Enski boltinn

Lampard elskar að hlusta á Roy Keane en ætlar að sanna fyrir honum að hann hafi rangt fyrir sér

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lampard á blaðamannafundi gærdagsins.
Lampard á blaðamannafundi gærdagsins. vísir/getty

Frank Lampard, stjóri Chelsea, er staðráðinn í því að sanna fyrir Roy Keane og öðrum spekingum að hans sé starfi sínu vaxinn hjá Chelsea.

Roy Keane, spekingur Sky Sports, sagði um helgina að farið væri silkihönskum um Frank Lampard. Hann ber meðal annars saman Lampard og Ole Gunnar Solskjær hjá Manchester United.

Írinn sagði að allir vildu Solskjær burt á meðan flestir töluðu um Lampard eins og frábæran stjóra en benti á að Chelsea hafi tapað átta leikjum.

Lampard segist hafa horft á þetta en kippir sér að öðru leyti ekki mikið upp við þetta.

„Ég horfði á þetta. Þetta var gott sjónvarp er það ekki? Þetta stingur í eyrun. Ég held að bara það að ég sé enskur hjálpi mér ekki að sleppa við gagnrýni,“ sagði Lampard.







„Í hreinskilni sagt heyrði ég mikið af gagnrýnisröddum þegar ég tók við því ég er ungur, enskur og hafði bara þjálfað í eitt ár hjá Derby.“

„Ég elska að hlusta á Roy tala um fótbolta því hann er svo ástríðufullur en aftur að efninu þá held ég að ég fái ekki neinn slaka fyrir það að vera enskur.“

„Fullt af fólki vill setja spurningarmerki við fólk sem er ekki með mikla reynslu og það er mitt að gera eins vel og ég get hérna til þess að þagga niður í gagnrýnisröddum,“ sagði Lampard.

Chelsea mætir Arsenal í grannaslag á Stamford Bridge í dag. Chelsea tapaði um helgina fyrir Newcastle en liðið er í 4. sæti deildarinnar með 39 stig. Arsenal er tíu stigum á eftir grönnunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×