Enski boltinn

„Ég var í London í þrettán ár og ég fann einungis eina góða frönsku sjoppu“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Danny Rose er mikill glaumgosi.
Danny Rose er mikill glaumgosi. vísir/getty

Danny Rose, sem gekk í raðir Newcastle á dögunum, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum.

Rose mun leika á lánssamningi hjá Newcastle út tímabilið en hann hefur leikið með Tottenham nær allan sinn feril.

Sky Sports greip Rose fyrir utan æfingasvæði Newcastle í gær og það er fátt meira sem vinstri bakvörðurinn elskar meira en góðar franskar.

Hann ræddi það í viðtali við heimasíðu Newcastle í gær að það hafi verið ein ástæðan fyrir því að hann færði sig um set og sagði það aftur í viðtali við Sky Sports í gær.

„Bestu franskarnar eru í Doncaster. Ég var í London í þrettán ár og ég fann einungis eina góða frönsku sjoppu,“ sagði Rose.

„Nú er ég kominn aftur norður og hlakka til að njóta lífsins hérna.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×