Níu ungar konur og sjálfbærnisráðstefnan Karen Björk Eyþórsdóttir skrifar 27. janúar 2020 07:00 Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Ég hafði aldrei hugsað neitt mikið út í það hvað maður getur haft mikil áhrif sem starfsmaður fyrirtækis fyrr en síðasta sumar. Ég sá um verkefnastýringu fyrir viðburðinn Responsibility Day hjá sjálfbærnisskrifstofu Copenhagen Business School þar sem við unnum með fyrirtækinu Grundfos. Þau sérhæfa sig í vatnslausnum á heimsvísu og við unnum með þeim að ansi áhugaverðu verkefni. Hugsandi yfir kaffibollanum í hádegispásunni sinni fór einn starfsmaður Grundfos, Mikael Lundgren, að velta fyrir sér þeirri hugmynd að starfsmenn fyrirtækisins gætu auðveldlega safnað í styrktarsjóð til þess að setja upp sjálfbærar vatnsdælur þar sem þeirra væri mest þörf. Hann kynnti hugmyndina fyrir yfirmönnum sínum og síðastliðin 10 ár hefur verkefnið Water2Life byggt bráðsniðugar og sjálfbærar vatnsdælur þar sem skortur er á ferskvatni í heiminum og hjálpað milljónum manna. Í fræðigrein Alan L. Frohman, The Power of Personal Inititative segir að í stórfyrirtækjum á borð við Google, Colgate og Gillette hafa stórar og jákvæðar breytingar einnig átt sér stað sem sprottnar hafa verið frá frumkvæði starfsfólks. Það er nefnilega ekki bara hlutverk stjórnvalda og einstaklinga að stuðla að jákvæðum breytingum í samfélaginu, innanlands og í alþjóðasamfélaginu, heldur líka – og jafnvel einna helst – fyrirtækja. Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, stendur fyrir ráðstefnu í Hörpu næstkomandi fimmtudag, þann 30. janúar. Ráðstefnan hefur fest sig í sessi sem stærsti viðburður um sjálfbærni og samfélagsábyrgð á Íslandi og þar verður unnið með gróskuhugsun og nýsköpun á meðal margra af leiðandi fyrirtækjum viðskiptalífsins, hérlendis og erlendis. Einn mikilvægasti áherslupunktur ráðstefnunnar er einmitt að efla íslensk fyrirtæki – og hvern og einn einasta starfsmann þeirra - til þess að taka frumkvæði og setja drauma í verk. Allt sem þú gerir hefur áhrif! Við erum hópur af níu ungum konum sem höfum lagt ráðstefnunni lið við hin ýmsu verkefni, til dæmis að minnka kolefnisspor hennar eins mikið og mögulegt er. Það kom okkur t.d. mikið á óvart hve ódýrt það reyndist að kolefnisjafna allt umfang viðburðarins, sem voru 4,54 tonn af CO2, og ákváðum við því að kolefnisjafna það sem nemur þreföldu kolefnisspori hennar. En ekki er nóg að setja bara plástur á það kolefnisspor sem myndast hefur heldur þarf enn fremur að gæta þess að það verði eins lítið og hægt er til að byrja með. Eftirfarandi skref voru tekin: Boðið verður upp á grænmetisfæði og reynt var eftir fremsta megni að nota íslenskt hráefni. Annars voru hráefni frá löndum valin með sem stystum flutningafjarlægðum eða komu í sem stærstum pakkningum til þess að lágmarka plastnotkun. Viðburðarsalurinn var valinn m.a. vegna umhverfisstefnu þeirra þar sem stærstur hluti úrgangs ráðstefnunnar brotnar niður á 30 dögum, langflest önnur aðföng viðburðarins eru endurnýtanleg og öllum matarafgöngum verða komið áfram þangað sem ekki veitir af í samfélaginu. Einnig eru þátttakendur hvattir til þess að koma með eigin ritföng, fjölnota drykkjarmál og nýta vistvænar samgöngur eða safnast saman í einkabíla. Þó að þú sjáir ekki um viðburði hjá þínu fyrirtæki er þó hægt af yfirfæra mörg af þessum skrefum á daglega verkferla. Ef þú ert með hugmynd en veist ekki hvernig þú átt að útfæra hana, heyrðu í Festu og fáðu aðstoð! Margt smátt gerir eitt stórt og sért þú starfsmaður fyrirtækis sem getur gert betur, hvet ég þig eindregið til þess að hefja upp þína raust og vera afl til breytinga! Það geta allir verið Mikael Lundgren frá Grundfos og einfaldar breytingar geta oft skilað miklum og jákvæðum áhrifum! Internetið er stútfullt af góðum upplýsingum og það býr hugmyndasmiður í okkur öllum – leystu hann úr læðingi! Höfundur er með B.Sc-gráðu úr Business Administration & Service Management.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar