Enski boltinn

Solskjær segir Bruno líkari Scholes en Ronaldo

Anton Ingi Leifsson skrifar
Bruno á æfingu United í gær.
Bruno á æfingu United í gær. vísir/getty

Bruno Fernandes verður að öllum líkindum í leikmannahóp Manchester United í fyrsta skipti í dag er liðið mætir Wolves.

Fernandes var staðfestur sem leikmaður United fyrr í vikunni en hann kemur til félagsins frá Sporting Lisbon fyrir tæplega 70 milljónir punda.

Cristiano Ronaldo kom einnig frá Sporting og einhverjir vildu líkja Bruno við hann en Ole Gunnar Solskjær segir að hann svipi meira til Paul Scholes.

„Cristiano er einstakur. Við vonum að Bruno muni eiga frábæran feril hjá United en að bera hann saman við Cristiano er ekki sanngjarnt,“ sagði Solskjær.

„Hann er markaskorari og leggur upp mörk sem miðjumaður, eins og Paul Scholes. Hann getur sparkað boltanum frábærlega. Hann er með rosalega tækni en hann getur einnig lagt upp mörk úr föstum leikatriðum.“







„Hann er svipaður og Scholes. Ástríðufullur, hatar að tapa og þeir verða númer það sama. Ég er viss um að hann geti gefið okkur X-faktor sem okkur hefur vantað á þessu ári.“

„Hann getur gert allt. Hann er svipaður að stærð og ég svo hann er ekki skotmark í teignum en hann er virkilega góður fótboltamaður,“ sagði Solskjær.

Manchester United mætir Wolves í dag en flautað verður til leiks klukkan 17.30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×