Vísa liðþjálfa sem fór í kynleiðréttingu úr her Suður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 22. janúar 2020 10:32 Liðþjálfinn Byun Hee-soo ræddi nýverið við blaðamenn í Suður-Kóreu og lýsti yfir vilja sínum til að vera áfram í hernum. AP/Ahn Young-joon Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum. Suður-Kórea Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Liðþjálfi, sem gekk til liðs við her Suður-Kóreu sem karl, og gekkst undir kynleiðréttingu í fyrra, hefur verið rekin úr hernum. Byun Hee-soo grátbað um að fá að vera áfram í hernum en sú beiðni var ekki samþykkt. Suður-Kórea þykir einstaklega íhaldssamt ríki varðandi málefni kynhneigðar, kynvitundar og réttindi LGBT fólks. Aðgerðarsinnar segja transfólk verða fyrir miklu áreiti í Suður-Kóreu. Þau verði sömuleiðis fyrir móðgunum og hótunum. Mörg þeirra þjáist af þunglyndi og reyni að svipta sig lífi. Byun skráði sig í herinn árið 2017 en fór til Taílands í fríi í nóvember í fyrra og gekkst undir kynleiðréttingu. Hún hafði beðið um að fá að vera áfram í hernum en sérstök nefnd hersins úrskurðaði í dag að víkja ætti henni úr hernum. Samkvæmt frétt AFP fréttaveitunnar var þessi nefnd sett á laggirnar eftir að Byun var tekin til rannsóknar á hersjúkrahúsi. Þar var tap typpis Byun skráð sem hömlun. Þetta er í fyrsta sinn sem herinn tekur ákvörðun sem þessa. Transfólki er meinað að ganga til liðs við herinn en það hefur aldrei komið fyrir áður að starfandi hermaður gengst undir kynleiðréttingu. Byun ræddi við blaðamenn í morgun og sagðist vera hermaður Suður-Kóreu. Hún vildi vera það áfram. „Burtséð frá kynvitund minni, þá vil ég sýna öllum að ég get verið einn af bestu hermönnunum sem verja þetta land,“ sagði hún og barðist gegn því að bresta í grát. „Gerið það, gefið mér það tækifæri.“ Herskylda er í Suður-Kóreu og er öllum ungum mönnum gert að þjóna í hernum í tæp tvö ár. Mannréttindasamtök hafa lengi lýst yfir áhyggjum af því hvernig komið er fram við samkynhneigða menn í hernum.
Suður-Kórea Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira