Wuhan-veiran vekur upp slæmar minningar um Sars-faraldurinn Birgir Olgeirsson skrifar 25. janúar 2020 18:30 Frá Hong Kong þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir vegna faraldursins. Vísir/Getty Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi. Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira
Rúmlega 40 eru látnir og um fjórtán hundruð smitaðir á heimsvísu af Wuhan-veirunni svokölluðu. Faraldurinn hefur haft víðtæk áhrif í Kína þar sem þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í stórborgum til að hefta útbreiðslu. Í dag hófst nýtt ár í Kína en faraldurinn sem nú geisar þar í landi hefur varpað skugga á hátíðarhöld í stórborgum. Rúmlega 830 eru smitaðir af þessari alvarlegu lungnasýkingu í Kína sem á uppruna sinn í Wuhan-borg. Hefur verið lýst yfir neyðarástandi í Wuhan ásamt nærliggjandi borgum. Það hefur einnig verið gert í Peking sem og borginni Hong Kong þar sem fimm hafa veikst af veirunni. Fréttamaðurinn Nadine Guðrún Yaghi er stödd í Hong Kong. Hún segir ástandið hafa snögg breyst þar eftir að neyðarástandinu var lýst yfir. „Fólk er talsvert meira vart um sig. Það eru eiginlega allir með grímur. Síðustu tvo til þrjá daga höfum við reynt að nálgast svona grímur í apótekum og búðum. Þær hafa allar verið uppseldar. Þangað til í dag, þá virðast þeir hafa fengið einhverjar nýjar sendingar og ég er allavega komin með grímu,“ segir Nadine. Íbúar Hong Kong eru afar áhyggjufullir, sér í lagi í ljósi SARS-veirunnar sem varð um 300 manns að bana í borginni árið 2003. „Og fólk hefur ekki almennilega náð sér eftir það. Þess vegna held ég að Hong Kong búar séu með óhug og líður ekkert sérstaklega vel í þessu ástandi,“ segir Nadine. Fólk er hvatt til að vera ekki á fjölförnum stöðum. „Það er vissulega dálítið óhugnalegt að vera hérna á þessum tímum. Þetta er hins vegar ekki að aftra okkur af því sem við viljum gera, eða langflest, og við erum að njóta frísins mjög vel.“ Þrettán tilfelli hafa greinst utan Kína, þar á meðal í Frakklandi, Bandaríkjunum og Ástralíu. Á Íslandi er unnið eftir samhæfingaráætlun sem varðar farþega á Keflavíkurflugvelli og heilbrigðiskerfið. Ekki hefur verið lýst yfir óvissuástandi vegna veirunnar enda enginn grunur um að smit hafi komið upp hér á landi.
Hong Kong Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Sjá meira