/2010 tímabilinu stóð skoraði Kobe alls sex sigurkörfur, þar á meðal eina þriggja stiga flautukörfu er hann stökk upp á einum fæti gegn Miami Heat þann 4. desember 2009. Aftur meiddist hann á fingri og aftur ákvað hann að spila í gegnum sársaukann. skoraði hann sigurkörfuna gegn Milwaukee Bucks nokkrum dögum síðar. Þegar fólk hugsar um Kobe þá hugsar það um leikmann sem stígur upp þegar allt er undir og setur ómöguleg skot. Svo mikið að mín kynslóð kallar KOBE! þegar það reynir að hitta körfubolta í körfuna eða jafnvel þegar rusli er hent í ruslatunnuna af löngu færi. Every Kobe Bryant game winner to brighten up a shitty day.pic.twitter.com/Ax6z23pAvr— Sportacus (@IamSportacus33) January 26, 2020 Sama tímabil varð Kobe yngsti leikmaður í sögu deildarinnar til að skora 25.000 stig (31 árs og 151 daga gamall). Hann varð einnig stigahæsti leikmaður í sögu Lakers. Þann 2. apríl 2010 skrifaði hann svo undir þriggja ára framlengingu á samningi sínum við félagið. Kobe missti af níu leikjum á leiktíðinni vegna ýmissa meiðsla þó svo að hann hafi oftar nær reynt að spila meiddur. Það hafði engin áhrif er liðið var komið í úrslitakeppnina en þriðja árið í röð komst Lakers í úrslit. Þar mætti liðið aftur erkifjendum sínum í Boston. Serían fór í oddaleik þar sem Kobe leiddi endurkomu Lakers eftir að hafa verið 13 stigum undir. Kobe skoraði 10 af 23 stigum sínum í 4. leikhluta ásamt því að taka 15 fráköst. Kobe landaði þar með sínum fimmta NBA titli og var annað árið í röð valinn mikilvægasti leikmaður úrslitaseríunnar. Kobe hefur síðan sagt að þetta sé uppáhalds titillinn hans af þeim fimm sem hann hefur unnið. Eins og sannur Laker þá elskaði Kobe að vinna Celtics.Vísir/Getty Leitin að þeim sjötta og meiðslin sem enduðu ferilinnÞað var ekkert leyndarmál að Kobe vildi ná sex titlum en það var fjöldinn sem Jordan náði. Lakers var hins vegar sópað úr úrslitakeppninni af verðandi meisturum Dallas Mavericks árið 2011. Árið eftir töpuðu þeir fyrir Oklahoma City Thunder með Kevin Durant í fararbroddi. Þann 5. desember 2012 varð Kobe yngsti leikmaðurinn til að skora yfir 30.000 stig í deildinni (34 ára og 104 daga gamall). Mikil meiðsli hrjáði Lakers það tímabilið og liðið var að berjast um að ná 8. og síðasta sætinu í úrslitakeppninni. Kobe spilaði oftar en ekki allar 48 mínútur leikja undir lok tímabilsins. Það var svo þann 10. apríl 2013 sem Kobe sleit hásin í leik gegn Golden State Warriors. Á þessum tíma var aðeins nýliðinn Damian Lillard að spila fleiri mínútur að meðaltali en hinn 34 ára gamli Kobe Bryant. Hann fór í aðgerð sem þýddi að hann yrði frá í 6-9 mánuði. Lakers komust þó í úrslitakeppnina en var sópað af San Antonio í fyrstu umferð. Kobe snéri til baka á völlinn þegar 19 leikir voru búnir af 2013/2014 leiktíðinni. Hann meiddist hins vegar skömmu síðar á hné og var frá í sex vikur. Í mars 2014 var það svo gefið út að hann myndi ekki spila meira á leiktíðinni þar sem hann þyrfti lengri tíma til að jafna sig. Lakers enduðu tímabilið með aðeins 27 sigra og 55 töp sem þýddi að þeir komust ekki í úrslitakeppnina í fyrsta sinn síðan 2005. Einnig var þetta þeirra versti árangur í sögunni. Kobe snéri aftur tímabilið 2014/2015 og varð á endanum þriðji stigahæsti leikmaður í sögu NBA deildarinnar. Staða sem hann hélt allt þangað til innan við sólahring fyrir andlát sitt er LeBron James komst upp fyrir hann á listanum. Í kjölfarið ræddi LeBron áhrifn sem Kobe hafði haft á hann sem leikmann. LeBron talking about how Kobe inspired him, 15 hours before Kobe died. Hard to watch pic.twitter.com/qnYHfuQLV3— Jake Emery (@emers4) January 26, 2020 Í janúar 2015 meiddist Kobe á hægri öxl er hann keyrði að körfunni gegn New Orleans Pelicans. Hann kom þó aftur inn á og