Séra Hildur segir frussandi fyllibyttum til syndanna Jakob Bjarnar skrifar 23. janúar 2020 15:25 Séra Hildur Eir lætur sig ekki muna um að lesa yfir fyllibyttunum í ádrepu sem hún skrifar á Facebook. Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta. Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira
Séra Hildur Eir Bolladóttir skrifar ádrepu á Facebooksíðu sína en þar beinir hún sjónum að atferli og framgöngu þeirra sem hafa drukkið sig mígandi fulla. Sjálfs segist hún nú hafa verið edrú í fimm ár og það hafi tekið sig þann tíma að segja hinum fullu hvað til síns friðar heyrir. „Af hverju er sjálfsagðara að ég drífi mig heim þegar fólk er orðið svo drukkið að það getur ekki haldið munnvatninu innan vara og frussar framan í mig í öðru hvoru orði, líka vegna þess að það er orðið ónæmt á líkamleg landamæri og stendur alltof nálægt manni?“ spyr Hildur Eir. Hún segir að hóflega drukkið vín gleðji mannsins hjarta en öðru máli gegnir um blindfulla fólkið. Næturlífið. Óþolandi leiðinlegir fylliraftar hafa gert það nánast ógerlegt fyrir allsgátt fólk að bregða undir sig betri fætinum, segir Séra Hildur Eirvisir/kolbeinn tumi Henni finnst gaman að fara út að skemmta sér en eftir að hún hætti að nota vín þá sé það alltaf hennar að flýja af hólmi eftir að fulla fólkið hefur hertekið stemminguna: „Tala um starfið mitt af því að þegar menn eru orðnir fullir verða þeir umsvifalaust ofsatrúaðir og vilja með öllum ráðum koma mér í skilning um að þeir séu ekki á leið til helvítis: Þjarma að mér af því að ég nota ekki vín og spyrja stanslaust hvort ég sé ekki hress, bara af því að auðvitað get ég ekki verið mojitohress af Pepsi Max en ég get samt verið að skemmta mér og tala um áhugaverða hluti: Hella yfir mig bjór af því að bæði gróf og fínhreyfingar eru lamaðar af ofdrykkju: Tala og hlæja ofan í skemmti og tónlistaratriði þannig að listamennirnir standa niðurlægðir á sviðinu og við sem erum edrú þjáumst með þeim,“ segir prestur. Hildur Eir telur víst að einhverjir muni taka pistli sínum sem svo að hún sé ógeðslega leiðinleg og hrokafull en hún bara nenni ekki lengur að bugta sig og beygja fyrir Bakkusi þegar hann er löngu horfinn úr lífi hennar. Hún dýrkar annan Guð og sig hafi lengi langað til að segja þetta.
Næturlíf Þjóðkirkjan Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið VÆB bræður syngja einir á íslensku: Stílistinn sagði þeim að vera með sólgleraugu Lífið Fleiri fréttir Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Sjá meira