Loðnuleiðangurinn á hraðri siglingu í átt til Vestfjarða Kristján Már Unnarsson skrifar 21. janúar 2020 13:07 Ferlar skipanna um eittleytið í dag. Hákon EA er táknaður með bleikum lit, Polar Amaroq með gulum og Árni Friðriksson með ljósbláum. Mynd/Hafrannsóknastofnun. Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum: Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Hléið sem loðnuleitarleiðangur Hafrannsóknastofnunar gerði á loðnuleitinni í gær vegna illviðris reyndist mun styttra en búist var við. Skipin þrjú lögðu öll úr höfn frá Akureyri á ný í kringum miðnætti en áður var búist við að þau myndu bíða af sér óveðrið fram yfir hádegi í dag. Skipin þrjú, Árni Friðriksson, Hákon og Polar Amaraoq, voru um eittleytið í dag á siglingu norður af Húnaflóa og Ströndum og stefndu á Vestfjarðamið. Hákon var kominn lengst, var norðaustur af Hornbjargi, Polar Amaroq var út af Geirólfsgnúp en Árni norðvestur af Skaga. Fylgjast má með leitinni á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson sagði í gær að mjög lítið hefði fundist af loðnu til þessa, einungis hrafl eða smátorfur á stangli, en hvergi verulegt magn. Taldi hann að loðnan væri ekki gengin austur fyrir Kolbeinseyjarhrygg. Stefnan núna er að leita vestan Kolbeinbeinseyjarhryggs sem og Vestfjarðamið suður til Víkuráls djúpt undan sunnanverðum Vestfjörðum. Leitað er í kappi við tímann en miklir hagsmunir eru í húfi að loðna finnist í veiðanlegu magni sem fyrst. Veiðitímabilið er takmarkað en venjulega hefur loðnuvertíð lokið um eða upp úr miðjum marsmánuði. Í greiningu hagfræðideildar Landsbankans fyrir helgi kom fram að útflutningsverðmæti loðnu á ári yfir landið í heild var að meðaltali 18,1 milljarður króna á árabilinu 2016-2018. Áætlað var að Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð í ár, og Neskaupstaður orðið af 2,9 milljarða króna tekjum. Aðrar byggðir sem vænst geta mikilla tekna af loðnuvinnslu eru Hornafjörður, Fáskrúðsfjörður, Eskifjörður, Seyðisfjörður, Vopnafjörður og Þórshöfn. Í frétt Stöðvar 2 frá upphafi loðnuleitarinnar í síðustu viku kom fram að sjómenn hefðu orðið varir við loðnu á Vestfjarðamiðum:
Akureyri Fjarðabyggð Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15 Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39 Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15 Mest lesið Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent „Algjört siðleysi“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Viðskipti erlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Sjá meira
Fiskifræðingurinn segir mælingu loðnustofnsins afar mikilvæga Leitarskipin, sem hefja loðnuleitina, gætu orðið fjögur og eru þau ýmist komin austur á firði eða á leið þangað. Leiðangursstjórinn Birkir Bárðarson segir afar þýðingarmikið að fá góða mælingu á loðnuna. 14. janúar 2020 12:15
Hundrað milljónir á dag í húfi í Vestmannaeyjum Vestmannaeyjar gætu orðið af 5,8 milljarða króna útflutningstekjum, bregðist loðnuvertíð annað árið í röð. Þetta kemur fram í greiningu hagfræðideildar Landsbankans. 18. janúar 2020 13:39
Vonast til að finna tuttugu milljarða króna auðlind Loðnuleit hefst í næstu viku eftir að samkomulag náðist um að ríkið greiði helming leitarkostnaðar útgerðarfyrirtækja, sem leggja fram tvö til þrjú skip í leitina á móti einu skipi Hafrannsóknastofnunar. 8. janúar 2020 21:15