Loðnuleiðangurinn nýtir glugga í dag til að kanna Vestfjarðamið Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2020 10:05 Ferlar skipanna klukkan tíu í morgun. Ljósblár er Árni Friðriksson, bleikur er Hákon og gulur er Polar Amaroq. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Loðnuleitarskipin þrjú undir forystu hafrannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar héldu úr höfn á Ísafirði upp úr klukkan sex í morgun eftir tveggja daga hlé vegna brælu. Dagurinn verður notaður í kapphlaupi við tímann til að kanna eins mikið af Vestfjarðamiðum og unnt er áður en næsta bræla skellur á. „Við eigum bara von á vinnuveðri út daginn í dag,“ sagði Birkir Bárðarson leiðangursstjóri um borð í Árna Friðrikssyni á tíunda tímanum í morgun. Áhersla verður lögð á að kanna landgrunnskantinn út af Vestfjörðum suður fyrir Víkurál. Árni Friðriksson verður austast, Polar Amaroq vestast og Hákon kannar svo svæðið á milli þeirra. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. „Við komumst ekki langt norður út af ís en breiður af honum hafa verið að síga inn á svæðið,“ sagði Birkir. Fiskifræðingurinn Birkir Bárðarson stýrir loðnuleitinni um borð í hafrannsóknaskipinu Árna Friðrikssyni.Stöð 2/Friðrik Þór Halldórsson. Hann gerði ráð fyrir að þessari leitarumferð lyki næsta sólarhringinn. Hafrannsóknaskipið myndi væntanlega koma inn til Reykjavíkur annaðhvort á morgun, laugardag, eða á sunnudagsmorgni. Leitin til þessa hefur ekki gefið tilefni til bjartsýni um að unnt verði að heimila loðnuveiðar en niðurstöður leiðangursins verða teknar saman og birtar í næstu viku. Stefnt er á annan loðnuleitarleiðangur í febrúar og er miðað við að hann hefjist 5. febrúar. Ellefu dagar eru frá því Árni Friðriksson lagði úr höfn í Reykjavík, eins og sjá mátti þann daginn í frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Hornafjörður Ísafjarðarbær Langanesbyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Vopnafjörður Tengdar fréttir Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15
Loðnutorfur loksins fundnar út af Hornströndum og Húnaflóa Fyrstu loðnutorfur vetrarins eru fundnar á Íslandsmiðum, norður af Hornströndum og Húnaflóa. "Þetta er nú ekkert gríðarlegt magn sem við sáum í heildina,“ segir leiðangursstjórinn. 22. janúar 2020 16:18