Fleiri dauðsföll, annar neyðarspítali og „alvarlegt“ ástand Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 07:34 Heilbrigðisstarfsmaður hlúir að sjúklingi á sjúkrahúsi í Wuhan, þar sem hin samnefnda veira á upptök sín. Vísir/EPA Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Alls hafa nú 56 látist af völdum Wuhan-veirunnar, nýs afbrigðis af kórónaveiru. Dauðsföllin eru öll skráð í Kína. Þá hafa alls yfir tvö þúsund tilfelli af veirunni verið staðfest, bróðurparturinn einnig í Kína. Heilbrigðisyfirvöld í Kína hafa átt í erfiðleikum með að hefta útbreiðslu hinnar nýju veiru, sem á upptök sín á matarmarkaði í borginni Wuhan í Hubei-héraði. Xi Jingping, forseti landsins, sagði í gær að staðan væri „alvarleg“ og varaði jafnframt við því að veiran breiddist æ hraðar út. Sjá einnig: Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Þá tilkynntu yfirvöld í Bandaríkjunum um það í gær að þau hygðust senda starfsmenn ræðismannsskrifstofu sinnar í Wuhan heim til Bandaríkjanna með sérpöntuðu flugi á þriðjudag. Almennir bandarískir borgarar í Kína, sem eru í hvað mestri smithættu, munu einnig geta fengið far með flugvélinni. Wuhan-veiran hefur haft víðtæk áhrif á Kína. Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu og þá hafa samgöngur einnig víða legið niðri í sama tilgangi. Nýr spítali til að taka á móti sjúklingum í Wuhan rís nú með ógnarhraða og kínversk yfirvöld hafa boðað byggingu annars slíks sjúkrahúss í borginni, sem áætlað er að verði tilbúið innan tveggja vikna. Á annan tug tilfella af Wuhan-veirunni hefur greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Heilbrigðismál Kína Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14 Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32 Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Mögulegt að hitinn fari í tuttugu stig í fyrsta sinn í ár Veður Fleiri fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Sjá meira
Lýsa yfir neyðarástandi í Hong Kong vegna Wuhan-veirunnar Heilbrigðisyfirvöld í borginni hafa staðfest fimm tilfelli þar sem fólk hefur greinst með umrædda veiru og eru 122 aðrir grunaðir um að hafa smitast af veirunni. 25. janúar 2020 14:14
Fjöldi látinna af völdum Wuhan-veirunnar tekur stökk Samtals hefur nú 41 látist af völdum Wuhan-veirunnar svokölluðu, nýs afbrigðis af kórónaveirunni. 25. janúar 2020 08:32
Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af WUHAN-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif á Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta úbreiðslu. 25. janúar 2020 18:30