Enski boltinn

Arsenal rekur yfirmann knattspyrnumála félagsins

Ísak Hallmundarson skrifar
Sanllehi sést hér til hægri.
Sanllehi sést hér til hægri. getty/Mike Egerton

Arsenal hefur sagt upp Raul Sanllehi sem hefur starfað sem yfirmaður knattspyrnumála hjá félaginu síðan 2018.

Sanllehi hefur fengið gagnrýni á sín störf fyrir ýmislegt en þá einna helst kaupin á Nicolas Pepe sem kostaði 72 milljónir punda. Pepe náði ekki að sanna sig á sínu fyrsta tímabili með Arsenal.

Gengi Arsenal var brösótt á tímabilinu sem leið og endaði liðið í 8. sæti sem var versti árangur liðsins í ensku úrvalsdeildinni í 25 ár. Það endaði þó á góðum nótum þegar liðið vann FA-bikarinn með sigri á Chelsea í úrslitaleiknum.

Vinai Venkatsesham mun taka við af Sanllehi en hann hefur starfað hjá Arsenal síðan árið 2010 og er starfandi framkvæmdastjóri félagsins. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×