Logi Geirsson er sérfræðingur RÚV á EM í handbolta og fer hann ítarlega yfir leik landsliðsins ásamt Arnari Péturssyni í EM-stofunni á RÚV.
Um helgina vann Ísland Portúgal 28-25 og frábærum sigri. Logi laumaði inn brjóstvöðvadansi í beinni útsendingu á RÚV og tóku margir eftir því eins og sjá má hér að neðan.
Logi Geirsson hefur oft vakið athygli fyrir klæðaburð sinn og fleira í handboltaútsendingum síðustu ár og er enginn undantekning á því í ár.
Það var Twitter-síðan Flottir feðgar sem benti á dansinn. Logi Geirs gerði það sama árið 2016 og þá í útsendingu í úrslitakeppninni í Olís-deild karla.
TUNGUMÁL ÁSTARINNAR pic.twitter.com/hxIYKc2faY
— FLOTTIR FEÐGAR (@FlottirG) January 19, 2020