Ádeilufrétt um að Alþingi hafi skilgreint öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma blekkir netverja Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 09:59 Skjáskot af umræddri umfjöllun Patheos. Skjáskot Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar. Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira
Ádeilufrétt sem birtist á vefnum Patheos.com, undir fyrirsögninni „Ísland lýsir því yfir að öll trúarbrögð séu geðsjúkdómar“, hefur farið í töluverða deilingu á samfélagsmiðlum síðustu daga. Vefsíðan Snopes, sem sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, afsannaði efni greinarinnar í umfjöllun sinni nú í vikunni. Á vef Patheos segir að hann taki almennt til umfjöllunar málefni trúarbragða, sem og trúleysis. Umrædd grein birtist undir flokknum „Laughing in disbelief“, sem á íslensku gæti útlagst sem „Hlegið í vantrú“. Um er að ræða grínfréttaflokk í anda ádeilumiðlsins The Onion, að því er fram kemur í lýsingu á vef Patheos. Höfundur umræddrar „fréttar“ um Ísland greinir frá því að nú í janúar hafi Alþingi Íslendinga samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta, 60 á móti þremur, að skilgreina öll trúarbrögð sem geðsjúkdóma. Hinir þrír þingmenn sem áttu að hafa kosið á móti frumvarpinu eru sagðir hafa viljað ganga enn lengra. Þá er haft eftir forsætisráðherra Íslands, sem í umfjölluninni er reyndar sagður heita Andrew Kanard en ekki Katrín Jakobsdóttir, að hann hafi þegar í stað „skrifað undir fyrirskipunina“. Eins og Íslendingum ætti að vera kunnugt um er umfjöllunin uppspuni frá rótum en netverjar virðast margir ekki jafnvissir. Af deilingum á Twitter að dæma virðast flestir þó taka hinni meintu ákvörðun Alþingis fagnandi, líkt og dæmi sýnir hér að neðan. Iceland Declares All Religions Are Mental Disorders. They are delusional and harmful. Have always believed this! https://t.co/qXokdaZuxV— Sagarika Ghose (@sagarikaghose) January 24, 2020 Fréttamiðlar hafa margir hverjir fjallað um að grínumfjöllun Patheos virðist hafa blekkt samfélagsmiðlanotendur. Þá tekur vefsíðan Snopes, sem eins og áður segir sérhæfir sig í að kanna sannleiksgildi fullyrðinga sem fara á flug á netinu, málið sérstaklega fyrir á vef sínum. Snopes flokkar umfjöllunina sem „ádeilu“ og bendir á að hún sé hvorki byggð á staðreyndum né raunverulegum atburðum. Það þarf vart að taka fram að Alþingi hefur ekki samþykkt neitt á borð við það sem tekið er fyrir í umræddri grínfrétt. Þeim hefur þó fjölgað á undanförnum árum sem skrá sig úr Þjóðkirkjunni. Hátt í 232.600 manns eru skráðir þar nú og hefur þeim fækkað um um það bil sextán hundruð milli ára samkvæmt tölum Hagstofunnar.
Samfélagsmiðlar Trúmál Mest lesið Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Lífið KK og Sinfó: Clint Eastwood mætti í Eldborg Gagnrýni Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn Lífið Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Lífið „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Lífið Steldu senunni í veislu sumarsins Lífið Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Lífið Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Lífið Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Lífið Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Lífið Fleiri fréttir Brad Pitt tjáir sig í fyrsta skipti um skilnaðinn „Þetta tekur svo svakalega á sálartetrið“ Sjarmerandi miðbæjaríbúð listapars Heillaði að læra hefðirnar í Húsó Steldu senunni í veislu sumarsins Hefur lést um níu kíló eftir hjartaáfallið: „Maður vaknar svolítið við þetta“ Dreymir stanslaust kynlíf með öðru fólki en makanum Skvísurnar tóku yfir klúbbinn Tónlistarbransadrottning selur miðbæjarslotið Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Kjalar ástfanginn í tvö ár Diddú tíu þúsundasti gestur fótboltabullnanna Sú elsta í sögu Ungfrú Ísland glímdi við átröskun og varð minnst 39 kíló Alda Karen keppir í hermiakstri Var ekki að lifa lífinu heldur að þrauka það Eilish sópaði að sér verðlaunum á AMA-hátíðinni Kolféll fyrir New York en sér íslenska náttúru í hillingum Brauðtertu- og ostakökukeppni á Selfossi Sara Björk og Árni kaupa í Urriðaholti Senjórítur og Pálmi Gunnars stálu senunni á Rottweiler Eyjaherrar heiðruðu sjötugan Ásgeir í stjörnufans „Þessi þriggja daga hátíð er algjört konfekt” Þarf ekki stóra íbúð til að gera heimilið fallegt Ásta Kristrún og Valgeir biðla til vina í leit að húsnæði Óttar keypti 320 milljóna króna þakíbúð Segist hafa neyðst til að vera Laufey í beinni útsendingu Stjörnulífið: Fröllur í poka og franska rívíeran Ástir, losti, fíkn og svik – dauði Marilyn Monroe Flytur til Sydney Drake kom fram á tónleikum í 66°Norður Sjá meira