Körfubolti

Di Nunno aftur í KR

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mike Di Nunno var flottur á lokasprettinum á síðustu leiktíð.
Mike Di Nunno var flottur á lokasprettinum á síðustu leiktíð. Vísir/Vilhelm

Mike Di Nunno er kominn aftur í KR og klárar tímabilið í Domino´s deildinni en félagsskipti hans eru gengin í gegn hjá KKÍ.

DiNunno átti frábæra innkomu í KR-liðið í fyrra og hjálpaði KR-liðinu mikið í að landa sjötta Íslandsmeistaratitlinum í röð.

MikeDiNunno er 29 ára gamall bakvörður sem spilaði á Spáni fyrir áramót þar sem hann var í herbúðum BásquetCoruna í b-deildinni. Hann er með ítalskst vegabréf og má því spila með KR sem Evrópumaður þrátt fyrir að hann sé fæddur og uppalinn i Bandaríkjunum.

KR-ingar hafa verið í talsverðu basli framan af tímabili en liðið komst upp í fjórða sæti með sigri á ÍR-ingum í gær.

DiNunno var með 17,9 stig að meðaltali í úrslitakeppninni í fyrra þar af 19,8 stig í leik í úrslitaeinvíginu á móti ÍR. Hann skoraði 29 stig í oddaleiknum um titilinn.

Það var frægt í fyrra þegar lítið gekk hjá MikeDiNunno í byrjun en á endanum var hann sá leikmaður sem KR-liðið vantaði.

MikeDiNunno er þriðji erlendi leikmaður KR en fyrir eru bandaríski miðherjinn Michael Craion og króatíski framherjinn DinoCinac. Michael Craion hefur skorað 19,8 stig í leik í vetur og DinoCinac er með 14,4 stig í leik síðan að hann kom um áramótin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×