kláraði leikinn notandi eingöngu vinstri hendina, en Kobe var rétthentur. Fór það svo að Kobe þurfti aftur að fara undir hnífinn vegna meiðslanna og aftur var hann frá í 6-9 mánuði. Lakers enduðu tímabilið með 21 sigur og 61 tap. Sem þýddi að annað árið í röð áttu þeir sitt versta ár í sögunni. Eftir gífurlegt álag gaf önnur hásinin sig hjá Kobe. Hann setti þó niður vítaskot áður en hann haltraði út af.Vísir/Getty Svanasöngurinn með LakersKobe spilaði fyrsta leik Lakers á 2015/2016 tímabilinu sem þýddi að hann hafði þá leikið 20 leiktíðir með einu og sama liðinu. Í nóvember 2015 tilkynnti Kobe að þetta yrði hans síðasta tímabil. Hann birti ljóðið „Dear Basketball“ í gegnum The Players Tribune. Alls birti Kobe þrjár greinar á vefsíðu þeirra sem eru alllar á forsíðunni eftir andlát hans. Í „Dear Basketball“ lýsir Kobe yfir ást sinni á körfubolta frá sex ára aldri. Hvernig hún hefði heltekið líf hans og að hann hefði gefið allt sem hann ætti í leikinn sem hann elskaði af öllu hjarta. Hins vegar væri kominn tími til að hætta þar sem líkaminn gæti ekki meir. Þremur árum síðar var téð ljóð gert að stuttri teiknimynd sem var tilnefnd til Óskarsverðlauna í sínum flokki. Kobe, sigurvegarinn sem hann var, vann að sjálfsögðu Óskarinn fyrir bestu stuttmynd í flokki teiknimynda. This animated short about #Kobe won an Oscar last year. Watching it will give you chills. "My mind can handle the grind but my body knows it's time to say goodbye. And that's OK. I'm ready to let you go." RIP pic.twitter.com/UffY9v3aLl— Benny (@bennyjohnson) January 26, 2020 Kobe bað sérstaklega um að lið væru ekki að halda einhverjar ræður eða sína myndbönd er hann mætti í útileiki. Hann vildi bara mæta og spila körfubolta. Það gekk ekki eftir þar sem nánast hvert einasta lið tók honum fagnandi og birtu myndbönd honum til heiðurs. Á endanum tók ESPN staman leikmenn deildarinnar þar sem þeir þakka Kobe fyrir sitt framlag til deildarinnar og íþróttarinnar yfir höfuð. Dear Kobe: pic.twitter.com/Vy3o4nmAi2— ESPN (@espn) January 26, 2020 Tímabilið var algjör skelfing hjá Lakers en þeir enduðu leiktíðina með sinn versta árangur frá upphafi, þriðja árið í röð. 17 sigrar og 65 töp. Þeir unnu hins vegar lokaleik tímabilsins gegn Utah Jazz þar sem Kobe, verandi Kobe, fór out with a bang. Hann skoraði 60 stig í 101-96 stiga sigri Lakers. Kobe’s iconic last game pic.twitter.com/TNJL0xV7WC— NBALakersReport (@NBALakersReport) January 26, 2020 Kobe gengur af velli eftir að hafa skorað 60 stig í síðasta leik sínum fyrir Los Angeles Lakers.Vísir/AP Á tímabili sem spannar 20 leiktíðir í NBA deildinni skoraði Kobe að meðaltali 25 stig í leik, tók 5.2 fráköst, gaf 4.7 stoðsendingar og stal boltanum 1.4 sinnum í leik. Hæsta stigaskor hans var tímabilið 2005/2006 þegar hann skoraði að meðaltali 35.4 stig í þeim 80 leikjum sem hann spilaði – alla í byrjunarliði. Goðsögnin Kobe Bryant Hvort hann taki því sem hrósi verður aldrei vitað en eitt mesta hrós sem Kobe sem körfuboltamaður hefur fengið er það að vera líkt við Michael Jordan. Þó svo að Kobe hafi ekki náð að jafna titla fjölda Jordan þá er ljóst að þeir tveir eru ávallt í umræðunni um hver sé besti leikmaður í sögu NBA. Kobe Bryant er stigahæsti leikmaður Los Angeles Lakers frá upphafi. Hann er fimmfaldur NBA meistari og fór alls sjö sinnum í úrslit. Treyjunúmer hans, bæði 8 og 24, voru hengdar upp í rjáfur er hann lagði skóna á hilluna. Hann er af mörgum talinn einn fullkomnasti leikmaður NBA sögunnar, hafandi verið frábær sóknarmaður og mögulega enn betri varnarmaður. Kobe vann tvö gull á Ólympíuleikunum með bandaríska landsliðinu. Samkvæmt Jim Boeheim, þáverandi aðstoðarþjálfara landsliðsins, þá breytti Kobe landslagi bandaríska landsliðins og ástríða