Nói Siríus innkallað 150 þúsund súkkulaðiplötur Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. janúar 2020 06:28 Ein af vörunum sem Nói Siríus hefur innkallað. Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni. Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Þrátt fyrir að plastagnirnar sem fundust í fimm súkkulaðiplötum Nóa Siríuss séu ekki taldar hættulegar heilsu fólks var engu að síður ákveðið að innkalla um 150 þúsund slíkar plötur. Innköllun fyrirtækisins tók til sex tegunda súkkulaðis og var hún höfð víðtækari í varúðarskyni að sögn framkvæmdastjóra hjá fyrirtækinu. Tvær tilkynningar hafa borist íslenskum eftirlitsstofnunum á síðustu dögum vegna innköllunar Nóa Siríus. Þann 10. janúar voru þrjú vörunúmer innkölluð og tæpri viku síðar bættust þrjú til viðbótar. Sagt var að súkkulaðið gæti verið í verslunum um allt land og voru viðskiptavinir hvattir til að skila plötunum. Þá ákváð danski verslunarrisinn Coop að taka innköllunina til sín. Viðskiptavinum sem gætu hafa keypt umrætt súkkulaði frá Nóa Siríusi var bent á að hægt sé að skila því í allar Irma-verslanir og fá endurgreitt. Ráðist var í innköllunina eftir að litaðar plastagnir fundust í súkkulaðiplötu. Fyrst var aðeins um eina plötu að ræða en nú hafa agnirnar fundist í fimm stykkjum. Talið er að flísast hafi úr plastmótum í vélum Nóa Síríuss og plastagnirnar hafnað á súkkulaðistykkjum áður en þau voru fullhörnuð. Auðjón Guðmundsson, framkvæmdastjóri markaðs- og sölusviðs Nóa Síríuss, segir í samtali við Morgunblaðið að tekist hafi að stöðva meginhluta innkölluðu vörunnar í vöruhúsum verslana og annarra viðskiptavina. Nói Síríus hafi þar að auki breytt vinnubrögðum við framleiðsluna; t.a.m. opni starfsmenn vélarnar þrisvar á dag til að athuga hvort eitthvað bjáti á. Auðjón undirstrikar að plastagnirnar séu ekki hættulegar heilsu fólks. Hins vegar eigi þær ekki heima í súkkulaði og því hafi verið ákveðið að ráðast í jafn víðtæka innköllun og raun ber vitni.
Innköllun Neytendur Tengdar fréttir Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20 Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09 Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Nói Siríus innkallar enn fleiri tegundir af súkkulaði Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus hefur innkallað nokkrar tegundir af Siríus Rjómasúkkulaði og Siríus Suðusúkkulaði vegna þess að óttast er að plast geti verið í súkkulaðinu. 16. janúar 2020 10:20
Danir innkalla íslenskt súkkulaði Danski verslunarrisinn Coop hefur innkallað súkkulaði frá íslensku sælgætisverksmiðjunni Nóa Síríusi vegna hættu á að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 14. janúar 2020 21:09
Bleikt eða blátt plast gæti hafa borist í súkkulaði frá Nóa Siríus Vegna bilunar í vélbúnaði hefur Nói Síríus ákveðið að innkalla þrjú vörunúmer því ekki er hægt að útiloka að plast hafi borist í súkkulaðiplötur. 10. janúar 2020 16:13