Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 10:05 Ferlar skipanna klukkan tíu í morgun. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon og gulur er Polar Amaroq. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Ræða við „hrokafulla“ Kana vegna áhyggja af tollum Trumps Viðskipti erlent Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Viðskipti innlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: Syngur hástöfum fjölskyldunni til hryllings Atvinnulíf Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fleiri fréttir Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Sjá meira
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18