Guðrún Brá Björgvinsdóttir er komin með fullan þátttökurétt á Evrópumótaröð kvenna í golfi 2020.
Guðrún Brá endaði í 12. sæti á úrtökumótinu fyrir Evrópumótaröðina.
Hún lék samtals á þremur höggum yfir pari. Amy Boulden frá Wales hrósaði sigri á níu höggum undir pari.
Í dag lék Guðrún Brá á tveimur höggum yfir pari.
Guðrún Brá leikur á Evrópumótaröðinni
