Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum orðið fyrir líkamsárás í skóla Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifa 15. ágúst 2020 12:31 28 prósent hinsegin nemenda hafa orðið varir við fordómafulla orðanotkun starfsmanna skóla. Vísir/Jóhann Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. Samtökin 78 framkvæmdu könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfinu. Niðurstöðurnar eru nokkuð sláandi en Tótla I. Sæmundsdóttir segir þær ekki koma á óvart. Yfirlit yfir hvers vegna hinsegin nemendur eru óöryggir í skólum.Samtökin´78 „Við þurfum að bæta margt þegar kemur að hinsegin ungmennum. Þau lenda í líkamlegu áreiti, munnlegu áreiti og líkamsárásum í skólanum,“ sagði Tótla. Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás vegna persónueinkenna og þriðjungur nemenda greindi frá því að finna fyrir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar sinnar. Staðir sem hinsegin nemendur forðast í skólum.Samtökin´78 Þegar þau voru spurð út í fjarvistir sagðist fjórðungur hinsegin nemenda hafa skrópað í skólanum í það minnsta einn dag síðasta mánuðinn vegna óþæginda eða óöryggis. Oftar samnemendur sem grípa inn í en kennarar Algengt er að hinsegin ungmenni forðist búningsklefa eða leikfimitíma þar sem þriðjungur þeirra forðast þessar aðstæður vegna óöryggis eða óþæginda. Samtökin´78 Fram kemur í könnuninni tæp 46 prósent finna aldrei fyrir afskiptum starfsfólks þegar niðrandi orðfærni sem beinist að hinsegin fólki er notað í þeirra viðurvist. Aðgerðarleysi starfsfólks sendi þau skilaboð að niðrandi ummæli gagnvart hinsegin fólki séu umborin í skólanum. „Það eru oftar samnemendur þeirra sem grípa inn í heldur en kennarar,“ sagði Tótla. 28% nemenda segjast hafa heyrt fordómafull ummæli frá starfsfólki skólanna.Samtökin´78 Efla þurfi fræðslu fyrir nemendur og kennara. „Þetta byrjar á fræðslu. Við viljum fræðslu fyrir nemendur og fræðslu fyrir kennara. Við viljum að betur sé haldið utan um hinsegin ungmenni í skólanum. Einnig viljum við sjá námsefni sem endurspeglar þeirra veruleika og samfélag. Þau tilkynna í könnuninni að það sé lítið sem ekkert námsefni sem endurspegli hinsegin fólk í jákvæðu ljósi,“ sagði Tótla. Hinsegin Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni Þjóðkirkjunnar hefur mikla þýðingu Biskup Íslands hefur beðið hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og útskúfun af hálfu kirkjunnar. Formaður Samtakanna 78 segir þetta hafa mikla þýðingu þó ekki séu enn öll sár gróin. 8. ágúst 2020 21:00 Ég elska að vera hommi Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur. 8. ágúst 2020 12:15 Hönnuðu vagn tileinkaðan trans fólki Strætó hefur látið hanna strætisvagn tileinkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttu þeirra í tilefni Hinsegin daga 2020. 7. ágúst 2020 21:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás í skólum vegna persónueinkenna. Þetta kemur fram í könnun sem Samtökin 78 framkvæmdu á líðan hinsegin ungmenna í skólum. Samtökin 78 framkvæmdu könnun á líðan hinsegin ungmenna í skólaumhverfinu. Niðurstöðurnar eru nokkuð sláandi en Tótla I. Sæmundsdóttir segir þær ekki koma á óvart. Yfirlit yfir hvers vegna hinsegin nemendur eru óöryggir í skólum.Samtökin´78 „Við þurfum að bæta margt þegar kemur að hinsegin ungmennum. Þau lenda í líkamlegu áreiti, munnlegu áreiti og líkamsárásum í skólanum,“ sagði Tótla. Einn af hverjum tuttugu hinsegin nemendum hefur orðið fyrir líkamsárás vegna persónueinkenna og þriðjungur nemenda greindi frá því að finna fyrir óöryggi í skólanum vegna kynhneigðar sinnar. Staðir sem hinsegin nemendur forðast í skólum.Samtökin´78 Þegar þau voru spurð út í fjarvistir sagðist fjórðungur hinsegin nemenda hafa skrópað í skólanum í það minnsta einn dag síðasta mánuðinn vegna óþæginda eða óöryggis. Oftar samnemendur sem grípa inn í en kennarar Algengt er að hinsegin ungmenni forðist búningsklefa eða leikfimitíma þar sem þriðjungur þeirra forðast þessar aðstæður vegna óöryggis eða óþæginda. Samtökin´78 Fram kemur í könnuninni tæp 46 prósent finna aldrei fyrir afskiptum starfsfólks þegar niðrandi orðfærni sem beinist að hinsegin fólki er notað í þeirra viðurvist. Aðgerðarleysi starfsfólks sendi þau skilaboð að niðrandi ummæli gagnvart hinsegin fólki séu umborin í skólanum. „Það eru oftar samnemendur þeirra sem grípa inn í heldur en kennarar,“ sagði Tótla. 28% nemenda segjast hafa heyrt fordómafull ummæli frá starfsfólki skólanna.Samtökin´78 Efla þurfi fræðslu fyrir nemendur og kennara. „Þetta byrjar á fræðslu. Við viljum fræðslu fyrir nemendur og fræðslu fyrir kennara. Við viljum að betur sé haldið utan um hinsegin ungmenni í skólanum. Einnig viljum við sjá námsefni sem endurspeglar þeirra veruleika og samfélag. Þau tilkynna í könnuninni að það sé lítið sem ekkert námsefni sem endurspegli hinsegin fólk í jákvæðu ljósi,“ sagði Tótla.
Hinsegin Skóla - og menntamál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Afsökunarbeiðni Þjóðkirkjunnar hefur mikla þýðingu Biskup Íslands hefur beðið hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og útskúfun af hálfu kirkjunnar. Formaður Samtakanna 78 segir þetta hafa mikla þýðingu þó ekki séu enn öll sár gróin. 8. ágúst 2020 21:00 Ég elska að vera hommi Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur. 8. ágúst 2020 12:15 Hönnuðu vagn tileinkaðan trans fólki Strætó hefur látið hanna strætisvagn tileinkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttu þeirra í tilefni Hinsegin daga 2020. 7. ágúst 2020 21:25 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sjá meira
Afsökunarbeiðni Þjóðkirkjunnar hefur mikla þýðingu Biskup Íslands hefur beðið hinsegin samfélagið afsökunar á misrétti og útskúfun af hálfu kirkjunnar. Formaður Samtakanna 78 segir þetta hafa mikla þýðingu þó ekki séu enn öll sár gróin. 8. ágúst 2020 21:00
Ég elska að vera hommi Ég elska að vera hommi. Ég er mjög sáttur í eigin skinni og ég elska hvern dag sem ég lifi. Þess óska ég fyrir alla, sama hver kynhneigðin er. Punktur. 8. ágúst 2020 12:15
Hönnuðu vagn tileinkaðan trans fólki Strætó hefur látið hanna strætisvagn tileinkaðan trans fólki á Íslandi og réttindabaráttu þeirra í tilefni Hinsegin daga 2020. 7. ágúst 2020 21:25