Lofar leðurbuxum á sviðinu Stefán Árni Pálsson skrifar 24. janúar 2020 13:30 Einar Ágúst syngur Lenny Kravitz. Vísir/getty/einar ágúst „Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is. Tónlist Mest lesið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Lífið Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Tónlist Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira
„Það hefur lengi verið einn af mínum draumum að syngja tónlist Lenny Kravitz á tónleikum, enda hef ég alltaf verið mikill aðdáandi hans. Meira að segja munaði minnstu að ég hefði hitt kappann eftir tónleika hans í Barcelona fyrir nokkrum árum,” segir tónlistarmaðurinn Einar Ágúst Víðisson. Hann ætlar ásamt hljómsveitinni Dig In að flytja helstu lög Lenny Kravitz á heiðurstónleikum næstkomandi laugardagskvöld á Hard Rock Café. Ásamt Einari skipa hljómsveitina þeir Baldur Kristjánsson bassaleikari, Gunnar Leó Pálsson trommuleikari, Jón Ingimundarson hljómborðsleikari og gítarleikararnir Kristinn Sturluson og Sveinn Pálsson. Einar þekkir vel til tónlistar Lenny Kravitz og var til að mynda fararstjóri hjá hópi Íslendinga á tónleika Lenny Kravitz í Barcelona árið 2002. „Þetta voru frábærir tónleikar og ákaflega eftirminnilegir. Ég átti meira að segja svona VIP miða og mátti þar af leiðandi hitta kauða eftir tónleikana en það fór því miður forgörðum. Ég fékk þó áritað plakat í sárabætur,” segir Einar og hlær. Ætlar ekki að flexa magavöðvunum Lenny Kravitz, sem er fjórfaldur Grammy-verðlaunahafi, hefur í gegnum tíðina ekki eingöngu verið vinsæll fyrir tónlist sína, því hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir klæðaburð og stíl. „Jú, ætli Lenny eigi ekki einhvern þátt í því að maður pantaði sér útvíðar leðurbuxur á sínum tíma,” segir Einar kíminn, spurður út í tískuáhrifin frá bandaríska listamanninum. Einar segir enn óráðið hvort hann og félagarnir í hljómsveitinni ætli að gerast djarfir í klæðaburði á tónleikunum til að líkja enn frekar eftir Kravitz. „Ég get allavega lofað því að það verður einhver í leðurbuxum á sviðinu. Ég ætla samt ekki að flexa magavöðvunum” bætir Einar við sposkur á svip. Spurður út í sín uppáhalds Kravitz lög segir Einar að þau séu nú nokkur í uppáhaldi. „Lögin Again og Always on the Run eru líklega í mestu uppáhaldi en það síðarnefnda er að einhverju leyti þemalagið mitt,” segir Einar og glottir. Hann lofar hörku tónleikum á laugardagskvöldið en hægt er að kaupa miða á tónleikana á tix.is.
Tónlist Mest lesið Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Lífið Börn eigi ekki að ilma Lífið Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Lífið Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Lífið Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Lífið Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Lífið Varð að fara gubbandi í Herjólf Tónlist Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Lífið Happy Gilmore snýr aftur Bíó og sjónvarp Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Tónlist Fleiri fréttir Hvað skal gera þegar ADHD makans er að eyðileggja sambandið? Ælan hafi verið afleiðing matareitrunar Fermingardressið fyrir hana Hljóp maraþon á lygilegum tíma í bleikri múnderingu Paul Young var þungt haldinn eftir beinbrot Opnar sig í fyrsta skipti um hegðun Måns Komin til að vera í Miami: „Ég er ekki að fara neitt“ Ældi á hliðarlínunni Elle Woods er fyrirmyndin Börn eigi ekki að ilma Viðurkennir í hljóðupptöku að hafa tekið kærustuna kverkataki Nadine tekin í bólinu og Marta María um leið Måns mættur á markaðinn Skuggavaldið: Morð, samsæri og ótrúleg ógæfa „konungsfjölskyldu“ Bandaríkjanna Bátaskýlinu fylgir risastórt einbýlishús Þurfi að stappa stálinu í unga karla en ekki tala þá niður Helga og Arnar gáfu syninum nafn Ætlar í stríð við Kim leyfi hún North ekki að rappa á lagi með Diddy Stjörnulífið: Árshátíðir, stórafmæli og Peaky Blinders Tom Cruise og Ana de Armas á ferð og flugi „Aldrei liðið eins og týpískri girly-girl“ Belgísk verðlaunaleikkona látin Leitar enn að fallegasta stað í heimi Fanney og Teitur eiga von á barni Kvikmyndaverðlaunin veitt án kynjaaðgreiningar „Þessir menn eiga mikið pláss í hjarta manns“ Krakkatían: Harry Potter, orkudrykkir og reikniaðgerðir Breytti tuðinu í grín sem hefur slegið í gegn Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Sjá meira