Að halda sér vakandi á löngum eða leiðinlegum fundum Rakel Sveinsdóttir skrifar 23. janúar 2020 12:00 Það kannast margir við að finna til syfju á löngum fundum eða fundum sem fólki finnst leiðinlegt á. Vísir/Getty Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund. Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Það hafa allir lent í þessu einhvern tímann: Okkur syfjar á fundi og við erum í vandræðum með að halda okkur vakandi. Innan um góða vini getur þetta verið fyndið. Á vinnufundi er þetta hins vegar frekar vandræðalegt. Mögulega er þetta þó algengari en mörgum grunar. Í rannsókn sem gerð var í Bandaríkjunum og Everyday Health sagði frá kom í ljós að 40% fólks sofnar óafvitandi einhvern tímann yfir daginn. Sérfræðingar segja niðurstöðurnar þó fyrst og fremst staðfestingu á að fólk er ekki að fá nægan svefn. Svipuð umræða hefur verið hér á landi. Sjá einnig: Ertu að fá nægan svefn? Sumir heimskunnir menn eru reyndar þekktir fyrir að sofna á fundum. Í umfjöllun BBC eru nokkrir tilgreindir og þar á meðal forsetaframbjóðandinn Joe Biden. En fyrst er að skoða hvaða aðstæður eru líklegastar til að orsaka syfjuna: Okkur er heitt og við vorum að borða Of mikið álag Við erum vansvefta Mættu stjórnendur og fyrirlesarar kannski velta því fyrir sér hvað veldur því að fundargestir sofna á fundum hjá þeim?Vísir/Getty Algeng ráð til að halda sér vakandi á fundum eru: 1. Taktu þátt í fundinum. Þetta er hægt með því að spyrja eða taka þátt í umræðum. Fyrir syfjað fólk er mælt með því að rétta upp hendi á fyrstu þremur mínútunum ef hægt er. Þannig verður fólk oftast þáttakendur í fundinum allt til enda. 2. Hjálpaðu öðrum að fá orðið. Sumir vilja ekki tala sjálfir en ein leið til að halda sér vakandi á fundum er að fylgjast með öðrum fundargestum og hjálpa þeim sem mögulega virðist ekki komast að. Þetta er hægt með því að láta vita að viðkomandi vilji fá orðið eða eigi eftir að segja eitthvað. 3. Augnsamband. Við erum auðvitað ekki að tala um að fólk stari á einhvern, en það getur hjálpað syfjuðu fólki að halda sér vakandi á fundum með því að reyna að ná augnsambandi við aðra fundarmenn á meðan á fundinum stendur. 4. Vertu með eitthvað í höndunum. Sumir grípa í síman og fara á samfélagsmiðla. Það vissulega heldur fólki vakandi en við þetta hverfur athyglin á því sem verið er að segja eða ræða um. Það er hins vegar góð leið að halda sér vakandi með því að vera með eitthvað í höndunum. Algeng dæmi eru til dæmis þegar fólk er að fitla við teygju eða bréfaklemmu. Sumum finnst gott að vera með penna og blað og krota á meðan hlustað er. 5. Fáðu þér vatnsopa. Vatnið hreinlega hressir alltaf þannig að það að fá sér vatnsopa virkar. Takið eftir því að á ráðstefnum og málþingum er oftast boðið upp á vatn í könnum. Tilviljun? Nei. Ef allt þrýtur og þú finnur svefninn hreinlega sækja fast að þér er ekkert nema að reyna að afsaka sig pent, skreppa örstutt á salernið og grípa kannski kaffibolla með þér áður en farið er aftur inn á fund.
Heilsa Vinnumarkaður Tengdar fréttir Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00 Mest lesið Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Viðskipti erlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar „Ég vonaðist til að lampinn myndi breyta mér í A-týpu“ Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Innsæið: Við stressum oft fólk upp með spurningum og pressu „Ég nota innsæið mitt mjög mikið enda er innsæið ekkert tabú“ Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Kærastan grjóthörð með svefntímann kvölds og morgna Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Síðasta hláturskast tók verulega á grindarbotninn Góð ráð: Draumastarfið á draumavinnustaðnum Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Fjórar týpur af yfirmönnum: Hver er þín týpa? Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Sjá meira
Að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt Kaffi og orkudrykkir hættir að gera sitt gagn en dagurinn varla hálfnaður. Hvernig er best að komast í gegnum vinnudaginn eftir svefnlausa nótt? 28. janúar 2020 09:00