hans fyrir leiknum smitaðist til annarra leikmanna landsliðsins á þeim tíma. Hann var fyrsti leikmaður í sögu NBA til að skora 30.000 stig og gefa 6000 stoðsendingar. Hann er aðeins einn fjögurra leikmanan til að skora yfir 25.000 stig, gefa 6000 stoðsendingar og taka 6000 fráköst. Kobe bjó til ákveðið hliðarsjálf er hann átti í erfiðleikum innan sem utanvallar árin 2003 og 2004. Fjölskyldan hans var við það að liðast í sundur og það hafði áhrif á frammistöður hans á vellinum. Í kjölfarið varð The Black Mamba til. Hliðarsjálf Kobe átti sum sé að sjá um málin inn á vellinum, algjörlega óháð því sem var í gangi í lífi hans, á meðan Kobe sjálfur sá um hluti utan vallar.Black Mamba er tegund af snák sem er talin einstaklega eitruð. Það var það sem Kobe vildi vera inn á vellinum. Í kjölfarið varð svo Mamba mentality til en það var hugarfarið sem Kobe sýndi af sér á vellinum; Að gefa allt sem hann átti í hvert einasta skipti. Að gefast aldrei upp. Voru þetta hlutir sem einkenndu hann allt þangað til ferlinum lauk. Þegar leið á ferilinn varð Kobe að lærifaðir margra leikmanna deildarinnar. Sama hvort þeir voru samherjar hans eða mótherjar. Það átti eingöngu eftir að aukast eftir að hann lagði skóna á hilluna. Til að mynda gaf hann Giannis Antetokounmpo ýmis ráð og sá er nú líklega einn besti leikmaður deildarinnar. Ofan á þetta allt saman var Kobe að því virðist frábær og stoltur faðir. Hann hefur stutt dætur sínar fjórar í einu og öllu. Sama hvort það hafi verið innan vallar sem utan. Að eiga eingöngu dætur virðist hafa vakið áhuga hans á WNBA (Women´s NBA) og aðstoðaði hann leikmenn þar einnig. pic.twitter.com/sc2v8nMis2 — SLAM (@SLAMonline) January 26, 2020 Hans verður ætíð minnst sem manns sem því miður lést alltof snemma. Hvíl í friði Kobe Bryant, þín verður sárt saknað. Kobe was a legend on the court and just getting started in what would have been just as meaningful a second act. To lose Gianna is even more heartbreaking to us as parents. Michelle and I send love and prayers to Vanessa and the entire Bryant family on an unthinkable day.— Barack Obama (@BarackObama) January 26, 2020
Andlát Kobe Bryant NBA Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26 Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53 Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði. 26. janúar 2020 21:49 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins Kobe Brant, er sögð vera á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 20:57 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Handbolti Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00
Íslendingar minnast Kobe Andlát Kobe Bryant hefur snert við mörgum Íslendingum og ljóst er að þessi magnaði íþróttamaður hefur haft mikil áhrif á íþróttalíf, þá sérstaklega körfubolta, hér á landi undanfarin ár. 26. janúar 2020 21:26
Kobe Bryant minnst með aðdáun og sorg í hjarta Skelfilegar fréttir af andláti Kobe Bryant, eins merkasta íþróttamanns sögunnar, hefur sett fólk algjörlega út af sporinu nú í kvöld. Fólk hvaðan að úr heiminum minnist stórstjörnunnar á samfélagsmiðlum. 26. janúar 2020 20:53
Sjáðu stuttmynd Kobe sem skilaði honum Óskarsverðlaunum Kobe Bryant, sem lést í morgun í þyrluslysi, verður alltaf minnst sem eins besta körfuboltamanns allra tíma. Í stuttmynd sem hann gerði árið 2018 fer hann yfir hvað körfubolti er fyrir honum og að hann hafi gefið allt sem hann átti í leikinn sem hann elskaði. 26. janúar 2020 21:49
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38
Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Gianna Maria-Onore Bryant, dóttir körfuboltamannsins Kobe Brant, er sögð vera á meðal þeirra sem létust í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 20:57