Körfubolti

Sendur í leyfi eftir að hann sagði í beinni að allar dætur Kobe hefðu verið í þyrlunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gianna horfir á pabba sinn eftir að Kobe Bryant varð NBA meistari i fimmta skiptið árið 2010.
Gianna horfir á pabba sinn eftir að Kobe Bryant varð NBA meistari i fimmta skiptið árið 2010. Getty/ohn W. McDonough

Fréttastofa ABC sjónvarpsstöðvarinnar hefur ákveðið að senda einn starfsmann sinn í leyfi vegna umfjöllunar um þyrluslysið á sunnudaginn þar sem níu manns, þeirra á meðal körfuboltakappinn Kobe Bryant, fórust. Blaðamaðurinn heldur samt starfi sínu.

Matt Gutman, yfirmaður innlenda frétta á ABC News, gerði stór mistök eftir að fréttist fyrst af því að Kobe Bryant og næstelsta dóttir hans Gianna, hefðu farist í þyrluslysi á sunnudaginn.

Áður en þessar fréttir fengust staðfestar þá fór Matt Gutman með það í loftið að allar dætur Kobe Bryant hefði farið niður með þyrlunni.

Kobe Bryant á fjórar dætur, eina eldri en Gigi og tvær mun yngri.



Fljótlega eftir að Matt Gutman lét þetta út úr sér leiðrétti hann það í útsendingunni og sagðist hafa fengið rangar upplýsingar.

Matt Gutman sendi líka daginn eftir afsökunarbeiðni á Twitter þar sem hann bað fjölskyldu og vini Kobe sérstaklega afsökunar sem og áhorfendur ABC.

Matt Gutman er 42 ára gamall og hefur starfað hjá ABC News síðan 2008. Hann hefur aðsetur í Los Angeles.

Það kom ekki fram hversu lengi Matt Gutman verður í leyfi en hann sagði við The Times að hann beri ábyrgð á þessum mistökum og sjái mikið eftir þessu.

ABC News er ekki eini fréttamiðillinn sem hefur fengið á sig gagnrýni vegna fyrstu frétta af hræðilegum örlögum Kobe Bryant og þeirra átta sem voru með honum í þyrlunni. Lögregluyfirvöld gagnrýndu sem dæmi TMZ fyrir að segja frá dauða Kobe áður en lögreglan gat haft samband við fjölskyldu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×