Fjarðabyggð – Öflugt fjölskyldusamfélag Karl Óttar Pétursson skrifar 31. janúar 2020 09:00 Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjarðabyggð Mest lesið Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Grindavík lifir Kristín María Birgisdóttir,Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn kaus breytingar Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð er það sveitarfélag sem austast liggur á landinu og það fjölmennasta á Austurlandi, með rúmlega 5.000 íbúa. Sveitarfélagið er víðfeðmt og byggðakjarnar sveitarfélagsins eru sjö talsins og jafnan kenndir við firðina eða víkurnar sem þeir standa við. Syðst er Breiðdalsvík, þá Stöðvarfjörður, Fáskrúðsfjörður, Reyðarfjörður, Eskifjörður, Norðfjörður og nyrst er síðan Brekkuþorp í Mjóafirði. Allir hafa byggðakjarnarnir sín sérkenni, stórbrotna náttúru og tignarleg fjöll. En í Fjarðabyggð eru stórbrotin náttúra og tignarleg fjöll aðeins brot af því besta. Fjarðabyggð ætlar sér að vera í fremstu röð sem góður staður fyrir fjölskyldur og þess vegna hefur verið lagður ríkur metnaður í stuðningi við þær. Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur undirstrikað þessar áherslur með ákvörðunum sínum að undanförnu sem byggja undir öflugt og gott samfélag þar sem málefni fjölskyldna eru í forgrunni. Þannig hefur fjármunum verið forgangsraðað í þágu fjölskyldna og rík áhersla lögð á stefnumótun í málaflokkum sem snúa að þeim. Öflugt og metnaðarfullt skólastarf Öflugir grunnskólar, leikskólar og tónlistarskólar eru starfræktir í byggðarkjörnum Fjarðabyggðar og er sveitarfélagið afar stolt af því góða starfi sem þar er unnið. Í ný samþykktri fræðslu- og frístundastefnu Fjarðabyggðar felast metnaðarfull markmið sem snerta málefni fjölskyldunnar á víðtækum grunni. Meginmarkmið stefnunnar er að íbúar, ungir sem aldnir, þroski hæfileika sína sér og öðrum til góðs í samfélagi sem einkennist af virðingu fyrir mannlífi og náttúru. Stefnunni fylgja áherslur til næstu þriggja ára en í þeim felast tækifæri til að bæta umhverfi og aðstæður samfélagsins sem við búum í. Skólastarf í Fjarðabyggð hefur blómstrað undanfarinn ár, og er það ekki síst að þakka því öfluga starfsfólki sem þar vinnur. Í skólastofnunum Fjarðabyggðar starfar afar góður hópur starfsfólks sem veitir nemendum sínum, og íbúum sveitarfélagsins, framúrskarandi þjónustu. Þá hefur einnig mikill metnaður verið lagður í uppbyggingu skólamannvirkja og endurbætur þeirra undanfarin ár. Nú síðast hefur verið unnið að stækkun Leikskólans Lyngholts á Reyðarfirði auk þess sem umtalsverðar umbætur hafa verið gerðar á húsnæði Breiðdals- og Stöðvarfjarðarskóla á Breiðdalsvík. Framundan er svo hönnun stækkunar við leikskólann Dalborg á Eskifirði og gert er ráð fyrir að framkvæmdir við hana hefjist á árinu 2021. Gjaldskrár sem standast allan samanburð Áhersla hefur verið lögð á það að gjöld sem leggjast á fjölskyldufólk sé haldið eins lágum og unnt er. Þannig standast gjaldskrár grunn- og leikskóla allan samanburð á landsvísu. Samkvæmt athugun Verðlagseftirlits ASÍ í janúar 2020 er verð fyrir skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð og einnig eru heildargjöld fyrir skóladagvist og skólamáltíðir lægst í Fjarðabyggð þegar horft er á 15 af stærstu sveitarfélögum landsins. Þá sýnir athugunin líka að gjöld fyrir leikskólavist eru með þeim lægstu í Fjarðabyggð í þessum sama hóp. Af þessum frábæra árangri erum við að sjálfsögðu afar stolt og að sjálfsögðu verður haldið áfram á sömu braut. Frá og með 1. ágúst 2020 mun verð skólamáltíða lækka enn frekar og þannig verða stigin enn frekari skref í átt að gjaldfrjálsum skólamáltíðum í Fjarðabyggð. Með þessu vill sveitarfélagið leggja sitt af mörkum til að létta undir með barnafjölskyldum, auka jafnræði og tryggja að mismunun eigi sér ekki stað á grundvelli efnahags. Fjarðabyggð er góður staður fyrir fjölskyldur Að fá að ala upp börn í Fjarðabyggð er að mínu mati forréttindi. Samfélögin í byggðarlögum Fjarðabyggðar eru fyrir það fyrsta afar samheldin, og nálægðin við náttúruna gefur okkur sem hér búum ómetanleg tækifæri í leik og starfi. Einnig eru afþreyingar- og tómstundamöguleikar fyrir börn fjölbreyttir og flestir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Þá skiptir ekki síður máli hið öfluga og metnaðarfulla skólastarf sem hér er rekið á öllum skólastigum, gott utanumhald um fjölskyldur og sú áhersla sem lögð hefur verið á málefni þeirra. Fjarðabyggð mun kappkosta að vera áfram í fremstu röð íslenskra sveitarfélaga þegar kemur að málefnum fjölskyldna, og gera þannig Fjarðabyggð að góðum stað fyrir fjölskyldur að búa á. Höfundur er bæjarstjóri Fjarðabyggðar.
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun