Dreng bjargað af læknum eftir að fiskur stakk hann í gegnum hálsinn Samúel Karl Ólason skrifar 24. janúar 2020 08:06 Einn læknanna sem bjargaði Idul sýnir blaðamönnum mynd af fiskinum. Wahidin Sudirohusodo sjúkrahúsið Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur. Dýr Indónesía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira
Hinn sextán ára gamli Muhammad Idul, frá Indónesíu, þykir einstaklega heppinn að vera á lífi eftir að hornfiskur stakk hann í gegnum hálsinn. Idul var við veiðar þegar fiskurinn stökk upp úr sjónum og stakk hann. Við það datt drengurinn í sjóinn og þurfti hann að synda í land, með fiskinn fastann í hálsinum og koma sér til aðhlynningar. Myndir af Idul hafa farið eins og eldur um sinu á internetinu undanfarna daga. Vert er að vara við því að myndirnar hér að neðan gætu vakið óhug meðal lesenda. Í samtali við BBC segir Idul að hann og vinur hans hafi farið að veiða að kvöldi til á tveimur bátum. Þeir hafi verið komnir í um 500 metra fjarlægð frá ströndinni þegar hann kveikti á vasaljósi sínu. Þá stökk fiskurinn sem var um 75 sentímetrar að lengd, upp úr sjónum og stakk drenginni. Vinur Idul kom í veg fyrir að hann reyndi að draga fiskinn út og tókst þeim að synda í land. Á meðan á sundferðinni stóð þurfti Idul að halda fiskinum, sem var enn á lífi og að reyna að losa sig. Faðir Idul rauk með hann á sjúkrahús, sem var í um 90 mínútna fjarlægð frá heimili þeirra. Læknum þar tókst að skera hausinn af fiskinum en þeir þorðu ekki að losa hann úr hálsi Idul, því þeir höfðu ekki þann búnað sem þeir töldu sig þurfa. Því var hann fluttur aftur um set. Þegar Idul var kominn til borgarinnar Makassar og á héraðssjúkrahús svæðisins þurftu fimm sérhæfðir skurðlæknar að verja um tveimur tímum í að losa fiskinn, samkvæmt héraðsmiðlinum Terkini Makassar. Það er talið hafa bjargað lífi Idul að vinur hans hafi haft rænu á því að þeir ættu ekki að losa fiskinn strax. Það hafi komið í veg fyrir mikla blæðingu. Idul er enn á sjúkrahúsi og hlakkar til að komast heim en hann er undir eftirliti af ótta við sýkingu. Þá segist hann ekki ætla að hætta að veiða. Hann þurfi bara að passa sig betur.
Dýr Indónesía Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Sjá meira