Enski boltinn

Njósnarar Man. United i Frakk­landi er níu dagar eru eftir af glugganum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Dembele og Boubakary í eldlínunni.
Dembele og Boubakary í eldlínunni. vísir/getty

Manchester United sendi njósnarasveit sína til Frakklands að horfa á undanúrslitaleik franska bikarsins í gærkvöldi.

Lyon og Lille mættust þá í franska bikarnum en Lyon fór áfram eftir vítaspyrnukeppni. Staðan eftir venjulegan leiktíma var 2-2 og ekkert mark var skorað í framlengingunni.

Njósnarar United voru mættir til þess að fylgjast með einum úr hvoru liði; framherjanum Moussa Dembele hjá Lyon og miðjumanninum Boubakary Soumare hjá Lille.







Talið er að United sé að leita að bæði miðjumanni og framherja en níu dagar eru eftir af félagaskiptaglugganum sem lokar um mánaðamótin.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Dembele er orðaður við Old Trafford en hann var einnig orðaður við félagið í sumar. Hann skoraði úr vítaspyrnu í venjulegum leiktíma í gær.

Talið er að njósnararnir hafi einnig fylgst með honum á sunnudaginn er hann skoraði eitt og lagði upp annað í 4-3 sigri á Nantes.

Dembele er tvítugur framherji sem var áður hjá Celtic og Boubakary Soumare er einnig tvítugur en hann kom upp í gegnum unglingalð PSG áður en han fór til Lille.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×