Stoðsending frá Gylfa í endurkomunni | Öll úrslit dagsins Anton Ingi Leifsson skrifar 1. febrúar 2020 16:45 Gylfi, Mina og Richarlison fagna jöfnunarmarkinu. vísir/getty Gylfi Sigurðsson var mættur aftur í byrjunarlið Everton eftir meiðsli er liðið vann 3-2 endurkomusigur á Watford á útivelli í dag. Það byrjaði ekki vel fyrir Everton en liðið var 2-0 undir eftir 42 mínútur. Adam Masina skoraði eftir tíu mínútur og á 42. mínútu tvöfaldaði Roberto Pereyra forystuna. Öllu dramanu í fyrri hálfleik var ekki lokið. Yerry Mina jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartímans og eftir hornspyrnu Gylfa á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Mina sitt annað mark. Yerry Mina has scored two goals in a single league game for the first time in his career. What a game at Vicarage Road. pic.twitter.com/qzbcOmxL3y— Squawka Football (@Squawka) February 1, 2020 Everton lék einum færri síðustu nítján mínúturnar eftir að Fabian Delph fékk sitt annað gula spjald en það kom ekki að sök því Theo Walcott skoraði sigurmark Everton í uppbótartíma. Lokatölur 3-2. Everton er í 9. sætinu með 33 stig en Watford er í 19. sætinu með 23 stig. Gylfi lék í 67 mínútur. Sheffield United vann góðan 1-0 útisigur á Crystal Palace. Sigurmarkið kom eftir hornspyrnu þar sem Vicente Guaita, markvörður Palace, fór með boltann inn í sitt eigið mark. Nýliðarnir halda áfram að gera frábæra hluti en þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsti en Palace er í 13. sætinu.YESSSS!! IT'S GONE IN FROM A CORNER! NORWOOD! pic.twitter.com/RXU7uTfczY— Sheffield United (@SheffieldUnited) February 1, 2020 West Ham kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Brighton á heimavelli. Hamrarnir komust í 2-0 og 3-1 en gestirnir komu til baka og náðu í stig. West Ham er í 15. sæti deildarinnar með 26 stig en Brighton er tveimur sætum neðar með stigi minna. Bournemouth vann lífsnauðsynlegan sigur á Aston villa, 2-1. Bournemouth komst úr fallsæti með sigrinum en liðið nú í 16. sætinu með 25 stig, sæti fyrir ofan Villa sem er með stigi minna.Mbwana Samatta, on his PL debut, has scored Aston Villa’s first headed PL goal this season with their 54th headed attempt pic.twitter.com/hFwnlAaHek— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 1, 2020 Newcastle og Norwich gerðu svo markalaust jafntefli. Newcastle í 10. sætinu en Norwich á botninum.Öll úrslit dagsins: Leicester - Chelsea 2-2 Bournemouth - Aston Villa 2-1 Crystal Palace - Sheffield United 0-1 Liverpool - Southampton 4-0 Newcastle - Norwich 0-0 Watford - Everton 2-3 West Ham - Brighton 3-3 17.30 Man. United - Wolves Enski boltinn
Gylfi Sigurðsson var mættur aftur í byrjunarlið Everton eftir meiðsli er liðið vann 3-2 endurkomusigur á Watford á útivelli í dag. Það byrjaði ekki vel fyrir Everton en liðið var 2-0 undir eftir 42 mínútur. Adam Masina skoraði eftir tíu mínútur og á 42. mínútu tvöfaldaði Roberto Pereyra forystuna. Öllu dramanu í fyrri hálfleik var ekki lokið. Yerry Mina jafnaði metin á annarri mínútu uppbótartímans og eftir hornspyrnu Gylfa á fjórðu mínútu uppbótartíma fyrri hálfleiks gerði Mina sitt annað mark. Yerry Mina has scored two goals in a single league game for the first time in his career. What a game at Vicarage Road. pic.twitter.com/qzbcOmxL3y— Squawka Football (@Squawka) February 1, 2020 Everton lék einum færri síðustu nítján mínúturnar eftir að Fabian Delph fékk sitt annað gula spjald en það kom ekki að sök því Theo Walcott skoraði sigurmark Everton í uppbótartíma. Lokatölur 3-2. Everton er í 9. sætinu með 33 stig en Watford er í 19. sætinu með 23 stig. Gylfi lék í 67 mínútur. Sheffield United vann góðan 1-0 útisigur á Crystal Palace. Sigurmarkið kom eftir hornspyrnu þar sem Vicente Guaita, markvörður Palace, fór með boltann inn í sitt eigið mark. Nýliðarnir halda áfram að gera frábæra hluti en þeir eru í 5. sæti deildarinnar með 36 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsti en Palace er í 13. sætinu.YESSSS!! IT'S GONE IN FROM A CORNER! NORWOOD! pic.twitter.com/RXU7uTfczY— Sheffield United (@SheffieldUnited) February 1, 2020 West Ham kastaði frá sér tveggja marka forystu gegn Brighton á heimavelli. Hamrarnir komust í 2-0 og 3-1 en gestirnir komu til baka og náðu í stig. West Ham er í 15. sæti deildarinnar með 26 stig en Brighton er tveimur sætum neðar með stigi minna. Bournemouth vann lífsnauðsynlegan sigur á Aston villa, 2-1. Bournemouth komst úr fallsæti með sigrinum en liðið nú í 16. sætinu með 25 stig, sæti fyrir ofan Villa sem er með stigi minna.Mbwana Samatta, on his PL debut, has scored Aston Villa’s first headed PL goal this season with their 54th headed attempt pic.twitter.com/hFwnlAaHek— Sky Sports Statto (@SkySportsStatto) February 1, 2020 Newcastle og Norwich gerðu svo markalaust jafntefli. Newcastle í 10. sætinu en Norwich á botninum.Öll úrslit dagsins: Leicester - Chelsea 2-2 Bournemouth - Aston Villa 2-1 Crystal Palace - Sheffield United 0-1 Liverpool - Southampton 4-0 Newcastle - Norwich 0-0 Watford - Everton 2-3 West Ham - Brighton 3-3 17.30 Man. United - Wolves